fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Rúnar Freyr varð edrú eftir þriðju meðferðina: „Ég hrundi algjörlega niður“

Heilt ár í móðu – Fagnar fimm ára edrúafmæli í ár – Fann hjálp í því að hjálpa öðrum

Auður Ösp
Þriðjudaginn 21. mars 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar fíknin hefur náð þér, þá getur verið alveg svakalega erfitt að komast út. Þú þarft þessa örvæntingu, sem ég náði í, og þennan ótta,“ segir Rúnar Freyr Gíslason leikari og útvarpsmaður en hann fagnar fimm ára edrúafmæli í ár. Það gekk ekki vandræðalaust að leggja flöskuna á hilluna en það var í þriðju meðferðinni sem að Rúnar náði botninum og gerði sér grein fyrir að leiknum væri lokið; hann ætti ekkert eftir.

Í samtali við Sunnudagssögur á Rás 2 lýsir Rúnar meðal annars líferninu á þeim tíma þegar hann var nýútskrifaður leikari á fullu í bransanum. Í leikhúsinu voru oft æfingar alla daga og sýningar allt að fjórum sinnum í viku. Eftir vinnuna lá leiðin ekki alltaf beint heim.

„Eftir að ég var var búinn að standa á sviðinu, og gefa allt; rífa úr mér hjartað og sýna inn í mig og fá svo klappið- þá var alltaf rosa gott að fara á barinn með fólkinu sem maður hafði verið með á sviðinu,“ segir hann en bætir við að það sé gömul mýta að leikarar séu stöðugt að djamma og djúsa. Meirihlutinn líti á leikhúsið sem hverja aðra og vinnu.

Rúnar varð edrú í þriðju tilraun. Það var árið 2012.

„Það gekk brösulega fyrst. Ég var í rúmt ár að vesenast inn og út og náði þessu bara ekki. Ég hélt náttúrulega að þetta væri eins og allt sem ég hafði gert, ég myndi bara leika mér að þessu: „Núna ætla ég bara að hætta að drekka.“ En það var meira en að segja það. Ég þurfti að ganga í gegnum ansi erfitt tímabil,“ segir hann og bætir við:

„Svo bara gekk það ekki. Ég uppgvötaði það allt í einu að ég væri fallinn. Þetta er eins og maður sé smá geðbilaður; þú ert einhvern veginn allt í einu búinn að taka ákvörðun sem þú ætlaðir ekki að taka. Fíknin virkar svona: hún fer inn í heilann á þér og segir þér hluti sem er ekki einu sinni réttir, og færir til staðreyndir.“

Rúnar kveðst engu að síður þakklátur fyrir að hafa endað á þessum stað. „Það var þessi tilfinning sem gerði mig nógu hræddan til að halda áfram að reyna og taka þetta alvarlega.“

Hrundi niður

Hann fagnar í ár fimm ára edrúafmæli en segir tímabilið 2011 til 2012 vera í móðu. „Þegar maður er undir áhrifum er hausinn á manni ekki hreinn, maður hugsar ekki rökrétt og þetta er allt rosalega skrýtið.“

Hann lýsir því þannig að í seinustu meðferðinni hafi botninum verið náð- og í kjölfarið hófst bataferlið. „Ég bara fattaði að ég átti ekkert eftir. Ég var bara búinn á því og ég hrundi algjörlega niður. Það er þetta móment sem margir tala um: þegar bara þú bara fattar: „þetta er búið.“

Rúnar átti síðar eftir að starfa fyrir SÁÁ, meðal annars sem markaðs- og viðburðarstjóri. Það hjálpaði honum mikið við að halda sér á beinu brautinni. „Maður var var vakinn og sofinn yfir þvi að vera edrú og hjálpa öðrum og vera edrú.“

Rúnar segir það jafnframt hafa verið mikið átak að stíga fram í fyrsta skipti og segja: „Ég heiti Rúnar og er alkóhólisti.“ Hann lýsir þeim úreltu staðalímyndum sem ríkt hafa í samfélaginu um þá sem þjást að alkóhólisma.

„Gömlu hugmyndirnar okkar um alkóhólista eru þær að þeir séu bara einhverjir aumingjar. Það er af því að maður veit ekki betur. Ég er alin upp við „rónana“; maður heldur að þetta séu einhverjir sem greyin sem fóru aldrei í neinn skóla og eru og voru bara einhverjir ræflar. En það vita það flestir í dag að það er ekki þannig. Alhóhólismi spyr ekki um hvað þú ert klár, eða þá stétt eða stöðu. Þetta er bara sjúkdómur sem ákveðin prósenta af fólki er með.“

Hér má hlusta á viðtali við Rúnar Frey

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun