fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Ragga nagli: „Það er okkur miður að þú ert of feitur fyrir fótapressuna“

Þú ert aldrei of gamall, of stór, of lítill, of feitur, of mjór til að byrja í ræktinni

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 20. febrúar 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þeim nýjasta fjallar hún um þá sem fara ekki í ræktina af því þeir telja sig ekki í nógu góðu formi til að vera innan um þá sem eru lengra komnir.

Við gefum Röggu nagla orðið:

Sorgleg staðreynd en margir fara ekki í ræktina.
Ekki af því þeir hafa ekki tíma. Eru of uppteknir. Það er oft bara fyrirsláttur og þægilegar afsakanir sem yfirvarp fyrir mun dýpri sálarlegri angist.
Margir fara ekki því þeim finnst þau ekki vera í nógu góðu formi til að spígspora innan um íturvaxna skrokka á lendum ræktar.

Ekki nógu góð til að krulla í speglinum við hliðina á vogskornum búk.
Ekki nógu grannir til að beygla hné í næsta rekka við trukkvaxna hala og drósir.
Áhyggjur á mælikvarða að aðrir muni fella stóra dóm um útlit þeirra.

Hæðnisbréf frá Hagstofunni inn um lúguna.
„Það er okkur miður að þú ert of feitur fyrir fótapressuna.
Of mjór fyrir hnébeygjur. Of margar dellur á malla fyrir hlaupabrettið.
Nærveru þinnar er ekki óskað framar.”

Það er vegna þess að iðnaðurinn hefur lagt ofuráherslu á auglýsingar með hálfberrössuðum ræktariðkendum sem líkjast grískum skurðgoðum.
Bolur dreginn upp að höku til að bera kviðinn.
Silungastútur á munni.
Þjóhnappar gægjast undan beltissíðri brók.
Í flóðbylgju fitnessmynda í samfélagsmiðlafargani nútímans er ímynd hreystis því miður orðin samofin óínáanlegum útlitsstöðlum.

Uppstrílað hár, sminkað smetti, ljósabekkjabrúnka og ekki svitadropi í radíus.
Múnderingar sem eiga oft betur heima á kjötmarkaði skemmtanalífsins.
Það veldur ranghugmyndum um hvaða þjóðfélagshópur spígsporar um musteri heilsunnar.

Því veruleikinn eru ekki strílmálaðar skonsur íklæddar örbrók að gera hosur sínar grænar með frygðarlegu augnaráði.
Þvert á móti er rassasviti og rauðar kinnar.
Ljótan á lokastigi. Magnesíum og sigg í lófum.
Grettur, geiflur og stunur úr hornum.

Fólk af öllum stærðum og gerðum. Litarhætti. Aldri. Kynjum.
Slæðuklæddar múslimakonur innan um vel girta eldri borgara. Kraftlyftingakonur við hliðina á hlaupagörpum.
Það er ekkert að því að vilja vera aðlaðandi í útliti, en það á ekki að vera sölupunkturinn fyrir hreysti.

Sem betur fer eru einstaka líkamsræktarkeðjur að hverfa frá þessari tengingu útlits og hreyfingar.
Hverfa frá auglýsingum með dynjandi graðhestarokki í bakgrunni meðan ungir pungsveittir skrokkar spæna upp stál og kúgast af álagi og höfða meira til þeirra sem vilja æfa fyrir vellíðan og heilsu.

Þessi nýja auglýsingaherferð frá FitnessDK hér í Danmörku notar venjulegt fólk í allskonar formi og á allskonar aldri sem segir frá sinni hvatningu til að æfa og höfða þannig til breiðari hóps.

Ekki síst þeirra sem eldri eru og vilja stíga sín fyrstu og oft þungu skref inn í svitastorkinn salinn.
Því þú ert aldrei of gamall, of stór, of lítill, of feitur, of mjór til að byrja.
Það mun enginn dæma þig.
Það eru allir of uppteknir við að klára síðustu endurtekningarnar.
Komdu til okkar… hér er gott að vera.

Facebooksíða Röggu nagla

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.