fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Kartöflur eru kræsingar – ný uppskera komin

Sölufélag Garðyrkjumanna með boð í gömlu kartöflugeymslunum

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 23. júlí 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni nýrrar kartöfluuppskeru í verslanir og á veitingaborð landsmanna bauð Sölufélag garðyrkjumanna fjölmiðlafólki upp á að smakka nýju uppskeruna. Landsliðskokkarnir Ylfa Helgadóttir á Kopar og Georg Arnar Halldórsson á Sumac sáu um að elda kartöflurnar á nýstarlegan og gómsætan máta.

Valið á staðsetningu er táknrænt, en kartöflugeymslurnar voru teknar í notkun 1. október 1946, en þá réðst Jóhannes G. Helgason, athafnamaður í Reykjavík, í það verkefni að kaupa sjö bragga af bandaríska hernum sem staðsettir voru í Hvalfirði, flutti þá til Reykjavíkur og gróf þá inn í Ártúnsbrekkuna. Þar hefur framhlið þeirra verið sýnileg þeim vegfarendum sem um Ártúnsbrekkuna fara síðan.

Nú standa yfir miklar framkvæmdir í kartöflugeymslunum, en eigandinn og innanhússarkitektinn Kristinn Brynjólfsson mun opna þar hönnunar- og listamiðstöð ásamt glæsilegum veitingastað. Stefnt er að opnun í október og nánar má fræðast um verkefnið á hlm.is.

Á heimasíðunum sfg.is og matartiminn.is má fræðast meira um kartöflur, finna kartöfluuppskriftir og fleira.

Útvarpsmennirnir Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll Ágústsson ásamt Gunnlaugi Karlssyni framkvæmdastjóra SFG voru kampakátir með uppskeruna og fóru útvarpsmennirnir heim með poka.
Kampakátir með kartöflur Útvarpsmennirnir Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll Ágústsson ásamt Gunnlaugi Karlssyni framkvæmdastjóra SFG voru kampakátir með uppskeruna og fóru útvarpsmennirnir heim með poka.
Hjónin Anna Guðbergsdóttir og Kristján Gestsson hafa ræktað kartöflur í yfir 40 ár  á Forsæti IV í Flóahreppi.
Kartöflubændur Hjónin Anna Guðbergsdóttir og Kristján Gestsson hafa ræktað kartöflur í yfir 40 ár á Forsæti IV í Flóahreppi.
Hjónin Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson alltaf brosmildir og flottir. Vinur þeirra Kjartan Steindórsson, sem er búsettur í Þýskalandi, mætti með til að gæða sér á íslensku kartöflunum. Albert og Bergþór standa nú í „ströngu“ við að baka og smakka uppskriftir fyrir kökubækling Nóa Siríus, sem Albert sér um í ár.
Gæðadrengir Hjónin Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson alltaf brosmildir og flottir. Vinur þeirra Kjartan Steindórsson, sem er búsettur í Þýskalandi, mætti með til að gæða sér á íslensku kartöflunum. Albert og Bergþór standa nú í „ströngu“ við að baka og smakka uppskriftir fyrir kökubækling Nóa Siríus, sem Albert sér um í ár.
Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri SFG og Kristinn Brynj­ólfs­son inn­an­húss­arki­tekt og eig­andi hússins buðu gesti velkomna, sögðu frá uppskerunni og þeim framkvæmdum sem nú eiga sér stað í kartöflugeymslunum í Ártúnsholti.
Framkvæmdamenn Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri SFG og Kristinn Brynj­ólfs­son inn­an­húss­arki­tekt og eig­andi hússins buðu gesti velkomna, sögðu frá uppskerunni og þeim framkvæmdum sem nú eiga sér stað í kartöflugeymslunum í Ártúnsholti.
Kristín Linda Sveinsdóttir markaðsstjóri og Birgir R. Reynisson matreiðslumaður hjá SFG tóku vel á móti gestum og fræddu þá um kartöflur og uppskeruna.
Fulltrúar SFG Kristín Linda Sveinsdóttir markaðsstjóri og Birgir R. Reynisson matreiðslumaður hjá SFG tóku vel á móti gestum og fræddu þá um kartöflur og uppskeruna.
Ylfa Helgadóttir yfirmatreiðslumeistari á Kopar og Georg Arnar Halldórsson matreiðslumaður á Sumac töfruðu fram kartöflukræsingar af fagmennsku.
Meistaramatreiðslumenn Ylfa Helgadóttir yfirmatreiðslumeistari á Kopar og Georg Arnar Halldórsson matreiðslumaður á Sumac töfruðu fram kartöflukræsingar af fagmennsku.
Þorbjörn Þórðarson Stöð 2 tekur viðtal við Kristján Gestsson kartöflubónda.
Viðtal á mynd Þorbjörn Þórðarson Stöð 2 tekur viðtal við Kristján Gestsson kartöflubónda.
Georg Arnar Halldórsson matreiðslumaður á Sumac og meðlimur Kokkalandsliðs Íslands bauð upp á annars vegar kartöflur með sambal chilisósu og möndlum og hinsvegar með brenndu smjöri og hangikjötsfroðu.
Kartöflur í nýjum búningi Georg Arnar Halldórsson matreiðslumaður á Sumac og meðlimur Kokkalandsliðs Íslands bauð upp á annars vegar kartöflur með sambal chilisósu og möndlum og hinsvegar með brenndu smjöri og hangikjötsfroðu.
Kjartan og Gunnlaugur líta ekki upp frá kræsingunum, meðan þeir spjölluðu um daginn og veginn.
Kartöfluspjall Kjartan og Gunnlaugur líta ekki upp frá kræsingunum, meðan þeir spjölluðu um daginn og veginn.
Einar Bárðarson, Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll Ágústsson eru allir miklir grallarar og brugðu á leik fyrir ljósmyndarann.
Brugðið á leik Einar Bárðarson, Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll Ágústsson eru allir miklir grallarar og brugðu á leik fyrir ljósmyndarann.
Kartöflur með sambal chilisósu og möndlum að hætti Georgs Arnars.
Kartöfluréttur Georgs Arnars Kartöflur með sambal chilisósu og möndlum að hætti Georgs Arnars.
Einar Bárðarson og Ásgeir Páll Ágústsson eru með tvö flottustu kartöflunef landsins eins og Einar henti fram í gríni.
Tveir vinir Einar Bárðarson og Ásgeir Páll Ágústsson eru með tvö flottustu kartöflunef landsins eins og Einar henti fram í gríni.
Ylfa Helgadóttir yfirmatreiðslumeistari á Kopar bauð upp á kartöfupressu. Kartöflunum er velt upp úr söldufti og smjöri, settar í box og pressaðar niður, undir er smjördeigspizza með gráðosti, döðlum og sveppum, sveppakrem og sinnep.
Kartöfluréttur Ylfu Ylfa Helgadóttir yfirmatreiðslumeistari á Kopar bauð upp á kartöfupressu. Kartöflunum er velt upp úr söldufti og smjöri, settar í box og pressaðar niður, undir er smjördeigspizza með gráðosti, döðlum og sveppum, sveppakrem og sinnep.
Kokkarnir Ylfa og Georg elduðu gómsætar kræsingar fyrir gesti, sem voru bæði fallegar fyrir augað og góðar í munni.
Kokkað af list Kokkarnir Ylfa og Georg elduðu gómsætar kræsingar fyrir gesti, sem voru bæði fallegar fyrir augað og góðar í munni.
Gestir voru leystir út með góðri gjöf, nýrri uppskeru á íslenskum kartöflum.
Ný uppskera Gestir voru leystir út með góðri gjöf, nýrri uppskeru á íslenskum kartöflum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar