fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

19 ára piltur talinn hafa ráðið leigumorðingja sem drap moldríkan föður hans

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 31. maí 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars síðastliðnum var eigandi skartgripaverslunar í Austin í Texas skotinn til bana. Maðurinn sem um ræðir hét Theodore Shaughnessy og hafði hann varið ómældum tíma í að byggja verslunina upp. Erfiðið hafði skilað sér enda var verðmæti verslunarinnar sex milljónir Bandaríkjadala, um 600 milljónir króna.

Í apríl var það svo tilkynnt að sonur Theodore, Nicolas Shaughnessy, myndi taka við versluninni. Nicolas þessi er nítján ára en nú er útlit fyrir að hann muni ekki taka við versluninni. Grunur leikur á að hann og eiginkona hans, Jaclyn Edison, hafi ráðið leigumorðingja til að fremja morðið.

Hjónakornin hafa nú verið ákærð vegna málsins og eiga þau yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði þau fundin sek. Rannsókn málsins hefur verið umfangsmikil og er lögregla viss í sinni sök.

Það var að kvöldi 2. mars síðastliðinn að byssumaður ruddist inn á heimili Shaugnessy-hjónanna. Theodore greip til skotvopns og skaut í átt að manninum, það dugði ekki til og var Theodore skotinn til bana ásamt heimilishundinum. Eiginkona hans, Corey Shaugnessy, slapp ómeidd.

Að sögn saksóknara leiddi rannsókn lögreglu í ljós að Nicolas hafði ítrekað reynt að finna leigumorðingja til að myrða foreldra hans. Talaði hann meðal annars um það í smáskilaboðum til eiginkonu sinnar. Það sem vakti fyrir Theodore var að fá greidda tveggja milljóna dala líftryggingu og viðskiptaveldi foreldranna sem, eins og áður segir, var metið á rúmar 600 milljónir króna.

Að því er bandarískir fjölmiðlar greina frá hefur byssumaðurinn sjálfur ekki verið handtekinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nágrannaerjur um skolplögn sem fór beint niður um mitt loft í íbúð á jarðhæðinni

Nágrannaerjur um skolplögn sem fór beint niður um mitt loft í íbúð á jarðhæðinni
Fréttir
Í gær

Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli

Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli
Fréttir
Í gær

Langar þig að gista frítt á Ibiza? – Þú getur það en það er stór hængur

Langar þig að gista frítt á Ibiza? – Þú getur það en það er stór hængur
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar nefna hvað þeir myndu gera ef þeir ynnu 642 milljónir í Víkingalottóinu

Íslendingar nefna hvað þeir myndu gera ef þeir ynnu 642 milljónir í Víkingalottóinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur hermaður lést í Úkraínu

Íslenskur hermaður lést í Úkraínu