fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Níhilistinn grátandi: Sægur hugmynda

Bókardómur: Allt fer eftir Steinar Braga

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 14. desember 2016 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundur: Arnaldur Máni Finnsson

Það hefur skapast sérkennileg blanda ótta og virðingar í kringum höfundinn Steinar Braga og verk hans síðan hann gaf út Konur árið 2008, tímamótaverk í íslenskum bókmenntum. Í stuttri rýni um nýtt verk er óvarlegt að ætla sér að skýra þann bakgrunn en þó má segja að hugmyndaauðgi, eindrægni og hugrekki við að fylgja bæði fantasíum og nístingsköldum raunveruleikablæ eftir allt til enda, séu aðalsmerki sem staðsetja Steinar í sérflokki íslenskra höfunda.
Rödd hans er sérkennileg og alls ekki allra – ímynda ég mér – en gæði bókmennta eru ekki falin í mælikvörðum á aðgengileika þeirra.

Þótt þetta sé besta smásagnasafn sem ég hef lesið fyrir þessi jól, óvenju mikið er af þeim núna og mörg góð, þá má segja um það að á heildina litið hefði maður viljað meira af því sem er best í því og aðeins minna af þeim dökku litbrigðum sem eru einkenni nokkuð margra sagna. Jafnvel hefði bara mátt velja á milli nokkurra af þeim lengri og geyma, því þegar upp er staðið er búið að „troða“ svo mörgum hugmyndum í hausinn á manni eftir lestur heildarinnar að maður missir sýn á grunntónum verksins. Á ég þar til dæmis við að hinar annars ágætu sögur „Úrræði ríkisstjórnarinnar á fasteignamarkaði“ og „Garðurinn“ sem eru staðsettar við enda safnsins. Þær virka á mig sem yfirkeyrsla af hálfu höfundar, sem er að vísu auðvitað þekktur fyrir að taka lesendur sína ekki bara að brúninni heldur fram af henni, en annarri hvorri hefði mátt skipta inn fyrir „Söguna af þriðjudegi“ um miðbik bókarinnar, og þá hefði safnið orðið fullkomlega skothelt í sínum massívu 300 síðum. En nóg um smáatriði í heildarmyndinni.

Allt fer er smásagnasafn sem stendur ekki á nokkurn hátt að baki hinum stóru skáldsögum að gæðum og hugmyndirnar sem eru kynntar til sögunnar eru oft svo eimaðar og kjarnmiklar að margur höfundurinn hefði freistast til að teygja eina þeirra í stutta nóvellu (dæmi um slíkt er Hestvík Gerðar Kristnýjar sem kom út í haust). Það er því gríðarlegt örlæti á hugmyndir og orku sem maður upplifir við lestur bókarinnar og í raun er það svo að það má treina sér hana með góðu móti. Sumar sögurnar eru þannig að það er bara best að leggja frá sér bókina og melta í dálítinn tíma. Að því leyti kemur smásagnaformið til móts við tímaskort nútímafólks – ég skal ekki segja – en verkið felur líka í sér mjög þakklát frí frá ýmsum samtíma-minnum, til dæmis samfélagsmiðlum, án þess að sverja sig nokkurn tíma beint úr því að vera nútímalegar. Einsemd og firring, líkamlegur sársauki og andleg þjáning, doði og töfraraunsæi eru dæmi um efnistök, en þó er mjög langt frá að Steinar Bragi sé ófyndinn eða taki sig of alvarlega í að fjalla um erfiða hluti. Smásagan „Einsamall úlfur“ er til dæmis frábærlega útfærð skyndimynd á fimm síðum, sem varpar upp hugleiðingum og sjónarhorni á eitt af viðkvæmustu viðfangsefnum vestræns samfélags á hátt sem fáir höfundar þyrðu að láta frá sér.

Vissulega væri hægt að láta móðan mása um margar af sögunum því þær skilja eftir sig sterkar myndir og þegar rennt er yfir efnisyfirlitið á enda leiðar koma þær flestar ljóslifandi fram. Þótt ráðandi tilfinning sé ákveðinn hrollur yfir því hvað lífið getur verið miskunnarlaust og ástin leikið manneskjurnar grátt, þá stendur fjöldi setninga eftir sem ekki bara eru bjartar og lífseflandi heldur skipa manni að hugsa alvarlega um ást, hamingju og virði nándar. Á stundum er maður á þessum furðulega stað sem Vésteinn Lúðvíksson skildi mann eftir á í Maður og haf – til að mynda þegar maður ferðast með Emil um allan heim í leit að andlegri fyllingu í „Að spila Nintendo Wii á réttargeðdeildinni á Sogni“ (sem er mjög villandi heiti á sögunni) – að því leyti að eftir djúpa umhugsun er ekki bent á neinar einfaldar lausnir, og það er gott.

Á hinn bóginn þá eru sögumenn oft svo afgerandi og fordómafullir í garð málefna eða þjóðfélagshópa að maður fær samúð með viðkomandi, og í raun má segja að þannig birtist galdur skáldskaparins til þess að fá mann til að hugsa með nokkuð öfugsnúnum hætti. Í þessu er Steinar ógnarfær og þess vegna er líka hægt að segja blákalt að í verkinu í heild sé svo mikið af snilld að það sé nánast óafsakanlegt að gefa ekki fullt hús stiga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Rappari dæmdur til dauða

Rappari dæmdur til dauða
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þrjú stórlið vilja kaupa óvænta hetju Real Madrid

Þrjú stórlið vilja kaupa óvænta hetju Real Madrid
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áfall fyrir Chelsea – Fer í aðgerð og spilar ekki meira

Áfall fyrir Chelsea – Fer í aðgerð og spilar ekki meira
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm