Gef mig alla í það sem ég er að gera

Komin í nýtt starf og flytur til Varsjár.
Ingibjörg Sólrún Komin í nýtt starf og flytur til Varsjár.
Mynd: Brynja

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er nýr framkvæmdastjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, ODIHR í Varsjá. Hlutverk ODIHR er, eins og nafnið gefur til kynna, að standa vörð um lýðræði og mannréttindi. Ingibjörg Sólrún segir hið nýja starf bæði spennandi og krefjandi. Áður starfaði hún fyrir UN Women, var í Afganistan í tvö ár og þrjú ár í Tyrklandi. Kolbrún Bergþórsdóttir hitti Ingibjörgu Sólrúnu og spurði um nýja starfið, lífið í fjarlægum löndum, pólitíska ferilinn og fleira.

Þegar blaðamaður hitti Ingibjörgu Sólrúnu hafði hún nýlega verið eina viku í Varsjá en hún mun flytjast búferlum þangað í lok mánaðarins. Þar mun hún búa næstu þrjú árin ásamt eiginmanni sínum, Hjörleifi Sveinbjörnssyni. „Varsjá kemur mér skemmtilega á óvart, er miklu fallegri, grænni og vingjarnlegri en maður hefði kannski ætlað,“ segir hún. „Pólverjar eru fjölmenn þjóð sem á óskaplega merkilega menningu og hefur um aldir búið við þau örlög að vera milli tveggja stórvelda sem hafa vaðið yfir hana til skiptis. Pólverjar eiga sér ansi merkilega og dramatíska sögu. Mér hefur stundum fundist að við Íslendingar séum með ákveðna fordóma gagnvart Póllandi og Pólverjum sem er mjög sérstakt. Það er fráleitt að setja sig á háan hest gagnvart þeim.“

Í vikuferð sinni til Varsjár kynnti Ingibjörg Sólrún sér stofnunina sem hún mun nú veita forstöðu. „Mér finnst gríðarlega áhugavert að kynnast þessari stofnun, sem ég þekkti áður bara utan frá. Þarna starfa um 180 einstaklingar frá 40 þjóðlöndum með mismunandi bakgrunn. Þetta er fagfólk sem virðist afar heilt í því sem það er að gera og hefur brennandi áhuga á að vinna að því að tryggja borgaraleg réttindi fólks og gerir sér grein fyrir mikilvægi lýðræðislegrar þróunar. Ég held að það verði mjög gaman að vinna með þessu fólki.“

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.