fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Rokkað af krafti í Hafnarfirði

Dimma og Úlfur Úlfur troða upp ásamt fleiri sveitum

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 20. ágúst 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rokkhátíðin Rokk í Hafnarfirði var haldin föstudaginn 11. ágúst síðastliðinn fyrir utan og inni á Ölstofu Hafnarfjarðar í Flatahrauni. Fjölmargar sveitir tróðu upp við mikinn fögnuð viðstaddra. Ceasetone, Dimma, Kiriyama Family, Paunkholm, Úlfur Úlfur, LITH, Berndsen, Babies flokkurinn og Faith no more sáu um að spila hver á fætur annarri.

Fjörið hófst utandyra kl. 18 þegar Ceasetone steig á stokk og sló Úlfur Úlfur botninn í útitónleikana. LITH tók svo við innandyra og Babies flokkurinn lauk tónleikunum um klukkan 4 aðfararnótt laugardags. Þetta er þriðja árið í röð sem Rokk í Hafnarfirði fer fram og er hátíðin vel heppnuð. Áhugaverðir og skemmtilegir tónleikar sem vonandi eru komnir til að vera.

Helgi Sæmundur Guðmundsson og Arnar Freyr Frostason eru Úlfur Úlfur. Áhorfendur tóku virkan þátt í viðlögum helstu smella sveitarinnar.
Úlfar í fjöri Helgi Sæmundur Guðmundsson og Arnar Freyr Frostason eru Úlfur Úlfur. Áhorfendur tóku virkan þátt í viðlögum helstu smella sveitarinnar.
Stella Ólafsdóttir og Jenný Lovísa Árnadóttir úr Grindavík voru hæstánægðar með Rokk í Hafnarfirði.
Stefán og stelpurnar Stella Ólafsdóttir og Jenný Lovísa Árnadóttir úr Grindavík voru hæstánægðar með Rokk í Hafnarfirði.
Berndsen voru þéttir og flottir á sviðinu innandyra.
Fjörið færist inn fyrir Berndsen voru þéttir og flottir á sviðinu innandyra.
Berglind Kolbeinsdóttir og Eiríkur Bjarki Jóhannesson brostu sína blíðasta undir rokkinu.
Rokkað par Berglind Kolbeinsdóttir og Eiríkur Bjarki Jóhannesson brostu sína blíðasta undir rokkinu.
Ólöf Erla Einarsdóttir, grafískur hönnuður og eigandi SVART, Sólrún Björg Bjarnadóttir, sem starfar hjá SVART og Daníel Wirkner, nemi í gullsmíði hjá Gullkistunni.
Þrjú hæfileikarík Ólöf Erla Einarsdóttir, grafískur hönnuður og eigandi SVART, Sólrún Björg Bjarnadóttir, sem starfar hjá SVART og Daníel Wirkner, nemi í gullsmíði hjá Gullkistunni.
Maður þarf ekki að vera hár í loftinu til að mæta á rokktónleika, enda er rokkið fyrir alla. Mæðginin Sunna Björg Ragnarsdóttir og Fannþór Óðinn, sem er 7 mánaða, nutu tónlistarinnar.
Smár rokkaðdáandi Maður þarf ekki að vera hár í loftinu til að mæta á rokktónleika, enda er rokkið fyrir alla. Mæðginin Sunna Björg Ragnarsdóttir og Fannþór Óðinn, sem er 7 mánaða, nutu tónlistarinnar.
Nafnarnir Stefán Örn Stefánsson og Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu, setja upp rokktakta fyrir myndatöku.
Nafnar í stuði Nafnarnir Stefán Örn Stefánsson og Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu, setja upp rokktakta fyrir myndatöku.
Vinnufélagarnir og vinirnir Davíð Björgvinsson og Sigurþór Guðmundsson brunuðu í Hafnarfjörðinn á mótorhjólum.
Mættu á mótorhjólunum. Vinnufélagarnir og vinirnir Davíð Björgvinsson og Sigurþór Guðmundsson brunuðu í Hafnarfjörðinn á mótorhjólum.
Það var góð mæting og góð stemning í Flatahrauninu.
Góð stemning Það var góð mæting og góð stemning í Flatahrauninu.
Helga Dóra, er jafnan titluð Big Bad Mama hjá hljómsveitinni Dimmu. Hún sér um sölu á varningi sveitarinnar og er jafnframt einn af aðstandendum Eistnaflug hátíðarinnar.
Big Bad Mama Helga Dóra, er jafnan titluð Big Bad Mama hjá hljómsveitinni Dimmu. Hún sér um sölu á varningi sveitarinnar og er jafnframt einn af aðstandendum Eistnaflug hátíðarinnar.
Brynjar Klemensson og Jón Ingi Jóhanneson voru rokkaralegir á hátíðinni.
Tveir vinir og annar með hatt Brynjar Klemensson og Jón Ingi Jóhanneson voru rokkaralegir á hátíðinni.
Stella Ólafsdóttir, Jenný Lovísa Árnadóttir, Stefán Örn Stefánsson, Berglind Kolbeinsdóttir og Eva María Sigurðardóttir voru eldhress og ánægð með rokkið.
Fimm frækin Stella Ólafsdóttir, Jenný Lovísa Árnadóttir, Stefán Örn Stefánsson, Berglind Kolbeinsdóttir og Eva María Sigurðardóttir voru eldhress og ánægð með rokkið.
Stefán söngvari Dimmu bregður á leik á meðan aðrir meðlimir sveitarinnar spila.
Brugðið á leik Stefán söngvari Dimmu bregður á leik á meðan aðrir meðlimir sveitarinnar spila.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð