fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Fréttir

Flugvél nauðlenti í Kinnafjöllum – Tveir um borð – Tjölduðu til að halda á sér hita

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 1. júní 2018 23:41

Myndin er úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í kvöld eftir að tilkynning barst um flugvél sem hafði nauðlent í Kinnafjöllum, sunnan Skálavatns. Í tilkynningu sem lögreglan á Norðurlandi eystra sendi frá sér nú á tólfta tímanum kemur fram að tveir hafi verið um borð í vélinni og verða þeir fluttir til aðhlynningar á Akureyri.

Tilkynnt var um málið rétt eftir klukkan 21 í kvöld og í fyrstu tilkynningu lögreglu vegna slyssins kemur fram að þeir tveir sem voru um borð séu ekki taldir alvarlega slasaðir. Aðgerðaáætlun flugslysa var virkjð og aðgerðastjórn sett upp á Akureyri og Húsavík. Auk þyrlu Landhelgisgæslunnar voru bjögunarsveitir ræstar út.

Talið er að vélin hafi lent í snjó en um borð voru maður og kona. Flugmenn á lítilli flugvél fóru fljótlega í loftið eftir að tilkynning barst og náðu þeir að sjá fólkið og koma búnaði til þeirra til að þau gætu haldið á sér hita. Tveir björgunarsveitarmenn á vélsleðum sem voru á eigin vegum á ferð á þessu svæði voru sendir í áttina að þeim og náðu þeir að komast fyrstir á staðinn og hlúa að þeim. Fólkið hafði þá tjaldað til að halda á sér hita.

Rannsóknarlögreglumenn frá Akureyri og menn frá Rannsóknarnefnd flugslysa eru byrjaðir að undirbúa vettvangsrannsókn, að sögn lögreglu en fólkið sem var í vélinni er nú á leið til Akureyrar, sem fyrr segir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós
Fréttir
Í gær

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta er samfélag sem byggir mann upp“

„Þetta er samfélag sem byggir mann upp“