Bónusferð endaði á Barnaspítalanum

Alexander, 18 mánaða, slasaðist í rúllustiga í Holtagörðum - Ókunnug kona kom honum til bjargar

Þakklát fyrir að ekki fór verr.
Alexander og Sigríður Þakklát fyrir að ekki fór verr.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Þetta gerðist svo hratt,“ segir Sigríður Júlía Wium Hjartardóttir en mánudaginn 10. júlí síðastliðinn slasaðist 18 mánaða sonur hennar þegar hann datt í rúllustiga í Holtagörðum. Sigríður, sem á þrjá fjöruga drengi, var stödd í Holtagörðum þar sem hún ætlaði að kaupa í matinn Bónus. Slysið bar að með þeim hætti að rétt á meðan Sigríður var að sinna öðrum eldri syni sínum, sem klemmdi sig á leikkastala á ganginum við rúllustigann, komst Alexander óséður að rúllustiganum. Alexander hljóp um það bil hálfan metra upp stigann áður en hann hrasaði og festi fingurna á milli stigans og handriðsins. „Stiginn stoppaði ekki heldur færðist Alexander með honum aftur niður á meðan puttarnir urðu eftir. Einn puttinn fór lengra ofan í og festist. Það var hryllingur að horfa upp á þetta.“

Slysin gera ekki boð á undan sér

Sigríður kveðst seint gleyma augnablikinu þegar hún sá Alexander fastan í stiganum. „Nokkrum sekúndum áður hafði hann staðið alveg uppi við mig. Ég hélt að hann stæði enn þar. Það næsta sem ég heyri er að hann æpti af sársauka.“ Snör viðbrögð ókunnugrar konu, sem var í rúllustiganum þegar Alexander datt, og hjálpaði Sigríði að hlúa að honum, gerðu að verkum að Alexander komst hratt og örugglega undir læknishendur. Sigríður náði fingrum Alexanders upp úr opinu. Hún sá þó fyrst um sinn ekki hversu mikið slasaður Alexander var þar sem það blæddi töluvert úr sárinu. „Konan tók Alexander í fangið á meðan ég fór að sækja servíettur til að stöðva blæðinguna. Þetta var alls ekki huggulegt.“

Leitar að bjargvættinum

Á meðan Sigríður sinnti Alexander sem var orðinn útataður í blóði hringdi konan á sjúkrabíl. „Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir viðbrögð þessarar konu. Ekki aðeins stóð hún eins og klettur við hlið mér á meðan ég sinnti Alexander heldur hjálpaði hún mér með hina tvo strákana á meðan sjúkrabíllinn var á leiðinni og leit eftir þeim þangað til pabbi þeirra kom að ná í þá á meðan ég fór í sjúkrabílnum með litla. Ég veit ekki einu sinni hvað hún heitir. Ég var í svo miklu áfalli að ég gleymdi að spyrja hana. Mig langar svo að þakka þessari konu almennilega fyrir aðstoðina. Ég veit ekki hvað ég hefði gert ef hún hefði ekki verið þarna á þessu hörmulega augnabliki.“

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.