fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Lundur í Hafnarfirði verður tileinkaður Stefáni Karli

Auður Ösp
Föstudaginn 1. september 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn ástsæli Stefán Karl Stefánsson fékk óvænta gjöf í frumsýningarveislu sýningarinnar með Fulla vasa af grjóti í gærkvöldi. Tilkynnti Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri viðstöddum að lítill lundur í Hellisgerði í Hafnarfirði yrði tileinkaður Stefáni en líkt og áður hefur komið fram er Stefán Karl fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og á Hellisgerði sérstakan stað í hjarta hans.

Stefán Karl greinir sjálfur frá þessu á facebooksíðu sinni þar sem hann segir gjöfina vera einhverja þá fallegustu sem hann hefur fengið. Stefán Karl greindist með sjaldgæft krabbamein í fyrra og hefur undanfarna mánuði gengist undir lyfja og geislameðferð. Hlýhugur þjóðarinnar í garð leikarans er augljós og hefur ekki síst komið fram eftir að hann greindi frá því að hann glímdi við illvígan sjúkdóm.

„Í frumsýningarveislunni kvað Þjóðleikhússtjóri Ari Matthíasson sér hljóðs og hélt ræðu þar sem hann þakkaði okkur öllum sem að sýningunni komum fyrir frammistöðuna og lofaði skjót viðbrögð allra enda eru tæpir tveir mánuðir frá því að hugmyndin að þessari „skyndiuppfærslu“ kom fyrst fram við spítalarúmið mitt,“

ritar Stefán Karl og segir þvínæst að Ara hafi tekist að gera hann orðlausan og hrærðan í ræðu sinni þegar hann dró myndaramma upp með mynd úr Hellisgerði í Hafnarfirði.

„Ari hafði haft samband við bæjarstjórann í Hafnarfirði og viðeigandi aðilar innan bæjarinns hafa samþykkt það að ég fái lítinn lund tileinkaðan mér á þessum fallegasta stað Hafnarfjarðar þar sem bæði ég lék mér svo oft sem barn og líka pabbi minn, Stefán Björgvinsson.“

Lundurinn mun hljóta nafnið Stefáns Lundur og vonast Stefán Karl til þess að hann muni sem fyrst fá að gróðursetja þar tré, sem síðan muni fá að ð vaxa og dafna um ókomna tíð.

„Þetta er einhver fallegasta gjöf sem ég hef fengið og ekki síst fyrir þær sakir hversu táknræn hún er því ef það er til eftirlíf þá er það liggur það „hérnameginn“ í því sem við skiljum eftir okkur þegar við förum. Tré er tákn lífs og endurnýjunnar og það er nákvæmlega það sem ég vil að við hugsum um þegar við stöldrum við lundinn,“ ritar Stefán Karl jafnframt, fullur þakklætis.

„Því segi ég, takk Ari Matthíasson og takk Hafnarfjörður fyrir að viðurkenna störf mín með þessum hætti og sýna mér þessa virðingu. Ég er hrærður og stoltur.“

Vill ekki styttu af sér

Líkt og DV greindi frá þann 23.ágúst síðastliðinn hafa ríflega 80 þúsund manns skrifað undir undirskriftalista á heimasíðunni Change.org þar sem yfirvöld eru hvött til að setja upp styttu af honum í heimabæ hans. Stefán Karl kvaðst hins vegar vera andvígur þeim áætlunum og benti meðal annars á að 80 þúsund manns væru álíka margir og þeir sem skrifuðu undir undirskriftalista um að endurreisa heilbrigðiskerfið. Þannig væri hann skyndilega komin í bullandi samkeppni.

Kvaðst hann engu að síður vera þakklátur fyrir hlý orð Adem A, mannsins frá Glasgow sem kom undirskriftasöfnuninni á laggirnar.

„Ég er því að sjálfsögðu fullkomlega andvígur því að vera einhver stytta en vildi gjarnan fá að deila með ykkur því sem Adem segir og í leiðinni minna okkur öll á að það er hægt að hafa áhrif, hvort sem það er á einstaklinga eða stærri hópa ef við erum jákvæð, stöndum saman og gefum af okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir