fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025

Dagur B. Eggertsson: „Viðreisn ekki eini flokkurinn sem hugsanlegt er að bæta inn í samstarfið“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 27. maí 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, var að vonum ekki sáttur með að sjá meirihlutann falla í borginni og að hans eigin flokkur hafi tapað rúmum sex prósentustigum. Samfylkingin bætir reyndar við sig tveimur borgarfulltrúum en fulltrúum alls var fjölgað um átta. DV spurði Dag um niðurstöður kvöldsins og næstu skref.

Þetta eru slæmar tölur fyrir ykkur er það ekki?

„Ég hef þá aðferð að búa mig undir það versta og þetta er það. Maður verður að vera undirbúinn undir að taka niðurstöðum sem þessum.“

Nú eru Viðreisn komnir í oddastöðu. Sérðu fyrir þér að bæta þeim inn í núverandi samstarf?

„Ég hef sagt það alla kosningabaráttuna að ég vildi sjá núverandi meirihlutaflokka halda áfram, jafn vel með fleiri flokkum sem hugsa líkt og horfa til svipaðrar framtíðar og við. Við höfum góða reynslu af því og gengum til samstarfs við fleiri flokka en þurfti eftir síðustu kosningar. Það hefur reynst mjög vel. Viðreisn er samt ekki eini flokkurinn sem hugsanlegt er að bæta inn í samstarfið, það geta hugsanlega verið fleiri.“

Dagur bendir á viðræðurnar árið 2014 þegar Besti flokkurinn varð að Bjartri Framtíð og Vinstri Grænum og Pírötum var bætt inn í meirihlutasamstarfið.

„Þá bjuggum við til nýjan meirihluta og það þarf að gerast aftur. Við þurfum að búa til nýjan meirihluta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Heimafólk sló „velferðarskjaldborg“ um gesti þjóðhátíðar

Heimafólk sló „velferðarskjaldborg“ um gesti þjóðhátíðar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kom eiginkonunni verulega á óvart með þessari ákvörðun – ,,Heldur betur óvænt“

Kom eiginkonunni verulega á óvart með þessari ákvörðun – ,,Heldur betur óvænt“
433
Fyrir 6 klukkutímum
Donnarumma í fýlu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sýknaður og er nú aftur á óskalista City

Sýknaður og er nú aftur á óskalista City
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Heimtaði alltaf það dýrasta og besta en áttaði sig ekki á stöðunni – ,,Skil hvað mamma mín gekk í gegnum“

Heimtaði alltaf það dýrasta og besta en áttaði sig ekki á stöðunni – ,,Skil hvað mamma mín gekk í gegnum“