fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Tómas: „Hún segist vera búin að fá upp í kok af mér en hefur samt aldrei hitt mig“

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 25. júlí 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Guðbjartsson, prófessor í skurðlækningum við Háskóla Íslands, er einn af þekktari læknum landsins. Hann er venjulega kallaður því vinalega heiti Lækna-Tómas. Kolbrún Bergþórsdóttir hitti Tómas og ræddi við hann um læknastarfið, náttúruvernd, pólitík og fleira.

„Það gefur mér gríðarlega orku. Ég er í starfi þar sem er mikið álag, ég vinn mikið og er á tíðum næturvöktum, oft þriðju eða fjórðu hverja nótt. Þess vegna er frábært að koma sér í allt annað umhverfi og helst að sofa í tjaldi. Ég kalla mig tjaldfíkil og sef aldrei betur en í tjaldi.

Oft erum við hjónin ekki að ferðast ein, heldur tökum með okkur vini og kunningja. Það má segja að ég fari að stunda trúboð þegar ég sýni fólki staði sem eru ekki alveg við þjóðveginn. Það gefur mér mjög mikið að vera með fólki á spennandi stöðum í íslenskri náttúru og skynja hrifningu þess.“

Sefur aldrei betur en í tjaldi.
Segist vera tjaldfíkill Sefur aldrei betur en í tjaldi.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hugsað í lengra samhengi

„Á Facebook hafa verið skrifaðir ótrúlegustu hlutir um mig, ég kallaður asni og fífl og þaðan af verra."

Nýleg ferð Tómasar til Vestfjarða rataði í fjölmiðla eftir að Tómas birti mynd af sér við Rjúkandifoss á Facebook og spurði: „Viljum við fórna svona perlu fyrir megavött til stóriðju? Það væri brjálæði… Við þurfum að skila svona perlum til næstu kynslóða, ekki HS Orku eða Vesturverks.“ Fjöldi deildi þessum pósti Tómasar, en ekki voru allir sáttir. Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, Hafdís Gunnarsdóttir, sagðist vera komin með upp í kok af fólki eins og Tómasi sem kæmi í heimsókna á Vestfirði í nokkra daga á ári og berðist gegn framkvæmdum.

Tómas segist aðspurður hafa miklar áhyggjur af stóriðjuframkvæmdum. „Á 70 árum hafa víðernin á Íslandi minnkað um 70 prósent. Í dag eru 40 prósent af yfirborði Ísland víðerni og sá hluti landsins er að mínum dómi hvað verðmætastur. Ég hugsa þessi mál í miklu lengra samhengi en bara fyrir mig og börnin mín. Ég er afi þriggja mánaða drengs og mig langar til að hann, hans börn og barnabörn upplifi ósnortna náttúru eins og er að finna á Ströndum og Hornströndum.

Alla mína tíð hef ég brunnið fyrir náttúruvernd og ég lít ekki á þá baráttu sem tapað spil. Ég kalla þá stóriðjustefnu sem við höfum verið að horfa upp á virkjanaáráttu. Ég skynja gríðarlega breytingu hjá ungu fólki í dag miðað við eldri kynslóðir. Þannig að það er kominn byr í seglin. Náttúruverndarsinnar hafa líka fengið góða hjálp með tilkomu ferðamannaiðnaðarins sem er orðinn mikilvægasta atvinnugreinin á Íslandi. Erlendir ferðamenn sækja í óspillta náttúru.“

Mynd sem vakti athygli

„Langoftast þegar ég er ekki í vinnunni þá er ég uppi á fjöllum."
Fær orku úr náttúrunni „Langoftast þegar ég er ekki í vinnunni þá er ég uppi á fjöllum."

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þú hefur ekki áhyggjur af því að náttúruverndarsjónarmið verði undir hjá stjórnvöldum?

„Ég held að þetta eigi eftir að breytast með yngri kjósendum og breyttum áherslum. Unga fólkið hefur aðra forgangsröðun og staldrar meira við en mín kynslóð og þær eldri gerðu. Það kann betur að meta það sem er í kringum það. Ég fæ tækifæri til að skyggnast inn í þennan hugarheim því ég er prófessor við læknadeildina og er svo lánsamur að kenna tugum lækna- og hjúkrunarnema á hverju ári.“

Um orð varaþingsmanns Sjálfstæðisflokksins segir Tómas: „Hún segist vera búin að fá upp í kok af mér en hefur samt aldrei hitt mig. Hún tók mjög sterkt til orða og fyrir vikið varð til fjölmiðlamál. Ég var vissulega að vonast til að fá viðbrögð við ferð minni, það var að hluta til tilgangurinn með því að fara á þessum tímapunkti í góða veðrið sem var á Ströndum. Ég átti samt aldrei von á viðbrögðum eins og þessum. Í rauninni gerði hún mér greiða því ég vildi fá sjónarmið náttúruverndarsinna inn í umræðu þar sem mér fannst þeirra sjónarmið hafa orðið mjög undir. Umræðan breyttist eftir Facebookfærslu þar sem ég birti mynd sem ég tók af mér við rjúkandi foss sem ég var að koma að í fyrsta sinn á ævinni. Þessi mynd lýgur ekki og margir áhugaljósmyndarar hafa komið að máli við mig og lýst yfir áhuga á að koma þangað og skoða þennan foss og aðra á svæðinu. Nú eru aðrar áherslur í umræðu um virkjun á þessu svæði. Ég skynja að þeim sem eru virkjanamegin þyki sú umræða óþægileg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta