Emmsjé Gauti fékk flest verðlaun

Íslensku tónlistarverðlaunin fóru fram í vikunni

Rapparinn Emmsjé Gauti hlaut flest verðlaun, eða fimm talsins, þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Hörpu á fimmtudag. Gauti var meðal annars verðlaunaðar fyrir rapp/hip-hop-plötu ársins, rapp/hip-hop-lag ársins, var valinn textahöfundur, lagahöfundur og tónlistarflytjandi ársins í flokki dægurtónlistar. Kaleo og Samaris hlutu svo tvenn verðlaun hvor sveit í dægurtónlistarflokkinum.

Í opnum flokki hlaut Gyða Valtýsdóttir tvenn verðlaun fyrir plötuna Epicycle. Í djass og blúsflokki fékk kvintett Þorgríms Jónssonar tvenn verðlaun, og í sígildri og samtímatónlist hlaut Évgeni Onegin í uppfærslu Íslensku Óperunnar og þátttakendur í uppfærslunni þrenn verðlaun. Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari, hlaut þá heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar.


Verðlaunahafar Íslensku tónlistarverðlaunanna 2016

Popp, rokk, rapp og raftónlist

Plata ársins - Rokk
Kaleo - A/B

Plata ársins - Popp
Júníus Meyvant - Floating Harmonies

Plata ársins - Raftónlist
Samaris - Black Lights

Plata ársins - Rapp og hip hop
Emmsjé Gauti - Vagg & velta

Lag ársins - Rokk
Valdimar - Slétt og fellt

Lag ársins - Popp
Hildur - I’LL WALK WITH YOU

Lag ársins - Rapp og hip hop
Emmsjé Gauti - Silfurskotta

Söngkona ársins
Samaris - Jófríður Ákadóttir

Söngvari ársins
Kaleo - Jökull Júlíusson

Textahöfundur ársins
Emmsjé Gauti - Gauti Þeyr Másson

Lagahöfundur ársins
Emmsjé Gauti - Gauti Þeyr Másson

Tónlistarviðburður ársins
Jólatónleikar Baggalúts

Tónlistarflytjandi ársins
Emmsjé Gauti

Bjartasta vonin
Auður

Tónlistarmyndband ársins
One Week Wonder - Mars (Leikstjórn: Baldvin Albertsson)

Opinn flokkur

Plata ársins - Opinn flokkur
Gyða Valtýsdóttir - Epicycle

Plata ársins - Leikhús- og kvikmyndatónlist
Jóhann Jóhannson - Arrival

Tónlistarhátíð ársins
Eistnaflug

Umslag ársins
Gyða Valtýsdóttir - Epicycle (hönnun: Gyða Valtýsdóttir og Goddur)

Djass og blús

Plata ársins
Þorgrímur Jónsson Quintet - Constant Movement

Tónverk ársins
ADHD - Magnús Trygvason Eliassen

Lagahöfundur ársins
Þorgrímur Jónsson Quintet – Þorgrímur Jónsson

Tónlistarflytjandi ársins
Stórsveit Reykjavíkur

Bjartasta vonin
Sara Blandon

Sígild og samtímatónlist

Plata ársins
Guðrún Óskarsdóttir - In Paradisum

Tónverk ársins
Hugi Guðmundsson - Hamlet in Absentia

Söngvari ársins
Elmar Gilbertsson fyrir hlutverk Lensky í Évgeni Onegin eftir Tchaikovsky í uppfærslu Íslensku Óperunnar

Söngkona ársins
Þóra Einarsdóttir fyrir hlutverk Tatyana í Évgeni Onegin eftir Tchaikovsky í uppfærslu Íslensku Óperunnar

Tónlistarflytjandi ársins
Schola Cantorum

Tónlistarviðburður ársins
Évgeni Onegin eftir Tchaikovsky í uppfærslu Íslensku Óperunnar

Bjartasta vonin
Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Heiðursverðlaun
Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.