fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

„Náttúran og fyrirmyndir mínar gefa mér innblástur“

Soffía Björg semur tónlist í æskuheimilinu í Borgarfirði

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 1. ágúst 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan, laga- og textahöfundurinn Soffía Björg Óðinsdóttir er fædd og uppalin í átta systkina hópi á bænum Einarsnesi í Borgarfirði. Þó að tónlistin hafi alltaf gegnt stóru hlutverki á heimilinu ætlaði Soffía Björg að verða rithöfundur þegar hún var barn og pældi ekki í tónlist fyrr en hún varð 19 ára. Í dag semur hún eigin lög og texta og flytur á tónleikum, milli þess sem hún fræðir ferðalanga um ísgöngin á Langjökli.

„Ég tók píanótíma sem barn, en svo pældi ég í raun ekkert meira í tónlist fyrr en ég varð 19 ára,“ segir Soffía Björg. „Ég fór í söngtíma árið 2006 og eftir þá hélt ég áfram í tónlistinni og kláraði tónsmíðanám í Listaháskólanum árið 2014. Eftir það hef ég verið að semja og koma fram og syngja.

Soffía Björg semur bæði eigin lög og texta og gaf plötuna Soffía Björg út á rafrænu formi í byrjun ársins. „Mig langar að gefa hana út á disk og plötu, en er ekki að flýta mér að því. Núna er ég frekar að fylgja henni eftir og koma fram og syngja,“ segir Soffía Björg, sem er jafnframt komin með nóg af efni til að gefa út aðra plötu og rúmlega það.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=QHzIQVdfTWA?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Lagið I Lie. Uppsetning Soffíu Bjargar og félaga og sviðsmyndin minnir um margt á myndbönd Bítlana, enda segir Soffía Björg að það hafi verið hugmyndin.

Meðan að Soffía Björg og blaðamaður tala saman er hún að keyra frá heimili sínu að Langjökli þar sem hún hefur unnið í eitt ár í hlutastarfi við að kynna og sýna ferðamönnum ísgöngin. Hún segir það lítið mál að keyra oft langar vegalengdir í nokkra tíma, bæði til að koma fram á tónleikum og að keyra til Reykjavíkur. „Það er ekkert mál að keyra á milli, ég bý úti á landi og keyri reglulega til Reykjavíkur og þetta er orðinn vani. Það er líka skemmtilegra að keyra úti á landi en í Reykjavík, maður er mun frjálsari.“

Hún hitaði upp fyrir Ásgeir Trausta á tvennum tónleikum hans í byrjun júlí á Hvammstanga. „Það var gaman að hita upp fyrir Ásgeir, þetta er band sem er búið að ferðast og spila um allan heim og ég fann fyrir pínu fiðringi að koma fram. Stemningin var líka alveg frábær og hlý, enda er Hvammstangi heimavöllur Ásgeirs.“

Soffía Björg hitaði upp á tónleikum sem Ásgeir Trausti hélt í byrjun júlí á Hvammstanga.
Hitaði upp fyrir Ásgeir Trausta Soffía Björg hitaði upp á tónleikum sem Ásgeir Trausti hélt í byrjun júlí á Hvammstanga.

Sannkölluð sveitastelpa og tónelsk fjölskylda

Soffía Björg er sveitastelpa, fædd og alin upp í stórum systkinahópi á bænum Einarsnesi í Borgarfirði. Hún flutti til Reykjavíkur þegar hún fór í nám 19 ára gömul og bjó í Reykjavík í tíu ár, þar sem hún stundaði nám við þrjá tónlistarskóla.

„Það er frábært að búa hérna, umhverfið ermjög fallegt og ég fæ innblástur frá nátturunni og líður best hér. Það er frábært að geta unnið heima,“ segir Soffía Björg, sem er með sína æfingaaðstöðu í sólstofunni. Sumum hentar ekki að vinna heima og fara að gera allt annað en vinna, en Soffía Björg segir svo ekki vera í sínu tilviki. „Það er meira sem tosar í mann í Reykjavík, meira áreiti og ónæði. Ég sæki frekar í að vinna og semja heima og við hér erum vön því að hafa líf í húsinu.

Soffía Björg horfi á náttúrufegurðina við Einarsnes alla daga og segir hana veita sér mikinn innblástu í tónlistinni.
Náttúran er innblástur Soffía Björg horfi á náttúrufegurðina við Einarsnes alla daga og segir hana veita sér mikinn innblástu í tónlistinni.

Fjölskyldan er svo sannarlega tónelsk, systkinin spila öll á hljóðfæri eða syngja, þó að þau vinni ekki við tónlistina. Bræður Soffíu hafa komið sér fyrir í bílskúrnum þar sem þeir semja rokktónlist. Móðir hennar, Björg Karitas Bergmann Jónsdóttir, er sópransöngkona og faðir hennar, Óðinn Sigþórsson, er nýfarinn að semja lög.

„Pabbi tók upp á því fyrir ári síðan að semja lög og mamma er sópran og með svakalegan kraft. Við höfum sungið saman á þorrablótum og þegar við syngjum saman hlið við hlið, þá heyrist ekkert í mér,“ segir Soffía Björg og hlær.

Móðuramma Soffíu Bjargar, Soffía Karlsdóttir, var vinsæl revíusöngkona fyrr á árum. „Það er gott að hafa fyrirmyndir, því meiri innblástur fær maður.“

Fjölskyldan er stór, en Soffía Björg á sjö systkini. Hún, Þórarinn Halldór bróðir hennar, og foreldrarnir, Björg Karitas Bergmann Jónsdóttir og Óðinn Sigfússon voru heima þegar ljósmyndara bar að garði.
Hluti stórrar fjölskyldu Fjölskyldan er stór, en Soffía Björg á sjö systkini. Hún, Þórarinn Halldór bróðir hennar, og foreldrarnir, Björg Karitas Bergmann Jónsdóttir og Óðinn Sigfússon voru heima þegar ljósmyndara bar að garði.
Faðir Soffíu Bjargar, Óðinn, er nýlega farinn að semja lög. „Þegar þú ert með fólk að semja í kringum þig þá fer maður að prófa sjálfur.“
Pabbinn farinn að semja lög Faðir Soffíu Bjargar, Óðinn, er nýlega farinn að semja lög. „Þegar þú ert með fólk að semja í kringum þig þá fer maður að prófa sjálfur.“

Feimið barn sem steig á svið

Soffía Björg er miðjubarnið, „feimna, hrædda miðjubarnið sem braust út í tónlist,“ eins og hún segir sjálf. En af hverju fer feimin manneskja upp á svið að flytja tónlist fyrir framan hóp af fólki? „Ég gæti ekki hugsað mér aðra vinnu þó hún sé krefjandi og ég er búin að vera í sjálfsskoðun í mörg ár.“

Soffía Björg ætlaði þegar hún var 10 ára að verða rithöfundur og segir hún að það sé eina starfið sem hún man eftir að hafa ákveðið sem barn. Segja má að sú ákvörðun hafi ræst, þó á annan máta sé, því lög og textar segja hlustendum sögurr, þó að það sé á öðru formi.

„Ástæðan fyrir að ég fór að semja var sú að mér leiddist svo að syngja alltaf það sama, það var alltaf verið að kenna sömu lög í söngskólanum. Ég fann ég þurfti breytingu, lærði á gítar 2010 af því mig vantaði hljóðfæri fyrir sjálfa mig og stuttu seinna spilaði ég mína fyrstu tónleika og svo rúllar þetta áfram og í dag er ég komin á stað sem ég gat ekki ímyndað mér að vera komin á.“

Aðspurð hvort að feimna sveitastelpan fari í annan karakter þegar hún kemur fram, segir Soffía Björg svo ekki vera. „Ef ég ætla að setja upp einhvern karakter þá þarf ég að nota hann í gegnum allan ferilinn og ég hugsa að það yrði bara erfitt. Í dag er ég farin að vera kærulausari og er bara ég sjálf þegar ég kem fram.“

Soffía Björg er með æfingaaðstöðu í sólstofunni á Einarsnesi og segir að það sé frábært að geta unnið heima.
Æfingaaðstaðan er heima Soffía Björg er með æfingaaðstöðu í sólstofunni á Einarsnesi og segir að það sé frábært að geta unnið heima.

Hvað er framundan?

Soffía Björg og hljómsveitin hennar, sem Pétur Ben, Kristófer Rodrigues og Ingibjörg Elsa Turchi skipa, fóru til Los Angeles að spila árið 2016 og í janúar á þessu ári spiluðu þau í Hollandi. Næst á dagskrá er Icelandic Airwaves í nóvember næstkomandi. Og segir Soffía Björg að hún muni væntanlega spila á tónleikum í ágúst líka. „Næsta ár er mjög spennandi líka og mikið um tónleika og spilamennsku þá. Mið langar að færa tónlistina mína meira, fara með hana til fleiri landa og flytja hana fyrir fleira fólk. Fá reynsluna að ferðast og túra, það gefur manni svo mikið og er svo hollt.“

Það er bara dásamlegt að vera til, sérstaklega þegar maður ákveður það. Ég hef fundið að um leið og ég verð neikvæð í garð tónlistarinnar þá gerist ekkert. En þegar ég er jákvæð og sleppi takinu, þá gerist það sem á að gerast,“ segir Soffía Björg.

Það á því sama við hjá Soffíu Björg sem og öðrum að jákvæð orka skilar manni langt og þangað sem manni er ætlað að fara, hvort sem maður er sveitastelpa að semja tónlist í sveitasælunni í Borgarfirðinum eða einhver annar.

Lögin hennar Soffíu Bjargar og frekari upplýsingar má finna á Facebooksíðu hennar

Soffía Björg er fædd og uppalin að Einarsnesi, flutti að heiman til Reykjavíkur í tíu ár, en er núna komin aftur heim og unir sér vel í nátturufegurðinni í Borgarfirðinum.
Heimilið Einarsnes Soffía Björg er fædd og uppalin að Einarsnesi, flutti að heiman til Reykjavíkur í tíu ár, en er núna komin aftur heim og unir sér vel í nátturufegurðinni í Borgarfirðinum.
Soffía Björg spilar á fleiri en eitt hljóðfæri, hún lærði á píanó sem barn og byrjaði að læra á gítar árið 2010.
Spilar á fleiri en eitt hljóðfæri Soffía Björg spilar á fleiri en eitt hljóðfæri, hún lærði á píanó sem barn og byrjaði að læra á gítar árið 2010.
Bræður Soffíu, þar á meðal Þórarinn Halldór, hafa útbúið æfingaaðstöðu í bílskúrnum, þar sem þeir semja og spila rokktónlist. „Þeir spila aðeins harðari tónlist en ég.“
Bræðurnir eru í rokkinu Bræður Soffíu, þar á meðal Þórarinn Halldór, hafa útbúið æfingaaðstöðu í bílskúrnum, þar sem þeir semja og spila rokktónlist. „Þeir spila aðeins harðari tónlist en ég.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun