Smoothies: bráðhollir, fljótgerðir og fallegir

Smoothies eru hinn fullkomni morgunmatur. Rétt samsettir eru þeir bráðhollir og ljúffengir, auk þess að vera fljótlegir að útbúa.

Kókosvatn og Matcha grænt te eru uppistaðan hér.
Grænn og gómsætur Kókosvatn og Matcha grænt te eru uppistaðan hér.

Matcha er japanskt grænt te, sem er margfalt öflugara en hefðbundin græn te. Það er stútfullt af andoxunarefnum, en virku efnin í þeim eru flavoníð sem ver frumur líkamans og vinnur gegn öldrun og catecin sem talið er hefta útbreiðslu krabbameinsfruma, lækka blóðþrýsting, halda blóðsykurmagni stöðugu og draga úr líkum á blóðtappa og flúor sem ver gegn tannskemmdum.

Þessi smoothie er því ekki bara þrusuhollur, heldur góður líka.

Uppskrift (fyrir fjóra)

Innihald:

 • 1 ½ bolli kókosvatn
 • 2 bollar spínat
 • 1 frosinn banani
 • 2 teskeiðar Matcha grænt te
 • 1 bolli ísmolar

Allt sett í blandara eða matvinnsluvél og maukað saman.

Jarðarber, rifsber og appelsínur eru blandan hér.
Bleikur og bráðhollur Jarðarber, rifsber og appelsínur eru blandan hér.

Uppskrift (fyrir tvo )

Innihald:

 • 1 ½ bolli frosið jarðarber
 • 1 bolli frosin rifsber
 • 1 appelsína, rifin
 • 1 ½ bolli kókosmjólk
 • 2 meðalstórar gulrætur, saxaðar
 • 1 lítil rófa, skræld

Allt sett í blandara eða matvinnsluvél og maukað saman.

Regnbogasmoothies eru ekki flóknari samsetningar en aðrir, en töluvert tímafrekari og því kannski tilvalið að skella í þá við sérstök tilefni, en ekki á virkum degi þegar maður er á hraðferð.

Innihald:

Rautt lag
- 1 frosinn banani
- ½ bolli grísk jógúrt
- ½ bolli frosin rifsber
- ½ bolli frosin jarðarber
- smá vatn til að blanda
Appelsínugult lag
- 1 frosinn banani
- ½ bolli grísk jógúrt
- ½ bolli frosnar ferskjur
- 1 lítil appelsína
- ¼ bolli frosið mangó
- smá vatn til að blanda
Gult lag:
- 2 frosnir bananar
- ½ bolli grísk jógúrt
- 1 bolli frosinn ananas
- smá vatn til að blanda
Grænt lag
- 2 frosnir bananar
- ½ bolli grísk jógúrt
- 1 lúka spínat
- 1 bolli frosinn ananas
- smá vatn til að blanda
Blátt lag
- 2 frosnir bananar
- ½ bolli grísk jógúrt
- 1 bolli frosinn ananas
- skvetta af bláum matarlit
- smá vatn til að blanda
Fjólublátt lag
- 1 frosinn banani
- ½ bolli grísk jógúrt
- 1 bolli frosin berjablanda
- smá vatn til að blanda
Ljósfjólublátt lag
- 1 frosinn banani
- ½ bolli grísk jógúrt
- ½ bolli rifin rófa
- 1 bolli frosin jarðarber eða rifsber

Leiðbeiningar:
Hráefni fyrir hvert lag fyrir sig sett í blandara eða matvinnsluvél og maukað saman.
Blandarinn þrifinn og hráefni fyrir næsta lag blönduð saman og svo koll af kolli.
Rauða blandan sett í hátt glas, næsta lag sett ofan á og svo koll af kolli.
Afgangs ávöxtum raðað á tannstöngul eða rör og sett ofan á glasið til skreytingar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.