fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Brjánn faðir Birnu: „Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 9. febrúar 2017 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frásögn Ragnhildar Stefánsdóttur af grænlenskri konu sem varð fyrir fordómum hér á landi hefur vakið mikla athygli. Ragnhildur greindi frá því að konan hefði orðið fyrir aðdróttunum vegna þjóðernis og tengdi það við að landi hennar situr í fangelsi, grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur.

Grænlenska konan trúði Ragnhildi fyrir því að í Kringlunni hefðu verið gerð hróp að þeim og vildi hún komast sem fyrst heim til Grænlands. Ragnhildur segir:

„Ætlar fólk virkilega að haga sér svona? Hversu miklir smáborgarar geta sumir verið? Ég er miður mín eftir að hitta þessa konu, skil fullkomlega reiði fólks gagnvart gerandanum en við skulum ekki fordæma heila þjóð.“

Áður hafa fjölmiðlar greint frá því að skipverji hafði orðið fyrir aðkasti hér á landi og verið vísað út úr verslun af tveimur viðskiptavinum.

Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu Brjánsdóttur deildi skrifum Ragnhildar og sagði:

„Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns. Grænlendingar eru vinir okkar og við eigum að efla þann vinskap heldur en hitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Í gær

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel