fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Helginni bjargað – lítil ATP-hátíð í Reykjavík

Fimm listamenn sem áttu að koma fram á ATP Iceland spila í Reykjavík um helgina

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 28. júní 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint hefur verið frá í fréttum hefur tónlistarhátíðinni ATP Iceland, sem átti að fara fram í fjórða sinn að Ásbrú í Keflvík í byrjun júlí, verið aflýst vegna gjaldþrots tónleikahaldarans, breska fyrirtækisins ATP Festival.

Tugir erlendra flytjenda áttu að koma fram á hátíðinni auk fjölmargra innlendra listamanna. Margir þeirra listamanna sem áttu að spila á hátíðinni höfðu enn fremur bókað flug og gistingu og leit út fyrir að þeir yrðu því aðgerðar- og tekjulausir á landinu. Nokkrir þessara listamanna brugðu því á það ráð að hafa samband við hérlenda tónleikastaði og skipuleggja tónleika í stað þeirra sem þeir áttu að leika á.

Bandaríska indíþjóðlagasöngkonan Angel Olsen, bílskúrsrokkbandið Thee Oh Sees, dómsdags-hasshausabandið Sleep, kanadíska rokkbandið Suuns og sýrlenski brúðkaupssöngvarinn Omar Souleyman munu þannig öll koma fram í miðborg Reykjavíkur. Úr rústum ATP Iceland vex því mikil indírokkhelgi í Reykjavík.

„Hátíðinni var aflýst með tveggja vikna fyrirvara, svo þessi bönd og fleiri voru búin að bóka flug og gistingu. Hljómsveitirnar og umboðsmenn fóru því að hafa samband við vini og kunningja á Íslandi og reyna að finna út hvað væri hægt að gera. Í kjölfarið var haft samband við okkur og við náðum að setja þetta upp,“ segir Snorri Helgason sem skipuleggur tvenna ATP-tengda tónleika á Húrra um helgina. „Það voru fleiri hljómsveitir sem höfðu samband við okkur, en við þorðum ekki að taka meira að okkur,“ segir hann.

Voru listamennirnir þá tilbúnir að koma fram mjög ódýrt svo þetta gæti gengið á svona litlum tónleikastöðum?
„Jaaa … kannski ekki mjög ódýrt. Húrra, sem er bara 300 manna staður, er að minnsta kosti ekkert að græða brjálæðislega. En við náðum að redda þessu þannig að þetta rétt sleppur. Það væri fyrst og fremst alveg glatað ef þessi bönd væru hér á landinu en gætu ekki spilað,“ segir Snorri.

Föstudaginn 1. júlí spilar Omar Souleyman á Húrra, sama kvöld spila Sleep á Gauknum.. Laugardaginn 2. júlí spila svo Suuns á KEX Hostel og Angel Olsen og Thee Oh Sees á Húrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum