fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Óvæntur snúningur

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 14. desember 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morð er framið á Húsavík. Með rannsókn málsins fer ungur og reynslulítill yfirmaður lögreglunnar í bænum og beinist grunur hans að nokkrum hjónum og pörum sem þekktu og voru í vinfengi við fórnarlambið, aðkomumann sem hafði sest að í bænum.

Þetta er í hnotskurn söguþráður Vályndis, nýrrar bókar Friðriku Benónýsdóttur sem fetar hér í fyrsta skipti refilstigu glæpasagnaformsins.

Í upphafi eru helstu sögupersónur kynntar til leiks og eru þær æði margar, í anda Agöthu Christie sem reyndar ber á góma einu sinni í sögunni. Það vafðist ekki fyrir Agöthu Christie að halda mörgum boltum á lofti hvað grunaða varðar, án þess að lesendur rugluðust í ríminu en við lestur Vályndis stóð ég mig að því drjúgan spöl inn í bókina að fletta til baka og kanna innbyrðis tengingu helstu sögupersónanna.

Þau sem grunur beinist helst að tilheyra mektarstéttinni á Húsavík, eru í lítilli klíku sem á yfirborðinu virðist tengjast einlægum vináttuböndum. Undir niðri er annað uppi á teningnum og ekki allt fagurt. Einnig blandast í málið aðkomufólk úr höfuðborginni og aukapersónur með mismikið vægi. Af nógu er að taka í þeim efnum.
Fléttan í sögunni er ekki ósennilegri en gengur og gerist í íslenskum glæpasögum sem fjalla um morð og fornar væringar og hér verður ekki farið frekar út í þá sálma.

Helsti veikleiki sögunnar er persónusköpunin, sem virðist frekar grunn. Þau sem liggja undir grun eru einsleitur hópur, sem hugsanlega má réttlæta með þeirri staðreynd að þau tilheyra sömu klíkunni. Gjarna þegar um sögur af þessum toga er að ræða finnur lesandi sér eina eða tvær persónur sem honum verður umhugað um og vill í lengstu lög að séu saklausar.

Engu slíku er til að dreifa við lestur Vályndis, engin persóna vekur með lesanda samhygð og fyrir vikið stendur honum nokkuð á sama „hver gerði það“.

Að öllu þessu sögðu er vert að taka fram að sagan er ágætlega skrifuð, flæði samtala nokkuð trúverðugt sem og tungutak persóna. Einnig skal því haldið til haga að maður vill komast að hinu sanna, fá að vita hver er sekur um hvað og að viðkomandi fái makleg málagjöld.

Óvæntur snúningur undir lok bókar kemur skemmtilega á óvart og sagan fær aukið vægi á síðustu metrunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum