fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Bjarni Benediktsson var sakaður um að taka ekki hart á vændisleigu á Ránargötu 50

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 14. apríl 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1953 komu upp þrjú vændismál þar sem leigusalar íbúða voru dæmdir til fangelsisvistar fyrir að „stuðla að lauslæti“. Bjarni Benediktsson, þáverandi dómsmálaráðherra, var harkalega gagnrýndur af vinstrimönnum, sérstaklega Sósíalistum, fyrir að sýna linkind í málinu og að halda verndarhendi yfir þeim dæmdu.

Ránargata 50

Í septembermánuði árið 1953 var kona að nafni Arndís Þórðardóttir dæmd í undirrétti til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir að „gera sér lauslæti annarra að tekjulind.“ Þá var hún einnig svipt bæði kosningarétti og kjörgengi.

Málið hófst þegar barnaverndarnefnd Reykjavíkur kærði það til sakadómara að herbergi í húsi við Ránargötu 50 væru leigð út fyrir bandaríska hermenn og kvenfólk sem í för með þeim var. Aðeins voru herbergin leigð út til einnar nætur og eigandinn, Arndís Þórðardóttir, hélt enga skrá yfir leiguna. Þá var það talið sannað að hún nýtti sér lauslæti annarra sem tekjulind.

Herbergin sem um ræðir voru á fyrstu hæð og í kjallara hússins en í dómnum kom fram að Arndís leigði fleiri en dátum. Bæði íslenskir karlmenn og aðrir erlendir nýttu sér „þjónustu“ Arndísar. Stúlkurnar dvöldu þá með mönnunum fram eftir kvöldi en héldu síðan á brott. Í framburði stúlknanna fyrir dómi kom það fram að þær höfðu haft samfarir við mennina, „sumar í fáein skipti en aðrar oft.“

Bæði herbergin voru útbúin með dívönum og Arndís græddi vel á starfseminni. Herbergið á fyrstu hæð var leigt fyrir 30 krónur á hvorn einstakling sem þar dvaldi en kjallarinn á 100 krónur fyrir tvo. Hún neitaði að hafa vitað hvað færi fram í herbergjunum en viðurkenndi þó að henni „hafi dottið margt í hug í þeim efnum.“ Hún segist ekki hafa skipt sér af stúlkunum svo lengi sem hún taldi þær hafa náð lögaldri.

Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra

Listi gekk á milli hermanna

Fyrr á því ári voru maður og kona dæmd fyrir tilraun til að leigja húsnæði til lauslætis. Ekki þótti sannað að lauslæti hefði verið stundað í húsakynnum þeirra og hlutu þau því 45 daga skilorðsbundinn dóm. Maðurinn leigði út herbergi á heimili sínu við Spítalaveg 2 og konan við Bústaðaveg 2.

Bæði leigðu þau mestmegnis bandarískum hermönnum, en stundum Íslendingum, og hélt hvorugt þeirra neina skrá yfir leigjendur eða spurðu til nafns. Í Þjóðviljanum segir: „Fyrrnefndur leigumáti, svo og tíð samdvöl stúlkna og leigjenda, er látin var afskiptalaus, þótti dómaranum ótvíræður vottur um þann ásetning að gera sér lauslæti að tekjulind.“

Í þessum málum var Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra sakaður um að tefja málið og beita sér fyrir því að kveðnir yrðu upp „hlægilegir málamyndadómar.“ Húsin voru víst mun fleiri og vitað var að listar með heimilisföngum gengu milli hermanna á Keflavíkurflugvelli.

Bjarni svaraði Þjóðviljanum á þá leið að málið hefði verið tekið föstum tökum og að allar tafir á því hefðu verið vegna þess að lögreglu hefðu borist upplýsingar um frekari brot á umræddum stöðum sem þyrfti að rannsaka.

Þjóðviljamenn vísuðu þessu á bug og töldu Bjarna vísvitandi þæfa málið. Hámarksrefsing fyrir þessi brot væri fjögurra ára fangelsisvist. Gerði hann það vegna þess að Bandaríkjamenn og innlent þjónustulið þess væru „vinir“ hans. Eina ástæðan fyrir því að hann beitti sér yfirhöfuð í málinu hafi verið vegna þess að kosningar væru í nánd og hann óttaðist almenningsálitið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum