fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Þórarinn í IKEA hækkaði laun til að lækka launakostnað

Kolbrún Bergþórsdóttir
Mánudaginn 27. mars 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, er andlit fyrirtækisins. Hann er einarður talsmaður lágs vöruverðs og hefur ákveðnar skoðanir á því hvers konar starfsmannastefna sé árangursríkust. Kolbrún Bergþórsdóttir hitti Þórarin og margt bar á góma, þar á meðal uppvöxturinn þar sem lúpínan kom mikið við sögu, árin hjá Domino’s koma einnig til tals og og svo vitanlega IKEA þar sem Þórarinn hefur starfað í nær tólf ár.

Blaðamaður spyr Þórarin fyrst um uppvöxt hans. „Ég er fæddur árið 1965 og ólst upp í Kópavogi og á þessum árum ríkti þar efnahagslega séð mikil misskipting. Annars vegar var fólk sem vissi ekki aura sinna tal og bjó í suðurhlíðunum og vesturbænum í Kópavogi og hins vegar fólk eins og fjölskylda mín sem bjó í norðurhlutanum við miklu minni fjárráð. Þetta var hálfgert úthverfi og þarna voru stórar verksmiðjur. Fyrirtækið Málning var við hliðina á heimili foreldra minna og í grennd voru öskuhaugar sem eldar loguðu á. Við krakkarnir vorum endalaust að smíða pramma og skottast í fjörunni. Við nutum mikils frelsis og vorum mjög athafnasöm og orkumikil.“

Hækkaði laun til að lækka launakostnað

Þórarinn vann hjá Domino’s hér á landi en fór síðan til Danmerkur og var þar í fjögur ár og sá um að koma Domino’s á laggirnar. Hann sneri síðan aftur heim árið 2000. „Ég var kallaður heim í snarhasti, það var mikill uppgangur og mikið að gera hjá Domino’s en um leið var bullandi tap,“ segir hann. „Fyrirtækið hafði stækkað of ört og launakostnaður var alltof hár. Það var verið að brenna laununum í stað þess að hafa færri starfsmenn sem vissu hvað þeir voru að gera. Hugsunin var: Borgum eins lág laun og við getum. Starfsmenn komu inn og fóru út, þetta var eins og strætóstoppistöð.

Ég kom með tillögu til stjórnar, sagði að til að lækka launakostnað þyrftum við að snarhækka laun. Ég náði að selja stjórninni þessa hugmynd og hækkaði laun um 30 prósent. Það fyrsta sem gerist þegar maður hækkar laun um 30 prósent er að þau hækka bara, maður sér engan árangur. Tapið hjá okkur jókst. Það tók sex mánuði að snúa þessu við. Svo allt í einu fór þjónustan að batna af því að komið var til starfa þjálfað fólk. Á fyrsta árinu lækkaði launakostnaður um 20 prósent.“

Það er ekki sjálfgefið að sannfæra heila stjórn um að leiðin til að lækka launakostnað sé að snarhækka laun. Hefurðu svona mikinn sannfæringarkraft?

„Ég var svo heppinn að vera með frábæra stjórnarmenn sem höfðu trú á mér. Ég er bakari, hef enga viðskiptamenntun en ég hef unnið með mönnum sem treysta mér og hafa leyft mér að selja þeim hugmyndir eins og þessa.

Rekstur Domino’s fór að ganga óskaplega vel. Ég var með fjölmargar hugmyndir sem ég hrinti í framkvæmt, eins og að viðskiptavinir fengju sms í símann sinn þegar pítsan var komin í ofninn og Megavikan er barnið mitt.

Undir lokin voru erjur í eigendahópnum, menn vildu fara mismunandi leiðir og ég smitaðist af Hagkaupshugmyndafræðinni. Ég man að það var stöðufundur hjá Domino’s þar sem var fjallað um hvað við gætum gert til að auka hagnaðinn í fyrirtækinu. Ég sagði: Eigum við ekki bara að hækka verðið á pítsunum. Jón Pálmason, sem nú er annar eigandi IKEA, var þá stjórnarmaður í Domino’s og pakkaði mér þvílíkt saman þegar hann benti mér á að það væri ekki boðleg hugsun að hækka verð til að hagnast meira. Ég tók þau orð svo sterkt til mín að síðan hef ég verið þeirrar skoðunar að það að hækka verð sé nokkuð sem maður gerir ekki fyrr en allt annað er fullreynt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun