fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

„Ég varð kokkur á Sigurbjörgu og endaði með þeim í Barentshafi“

Inga Sæland segir frá sjómennskunni og söngnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 13. ágúst 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Já, ég hef brallað margt þótt ég hafi aðallega verið heimavinnandi. Eitt sinn vantaði kokk á Ólaf Bekk. Edda vinkona var í heimsókn á Ólafsfirði og var til í að líta eftir börnunum fyrir mig á meðan ég skellti mér á sjóinn. Við fórum á Halann og mokfiskuðum. Bóndinn var þá á Sigurbjörginni og hafði farið út tveimur dögum á undan mér en ég kom á undan honum í land og með miklu hærri hlut!“

Inga tók síðan upp þráðinn í sjómennskunni löngu seinna, eða fyrir rúmlega áratug: „Ég varð kokkur á Sigurbjörgu og endaði með þeim í Barentshafi þrátt fyrir að halda að ég væri einungis að fara í hefðbundinn þriggja vikna túr hér á heimamiðum. Þetta var 40 daga úthald og ég var ein að elda ofan í 29 frábæra karla. Ég var hrikalega sjóveik á þessum tíma. Sem betur fer var spegilsléttur sjór í Barentshafinu en hvar sem hreyfði sjó varð ég veik. Strákarnir um borð voru rosalega hjálplegir. Það var ekkert grín fyrir mig svona sjónskerta að fara niður í frystinn og prika yfir allar rennurnar sem voru í veginum, en þeir voru svo sannarlega duglegir að sækja í matinn fyrir mig enda vildu þeir auðvitað fá að borða. Þegar ég var búin að vera þarna í um þrjár vikur þá var ég alveg tilbúin að búa þarna áfram. Mannskepnan er ótrúlega aðlögunarhæf og mér var farið að líða vel um borð. Okkur varð nú ekki um sel þegar öryggiseftirlitsmennirnir frá Murmansk stigu um borð með alvæpni. En við tókum vel á móti þeim og þeir gáfu skippernum glæsilega offiserahúfu og flösku af rússneskum vodka sem hann er ekki enn búin að opna. Þetta var ofsalega gaman – sérstaklega í endurminningunni. Ég hefði alveg verið til í annan túr.“

Eins og áður hefur komið fram hefur Inga verið sísyngjandi frá barnsaldri en hún hefur aldrei lært söng. Núna er nýkominn á Youtube baráttusöngur Flokks fólksins, Einn fyrir alla. Lagið er eftir Birgi Jóhann Birgisson. Blaðamaður hlýddi á lagið rétt fyrir viðtalið og óhætt er að segja að Inga syngur ljómandi vel. Við dveljumst ekki lengi við sönginn í spjalli okkar en það kemur fram að hún söng með nokkrum hljómsveitum á Ólafsfirði á unga aldri og tók síðan þátt í X-Factor árið 2006 þar sem henni vegnaði mjög vel og endaði í fjórða sæti. Inga segist hins vegar engan áhuga hafa á að taka þátt í slíku ævintýri aftur þó að alltaf finnist henni jafn gaman að syngja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun