Skiptir máli að vera öðruvísi

„Það sem mér finnst skipta máli er að gera eitthvað óvenjulegt, koma skemmtilega á óvart og vera öðruvísi.“
Jón Gnarr „Það sem mér finnst skipta máli er að gera eitthvað óvenjulegt, koma skemmtilega á óvart og vera öðruvísi.“
Mynd: Brynja

Flest sem Jón Gnarr tekur sér fyrir hendur vekur athygli landsmanna. Borgarstjórinn fyrrverandi auglýsti á dögunum eftir vinnu á Facebook-síðu sinni. Spurður hvort hann sé búinn að ákveða hvað hann taki sér næst fyrir hendur segist hann ekki vera á þeim stað. Ekkert sé fast í hendi.

„Ég er ekki með nein framtíðarplön, ekki nú frekar en venjulega,“ segir Jón Gnarr. „Eftir að ég hætti sem borgarstjóri hef ég verið viðloðandi Houston í Bandaríkjunum. Þar bauðst mér að kenna kúrs í skapandi skrifum við háskólann. Verkefnið sem ég setti nemendum mínum fyrir var að búa til hugmynd að sjónvarpsþáttum sem áttu að gerast í Houston og fjalla á einhvern hátt um loftslagsbreytingar. Við skrifuðum síðan saman fimm þátta sjónvarpsseríu sem heitir Landfall og gerist á óræðum tímum þegar stór fellibylur skellur á Houston. Svo gerðist einmitt það fyrir skömmu og það var nokkuð skrýtin tilfinning að fylgjast með því.

Við Jóga, konan mín, vorum að gæla við þá hugmynd að ílengjast í Houston. Ég hef verið með atvinnuleyfi í Bandaríkjunum en eftir vandlega umhugsun ákváðum við að við vildum vera hér. Hér líður okkur vel. Ísland er land mitt og heimur. Mér finnst gaman að vera Íslendingur og vera á Íslandi. Það er líka stór munur að vinna á íslensku og ensku. Nonni, yngsti sonur okkar, er tólf ára og á alla vini sína hér og þótt honum þætti gaman í Bandaríkjunum þá saknaði hann Íslands og vildi flytja heim. Svo hefur það alltaf verið mikilvægur hluti af tilveru minni að vera ekki utan garðs. Í útlöndum er ég alltaf utan garðs. Þar er ég skrýtni karlinn frá Íslandi.“

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.