fbpx
Mánudagur 13.maí 2024
Fréttir

Þjófnaður úr verslunum eykst mikið milli ára

28,6% aukning milli 2014 og 2015 – „Ítrekað sömu kennitölurnar“ – Starfsfólki hótað ofbeldi

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 22. janúar 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2015 bárust daglega þrjár tilkynningar um búðarhnupl til lögreglu. Tölurnar koma lögfræðingi Samtaka verslunar og þjónustu ekki á óvart og að hans mati er áhyggjuefni hvernig farið er með brotin hjá lögreglu og dómstólum. Flestum málum er vísað frá eða þau óbætt. Brotin eru skipulagðari en áður og koma innlendir jafnt sem erlendir aðilar við sögu. Dæmi er um að starfsfólki, sem stendur bíræfna þjófa að verki, sé hótað ofbeldi.

28,6% aukning milli ára

Gríðarlega aukning var á tilkynningum til lögreglu um búðarhnupl milli áranna 2014 og 2015. Árið 2014 bárust lögreglu 841 tilkynning um hnupl en til nóvemberloka árið 2015 höfðu lögreglu borist 1.001 tilkynning. Ekki var búið að taka saman tölur fyrir desember 2015 en ef miðað er við að tilkynningar þann mánuðinn séu á pari við desember 2014, þegar 81 tilkynning barst lögreglu, þá hafa í heildina 1.081 tilvik um búðarhnupl verið tilkynnt til lögreglu árið 2015. Það er aukning um 28,6% milli ára .

6 milljarða tjón á ári

„Þessar tölur koma mér ekki á óvart,“ segir Lárus Ólafsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu. „Þetta er margþætt vandamál. Þessi aukning brota er áhyggjuefni en það er ekki síður slæmt hvernig farið er með brotin hjá lögreglu og í dómskerfinu. Þessi mál eru ekki ofarlega á baugi þar,“ segir Lárus. Hann segir að mörgum málum sé einfaldlega vísað frá en þegar mál á annað borð koma fyrir dóm þá geri stífar formkröfur dómstóla það að verkum að bótakröfum fyrirtækja sé yfirleitt vísað frá, jafnvel þó að fyrir liggi játning í málunum. Verslunareigendur sitji því uppi með tjónið, sem er áætlað yfir 6 milljarðar króna á ári. „Verslanir eru hvattar til þess að kæra en það segir sig sjálft að kerfið er frekar máttlaust ef málunum er í flestum tilvikum vísað frá,“ segir Lárus.

Ítrekað sömu kennitölurnar

Að sögn Lárusar er farið að bera á því að þjófnaðurinn sé þaulskipulagður og koma bæði innlendir og erlendir aðilar við sögu. „Okkar fólk er ítrekað að sjá sama fólkið og er farið að þekkja sumar kennitölur vel. Þessir einstaklingar virðast ekki veigra sér við að snúa aftur á vettvang glæpsins þrátt fyrir að búið sé að kæra þá til lögreglu fyrir þjófnað í sömu verslun,“ segir Lárus. Þá segir hann aukna hörku hafa færst í brotin og starfsfólk, sem stendur þjófa að verki, fær í síauknum mæli hótanir um líkamsmeiðingar.

Til marks um umfangið og aðkomu erlendra aðila má nefna mál frá síðasta ári þegar upp komst um þjófagengi frá Hvíta-Rússlandi. Meðlimir hópsins sóttu um hæli hérlendis og fengu úthlutað húsnæði á meðan mál þeirra yrði tekið fyrir. Hælisumsóknirnar voru eingöngu yfirvarp en raunverulegt markmið hópsins var að hnupla úr búðum hérlendis og senda vörurnar í pósti til Hvíta-Rússlands þar sem góssið var selt á þarlendri vefverslun. Við húsleit lögreglu fannst þýfi að verðmæti 2 milljónum króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíkin Tita var drepin á Laugarási – „Tímaspursmál hvenær þessir hundar ráðast á eitthvað annað“

Tíkin Tita var drepin á Laugarási – „Tímaspursmál hvenær þessir hundar ráðast á eitthvað annað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brottfararstyrkir til umsækjenda um alþjóðlega vernd margfölduðust á síðasta ári

Brottfararstyrkir til umsækjenda um alþjóðlega vernd margfölduðust á síðasta ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auði brugðið við að fylgjast með blindfullum útskriftarnemum dimmitera í miðbænum – „Þar ælir hann og ælir, milli þess sem hann missir meðvitund“

Auði brugðið við að fylgjast með blindfullum útskriftarnemum dimmitera í miðbænum – „Þar ælir hann og ælir, milli þess sem hann missir meðvitund“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rekstur Base Parking virðist vera að sigla í strand

Rekstur Base Parking virðist vera að sigla í strand
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Saka Rússa um að nota efnavopn

Saka Rússa um að nota efnavopn
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd
Fréttir
Fyrir 4 dögum
Eldgosinu er lokið