fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Guðrún er niðurbrotin: Týndi hálsmeni með fingrafari látins sonar síns – Getur þú hjálpað henni?

Persónulegur gripur sem er henni afar kær

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 14. júní 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er alveg miður mín. Þetta er svo persónulegt,“ segir Guðrún Rós Pálsdóttir sem varð fyrir þeirri miður skemmtilegu reynslu að týna hálsmeni sem er henni afar kært.

Hér má sjá sambærilegt hálsmen og Guðrún týndi.
Hálsmen Hér má sjá sambærilegt hálsmen og Guðrún týndi.

Hálsmenið sem um ræðir er hjarta með fingraförum sonar hennar, Vignis Grétars Stefánssonar, sem lést skömmu fyrir jólin 2015. Guðrún lét útbúa hálsmenið skömmu eftir kistulagninguna á sínum tíma, en auk þess var að finna á hálsmeninu silfurplatta með upphafsstafnum V sem synir Vignis gáfu ömmu sinni í jólagjöf.

Það er því ljóst að um afar persónulegan hlut var að ræða sem er Guðrúnu mjög kær.

Guðrún segist því miður ekki vita hvar hún glataði hálsmeninu, en hún hafi meðal annars farið í Kringluna og spurst fyrir um það þar en án árangurs. „Það er búið að leita allsstaðar fyrir mig,“ segir hún.

Hún ákvað í gærkvöldi að láta reyna á mátt Facebook þar sem hún hvatti vini sína til að deila færslunni þar sem hún lýsir eftir hálsmeninu. Það hafði ekki borið árangur en Guðrún yrði þeim ævinlega þakklát sem fyndi hálsmenið og kæmi því í réttar hendur.

Á meðfylgjandi mynd, hér að ofan, má sjá sambærilegt hálsmen og Guðrún týndi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar