fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Allir í góðu skapi

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 11. mars 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sérstakt ánægjuefni að Skjár Símans hafi tekið upp sýningar á nýrri þáttaröð af The Voice, bandarísku útgáfunni. Sjálfsagt geta krónískir fýlupokar horft á þessa þætti án þess að þeim stökkvi bros en allir aðrir ættu að komast í gott skap við að horfa á þættina. Það er ákveðin hlýja sem einkennir þessa þætti sem gerir þá um leið ólíka flestum öðrum raunveruleikaþáttum. Þarna er enginn Simon Cowell sem segir þreytulegri röddu: „Þú hefur ekki góða rödd og auk þess virðistu ekki vera áhugaverður persónuleiki. Þú hefur ekkert hér að gera.“ Í The Voice er enginn brotinn niður heldur allir byggðir upp, líka þeir sem komast ekki áfram í söngvakeppninni. Á blíðan hátt er þeim sagt að fara heim og þjálfa sig og æfa enn meir og koma kannski bara aftur. Árið eftir bregst ekki að keppandi sem ekki hafði náð árangri snýr aftur og kemst áfram.

Hefur mikla útgeislun.
Alicia Keys Hefur mikla útgeislun.

Dómarar, sem jafnframt eru þjálfarar, hafa allir áberandi útgeislun. Þeir hafa greinilega einstaklega gaman af því sem þeir eru að gera, gantast sín á milli og skiptast á reynslusögum. Það setur einnig skemmtilegan svip á þáttinn að tveir þjálfaranna eru par, Blake Shelton og Gwen Stefani sem eru afar fallega ástfangin. Vonandi endist ást þeirra í þessum alltof lausláta heimi. Adam Levine og Alicia Keys eru einnig dómarar í þessum þáttum og bæði standa sig vel, sérstaklega Keys sem aldrei stígur feilspor og er greinilega stórgáfuð og vel hugsandi kona.

Frábærir þættir!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“