fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Umdeild bíómynd verður sýnd 27 árum eftir að hún var bönnuð

The Nights of Zayandeh-Rood var bönnuð árið 1990

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 4. mars 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmynd eftir einn virtasta kvikmyndagerðarmann Írana, Mohsen Makhmalbaf, verður sýnd í breskum kvikmyndahúsum á næstu vikum, 27 árum eftir að lokið var við gerð myndarinnar.

Myndin sem um ræðir heitir Shabhaye Zayendeh-Rood, eða The Nights of Zayandeh-Rood, og segir hún frá írönskum fornleifafræðingi og dóttur hans á árunum í kringum írönsku byltinguna árið 1979 þegar stjórnarfar Írans breyttist úr keisaradæmi í íslamskt lýðveldi.

Myndin var mjög umdeild á sínum tíma og fékk Mohsen ógrynni af líflátshótunum eftir að tökum lauk.

Breska blaðið Guardian fjallaði um þetta á vef sínum og ræddi við leikstjórann, Mohsen, sem býr í London eftir að hafa farið í útlegð frá Íran. „Mér tókst að stela myndinni en ég get ekki farið nánar í það,“ sagði hann. Myndin verður sýnd í kvöld í Curzon Bloomsbury-kvikmyndahúsinu í London.

Myndin var 100 mínútur að lengd en írönsk yfirvöld klipptu 25 mínútna kafla úr myndinni áður en myndin var fyrst sýnd á Fajr-kvikmyndahátíðinni í Tehran árið 1990. Myndin fór þó aldrei í almenna sýningu enda var sýning á henni bönnuð samkvæmt ákvörðun íranskra dómstóla á þeim tíma. Búið var að klippa tólf mínútur til viðbótar af því eintaki sem Mohsen fékk fyrir skemmstu.

Sjálfsvíg koma nokkuð við sögu í myndinni og eru þau sett í samhengi við brostna drauma írönsku þjóðarinnar eftir byltinguna. Stjórnvöld litu svo á að í myndinni kæmi fram hörð gagnrýni á íslam, stjórnkerfi landsins og byltinguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir