fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Heiðursverðlaun RFF gefin í nafni Dorrit Moussaieff

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 24. mars 2017 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðursverðlaun RFF verða afhent í fyrsta sinn í ár. Þau hafa verið nefnd Dorrit Moussaieff RFF heiðursverðlaun til heiðurs fyrrum forsetafrú Íslands sem hefur lyft grettistaki við kynningu á íslenskri list, menningu og íslensku hráefni á erlendum sem innlendum vettvangi með lofsamlegum árangri. Við erum henni innilega þakklát fyrir að ljá íslenskri fatahönnun þennan liðstyrk sem þetta óneitanlega hefur í för með sér. Verðlaunagripurinn er hannaður af Jóhannesi Ottóssyni skartgripahönnuði og velgjörðarmanni íslenskrar hönnunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RFF.

Verðlaunin eru ætluð að heiðra íslenska hönnuði sem hafa lagt sig fram við að móta íslenska tísku og framleiða vandaðan tískufatnað. Verðlaunin verða afhend við hátíðlega athöfn þegar hátíðin er afstaðin, en skýrt var frá í tölu hver myndi hljóta fyrstu verðlaunin í opnunarteiti Reykjavik Fashion Festival sem fór fram í Kjarvalshúsi, þann 23. mars. Verðlaunin í ár hlýtur Steinunn Sigurðardóttir undir merkinu STEiNUNN.

Steinunn hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir hönnun sína bæði hérlendis sem og erlendis, þar á meðal Torsten och Wanja Söderberg-verðlaunin. Hún hefur unnið fyrir stærsu tískuhús í heimi á borð við Calvin Klein, La Perla og Gucci sem og að hafa starfað sjálfstætt með mörgum hönnuðum. Í umsögn dómnefndar segir:

„Það er óhætt að segja að hún sé ein reynsluríkasta kona landsins í þessum iðnaði. Verk Steinunnar sýna mikilvægt samspil náttúru, menningar og handverks og var hún einnig fyrsti fatahönnuður sem var útnefnd borgarlistamaður árið 2009, því með listsköpun sinni hefur hún skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Það tekur Reykjavik Fashion Festival undir og ítrekar þetta í samhengi við íslenska tísku.
.
Hún er vandvirk og sjást gæði fata hennar langar leiðir. Hún setur skýr dæmi og kröfur um hversu mikil heildræn list tíska er og því þótti hún með eindæmum vera sú sem ætti að vera fyrst til að hljóta heiðursverðlaun. Búð Steinunnar úti á Grandagarði er eins og listaverk, bæði uppstillingar á fötum, innsettningar í loftum og myndverk á veggjum.

Steinunn hefur sýnt hönnun sína á tískusýningum um allan heim og einnig hafa verk hennar verið til sýnis á lista- og hönnunarsöfnum. Hægt er að skoða upplýsingar um fyrri verk Steinunnar á heimasíðunni www.steinunn.com. Mun sú heiðara svífa um hátíðina með myndrænum hætti í Hörpu yfir helgina. Við óskum Steinnunni hjartanlega til hamingju með verðlaunin.

Verðlaunagripinn hannaði Jóhannes Ottósson gullsmiður og skartgripahönnuður. Hann lærði gullsmíði í Kaupmannahöfn og skartgripahönnun í Flórens á Ítalíu. Árið 2012 stofnaði hann fyrirtækið Nox sem er formlegur samstarfsaðili RFF.

Jóhannes fékk frjálsar hendur til að hanna verðlaunin sem áttu að vera með skírskotun í Ísland. Hugmyndin á bak við verðlaunagripinn er Svartifoss sem er einn af uppáhalds stöðum Jóhannesar á Íslandi..

Verðlaunagripurinn skiptist í fjóra hluta, bergið er steypt, fossinn er úr silfri, plattinn er úr tré og mótaður eins Vatnajökull og svo er spegill undir fossinum til að fá samspil í bergið. Gripurinn verður afhendur til Steinunnar með hátíðlegum hætti í sérstöku verðlaunaboði Reykjavik Fashion Festival í apríl.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“