fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Böl þröngsýna lífsgæðakeppandans

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 6. maí 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundur: Bryndís Loftsdóttir.

Guðmundur Steinsson skapaði sér gott nafn sem leikskáld á 8. og 9. áratugnum. Hans þekktustu verk, sem líklega margir leikhúsgestir muna enn vel eftir, voru Sólarferð, Stundarfriður og Garðveisla. Þá má einnig nefna Lúkas sem leikhóparnir Aldrei óstelandi og Óskabörn ógæfunnar settu upp fyrir nokkrum árum. Það er virðingarvert af Þjóðleikhúsinu að halda nafni Guðmundar á lofti en ef til vill full vel í lagt að leggja stóra sviðið undir verk hans líkt og hér er gert.

Hin eilífa uppreisn

Guðmundur Steinsson

Guðmundur Steinsson

Guðmundur Steinsson (1925–1996) er eitt helsta leikskáld Íslendinga. Hann var framsækinn og metnaðarfullur höfundur og þekktustu verk hans, Sólarferð og Stundarfriður, öðluðust miklar vinsældir. Þjóðleikhúsið hefur áður sýnt leikritin Forsetaefnið, Sólarferð, Stundarfrið, Garðveislu, Brúðarmyndina, Stakkaskipti og Lúkas.

Húsið er skrifað um 1970 og líkt og önnur verk Guðmundar þá er verkið skrifað inn í samtímann. Hjón á fertugsaldri eru að flytja inn í nýtt, stórt hús, Arnarnesið kemur ósjálfrátt upp í hugann. Þau eru að minnsta kosti ekki að flytja inn í eitthvað óklárað, líkt og tíðkaðist hjá flestum frumbyggjum Breiðholtsins. Eiginmaðurinn, Páll, hefur auðgast hratt í starfi sínu sem lögfræðingur, á meðan kona hans, Inga, er heimavinnandi húsmóðir.

Það er þó Páll sem öllu ræður, jafnt á heimilinu sem utan þess. Hann gerir miklar kröfur og beitir ströngu uppeldi við syni sína og jafnvel líka eiginkonu. Páll virðist hafa tekið þveröfuga stefnu í samskiptum við fjölskyldu sína miðað við ástúðina og dekrið sem hann sjálfur naut af hálfu móður sinnar. Honum er lýst sem bæði feimnu og blíðu barni, harla ólíkum þeim harða nagla sem við sjáum á sviði. Í verkinu er ekki að finna útskýringu á því hvað olli þessum straumhvörfum hjá Páli. Kannski hefur æskan alltaf þörf fyrir að snúa gildum fyrri kynslóðar á hvolf, dæmd til eilífrar uppreisnar í samleitri hópleit sinni að æðsta stigi hamingjunnar. Endalaust má svo deila um hvort misháleitar hugsjónir kynslóðanna hafi verið góðar, slæmar eða bara nauðsynlegar.

Húsið er skrifað um 1970 og líkt og önnur verk Guðmundar Steinssonar þá er leikritið augljóslega skrifað inn í sinn samtíma.
Aftur til fortíðar Húsið er skrifað um 1970 og líkt og önnur verk Guðmundar Steinssonar þá er leikritið augljóslega skrifað inn í sinn samtíma.

Mynd: Þjóðleikhúsið

Tengingar við nútímann

Leikritið er langdregið fram að hléi og náði ekki miklum tökum á manni. Eftir hlé kemur hins vegar frábær sena þar sem Páll og Inga bjóða þremur vinahjónum sínum í innflutningspartí. Gervi, búningar og góður samleikur skapa spennandi sýn á heimagleði áttunda áratugarins. Vodka, daður, lífsgæðametingur og forboðið kynlíf með mökum sinna bestu vina mögnuðu upp úrkynjun nýríku kynslóðar áttunda áratugarins. Breyskleikinn verður þó smánarlegur í samanburði við það sem óráðsíumenn afrekuðu á þessari öld. En þetta var vel unnin sena og hápunktur þessarar sýningar.

Undir lokin sjáum við svo hvernig Bjarni, elsti sonur Páls og Ingu, snýst gegn foreldrum sínum með afslappaðri afstöðu til lífsins. Hann býður heim stórum hópi af skoðanavinum sínum sem hvorki dýrka listaverk né dýra hönnun og finna enga þörf til að strita í eilífri yfirvinnu og gera sér að góðu að lifa á gnægtum annarra. Í góðum partífíling eru innanstokksmunir skemmdir og brothætt lífsgildi Páls og Ingu mölvuð í leiðinni.

Í þessari fyrstu uppfærslu var freistast til þess að búa til tenginu við nútímann með því að breyta partíhópnum í innflytjendur sem þó höfðu element hugsjónahópsins sem upphaflega var skrifaður inn í verkið. Þrátt fyrir fjörlega sviðsframkomu og ný og spennandi andlit á sviðinu þá gekk þessi hugmynd ekki upp og er auk þess tæpast jákvæð fyrir málstað og ímynd hælisleitenda og flóttafólks.

Kærkomin fyrir leikhúsnörda

Sviðsmyndin er einstaklega vel heppnuð ef undan er skilið fyrsta atriðið, sem sýnir litlu íbúðina sem Páll og Inga bjuggu fyrst í. Notkun leikhústjaldsins til að þrengja að sviðinu var einfaldlega truflandi áminning um að hér væri leiksýning í gangi, smæð íbúðarinnar hefði betur mátt teikna með öðrum hætti.

Þau Guðjón Davíð Karlsson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir pössuðu vel í hlutverk Páls og Ingu. Á stöku stað mátti þó heyra stirðar línur sem skrifa má á óþjált talmál sem höfundur hefði ef til vill endurskoðað, hefði hann lifað að sjá þessa sýningu. Kristbjörg Kjeld fór á kostum í hlutverki móður Páls, hún fór langt fram úr öðrum leikurum í túlkun á undirtexta verksins og átti hug og hjörtu leikhúsgesta þegar hún var á sviði. Þröstur Leó Gunnarsson birtist í hlutverki óboðins gests og síðar einhvers konar embættismanns. Bæði hlutverkin voru afkáraleg og augljóslega erfitt fyrir leikstjóra og leikara að reyna að finna þeim eitthvert vægi. Innkomur hans urðu því miður heldur slappar. Arnmundur Ernst Backman fór með hlutverk Bjarna. Áberandi reiði hans varð þreytandi til lengdar og kom í veg fyrir að Arnmundur næði að skapa þá dýpt sem persónan þarfnaðist til að öðlast samúð og skilning áhorfenda.

Í stuttu máli má segja að sýningin sé kærkomin fyrir forvitna leikhúsnörda, bókmenntafræðinga og unnendur Guðmundar Steinssonar. Umgjörð og leikur er í flestum tilvikum vel útfærður en verkið stendur tæplega undir uppfærslu af þessari stærðargráðu. Þegar upp er staðið er handritið sjálft helsti galli sýningarinnar og maður veltir því fyrir sér hvort höfundur hafi sjálfur talið það fullbúið til notkunar.

Í stuttu máli má segja að sýningin sé kærkomin fyrir forvitna leikhúsnörda, bókmenntafræðinga og unnendur Guðmundar Steinssonar.

Mynd: Þjóðleikhúsið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Rappari dæmdur til dauða

Rappari dæmdur til dauða
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þrjú stórlið vilja kaupa óvænta hetju Real Madrid

Þrjú stórlið vilja kaupa óvænta hetju Real Madrid
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áfall fyrir Chelsea – Fer í aðgerð og spilar ekki meira

Áfall fyrir Chelsea – Fer í aðgerð og spilar ekki meira
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm