fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Rúnar skammar Íslendinga: „Komumst svo að því að þessi maður átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 17. desember 2018 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Ingi Árdal hefur starfað við snjómokstur í um 11 ár og segir hann á Facebook að það sé eitt vanþakklátasta starf sem hann viti um. Í samtali við DV segir hann að pistil hans um þetta erfiða starf hafi vakið mikla athygli. Hann segir marga Íslendinga dónalega og með skítkast við snjómokstursmenn. Færsla Rúnars hefur vakið mikla athygli og hefur fjöldi manns bæði deilt og lækað stöðufærsluna. Eitt dæmi sem hann tekur er af manni sem laug því að hann ætti fatlað barn og því þyrfti að moka sérstaklega vel hjá sér.

„Snjómokstur er vanþakklátasta starf sem ég hef unnið, þarna kynnist maður því hvað fólk getur látið út úr sér við aðra einstaklinga, orð sem ég vona að litla stelpan mín eigi aldrei eftir að læra.Við mokum vitlaust, snjórinn er fyrir, það er ekki mokað nógu vel hjá þessu húsi, af hverju er þessi gata ekki mokuð fyrst og svo framvegis. Svo ég tali nú ekki um það sem fólk skrifar á samfélagsmiðlana. Við mokstursmennirnir ráðum þessu ekki. Það er framkvæmdamiðstöð sem er að kaupa verktakana í vinnu hjá sér og við gerum það sem okkur er sagt að gera,“ segir Rúnar.

Hann segir að sumt fólk hagi sér eins og fífl við snjómokstursmenn. „Ég ásamt fleirum fórum og hjálpuðum konu niðri á Eyri um daginn sem var föst, ég var að moka í næstu götu og nágranni hennar kom og bað mig að ýta með sér sem ég gerði að sjálfsögðu. Hún las mér pistilinn af hverju væri ekki búið að moka hennar götu og svo framvegis. Einhvers staðar þarf að byrja og það er ekki hægt að byrja á götunni hjá öllum því miður sagði ég og hjálpaði svo hinum að ýta og hún komst leiðar sinnar án þess að þakka fyrir sig. Fólk notar miðfingurinn óspart á okkur snjómokstursmennina, treður sér inn í göturnar sem við erum að moka kannski bara til að keyra í gegn þó það sé önnur fær gata við hliðina sem skilar fólki á sama áfangastað, oft fer sami bíllinn margar ferðir í gegn,“ segir Rúnar.

Hann bendir á að menn sem starfa við snjómokstur séu mannlegir. „Einn var svo ósvífinn að segja vinnufélaga mínum að það þyrfti að hreinsa vel hjá sínu húsi, hann ætti fatlað barn. Þetta gerðum við samviskusamlega í mörg ár, í hvert skipti sem gatan var mokuð en komumst svo að því að þessi maður átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn. Við erum allan daginn að taka ákvarðanir, er bíll undir snjónum þarna, er kantsteinninn hérna, hvar er aftur brunnlokið sem stendur uppúr malbikinu þannig maður hangir í beltinu ef maður keyrir á það. Við erum allir þreyttir og mannlegir, gerum mistök og skemmum hluti en varla viljandi er það?,“ segir Rúnar.

Að hans sögn sé mjög misjafnt hvernig Íslendingar bregðast við snjómokstri. „Fólk færir oft ekki bílinn sinn úr götunni þó það sé búið að horfa á mann út um gluggann allan tíman og kemur svo út þegar maður er búinn að brasa allt í kringum bílinn og færir hann aðeins svo hann standi á auðu. Sumir bílar færast aldrei allan veturinn og sumum er ekki hreinsað af þannig maður heldur að þeir séu snjóhaugur. Sem betur fer eru svo aðrir sem koma út á eldingshraða og græja þetta án vandamála. Svo bilar vélin hjá manni, það fer mjög illa með tækin að moka snjó, ef maður er heppinn þá getur maður látið draslið hanga fram að hádegismat og gert við þá og gripið bara ristað brauð á kaffistofunni, annars þarf maður að fara og gera við eins hratt og hægt er og halda svo áfram að moka. Sem betur fer eru aðrir sem eru góðir og kurteisir, við fáum veif, bros eða kannski smáköku í vélina, fólk sem skilur að við erum að gera okkar besta og vel það,“ segir Rúnar og bætir við að lokum:

„Það sem ég vil segja með þessum skrifum er að það liggur ekki alltaf lífið á, það er oft hægt að taka smá krók eða jafnvel bíða bara smá stund. Það verður enginn rekinn úr vinnu þó viðkomandi þurfi að bíða eftir snjómoksturstæki eða ég vona ekki. Verum góð hvort við annað segir einhvers staðar og notum endurskinsmerki. Með ósk um gleðileg og vonandi rauð jól.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Tímamót á Reykjanesskaga: Næst lengsta gosið frá 2021 – Óvissa um framhaldið

Tímamót á Reykjanesskaga: Næst lengsta gosið frá 2021 – Óvissa um framhaldið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“
Fréttir
Í gær

Ragnheiður ánægð að hafa hætt viðskiptum við fyrirtækið

Ragnheiður ánægð að hafa hætt viðskiptum við fyrirtækið
Fréttir
Í gær

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí