DV Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Dan Brown í Kiljunni

Orðið á götunni

Fimmtudagsfríin færð

0
Miðvikudagur 25.apríl 2018
Menning

Emmsjé Gauti fékk flest verðlaun

Íslensku tónlistarverðlaunin fóru fram í vikunni

Kristján Guðjónsson skrifar
Sunnudaginn 5. mars 2017 15:00

Rapparinn Emmsjé Gauti hlaut flest verðlaun, eða fimm talsins, þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Hörpu á fimmtudag. Gauti var meðal annars verðlaunaðar fyrir rapp/hip-hop-plötu ársins, rapp/hip-hop-lag ársins, var valinn textahöfundur, lagahöfundur og tónlistarflytjandi ársins í flokki dægurtónlistar. Kaleo og Samaris hlutu svo tvenn verðlaun hvor sveit í dægurtónlistarflokkinum.

Í opnum flokki hlaut Gyða Valtýsdóttir tvenn verðlaun fyrir plötuna Epicycle. Í djass og blúsflokki fékk kvintett Þorgríms Jónssonar tvenn verðlaun, og í sígildri og samtímatónlist hlaut Évgeni Onegin í uppfærslu Íslensku Óperunnar og þátttakendur í uppfærslunni þrenn verðlaun. Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari, hlaut þá heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar.


Verðlaunahafar Íslensku tónlistarverðlaunanna 2016

Popp, rokk, rapp og raftónlist

Plata ársins – Rokk
Kaleo – A/B

Plata ársins – Popp
Júníus Meyvant – Floating Harmonies

Plata ársins – Raftónlist
Samaris – Black Lights

Plata ársins – Rapp og hip hop
Emmsjé Gauti – Vagg & velta

Lag ársins – Rokk
Valdimar – Slétt og fellt

Lag ársins – Popp
Hildur – I’LL WALK WITH YOU

Lag ársins – Rapp og hip hop
Emmsjé Gauti – Silfurskotta

Söngkona ársins
Samaris – Jófríður Ákadóttir

Söngvari ársins
Kaleo – Jökull Júlíusson

Textahöfundur ársins
Emmsjé Gauti – Gauti Þeyr Másson

Lagahöfundur ársins
Emmsjé Gauti – Gauti Þeyr Másson

Tónlistarviðburður ársins
Jólatónleikar Baggalúts

Tónlistarflytjandi ársins
Emmsjé Gauti

Bjartasta vonin
Auður

Tónlistarmyndband ársins
One Week Wonder – Mars (Leikstjórn: Baldvin Albertsson)

Opinn flokkur

Plata ársins – Opinn flokkur
Gyða Valtýsdóttir – Epicycle

Plata ársins – Leikhús- og kvikmyndatónlist
Jóhann Jóhannson – Arrival

Tónlistarhátíð ársins
Eistnaflug

Umslag ársins
Gyða Valtýsdóttir – Epicycle (hönnun: Gyða Valtýsdóttir og Goddur)

Djass og blús

Plata ársins
Þorgrímur Jónsson Quintet – Constant Movement

Tónverk ársins
ADHD – Magnús Trygvason Eliassen

Lagahöfundur ársins
Þorgrímur Jónsson Quintet – Þorgrímur Jónsson

Tónlistarflytjandi ársins
Stórsveit Reykjavíkur

Bjartasta vonin
Sara Blandon

Sígild og samtímatónlist

Plata ársins
Guðrún Óskarsdóttir – In Paradisum

Tónverk ársins
Hugi Guðmundsson – Hamlet in Absentia

Söngvari ársins
Elmar Gilbertsson fyrir hlutverk Lensky í Évgeni Onegin eftir Tchaikovsky í uppfærslu Íslensku Óperunnar

Söngkona ársins
Þóra Einarsdóttir fyrir hlutverk Tatyana í Évgeni Onegin eftir Tchaikovsky í uppfærslu Íslensku Óperunnar

Tónlistarflytjandi ársins
Schola Cantorum

Tónlistarviðburður ársins
Évgeni Onegin eftir Tchaikovsky í uppfærslu Íslensku Óperunnar

Bjartasta vonin
Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Heiðursverðlaun
Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af