fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Erna Kristín: „Ég sit frekar og leik við strákinn minn heldur en að skúra“

Hvetur foreldra til að láta ekki undan óraunhæfum kröfum samfélagsins – „Ég er glöð að ég varð ekki mamman sem ég ætlaði mér að verða“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 9. febrúar 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég sit frekar og leik við strákinn minn heldur en að skúra. ég fæ mér stundum einn ískaldan bjór á kvöldin frekar en að brjóta saman þvottinn. Þessi húsverk geta alveg beðið þar til á morgun, jú eða hinn. Ég held að lífið haldi fullkomlega áfram þrátt fyrir klístrað gólf & þvottahrúgu,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir hönnuður, háskólanemi, Snapchat stjarna, pistlahöfundur á Króm.is og móðir hins þriggja ára gamla Leons Bassa en hún ritaði einlægan pistil á dögunum þar sem hún meðal annars lýsir dæmigerðum degi í móðurhlutverkinu. Víst er að ófáir foreldrar, og þá sérstaklega mæður geti sett sig í spor Ernu sem segir mikilvægt að slaka á óraunhæfum kröfum samfélagsins.

„Þetta er gríðarleg pressa sem við erum undir, en þessi pressa kemur auðvitað fyrst og fremst frá okkur sjálfum,“ segir Erna í samtali við blaðamann og vísar í glansmyndina af hinni fullkomnu móður sem vinnur langan vinnudag ásamt því að eiga flekklaust heimili og ala upp hamingjusöm og heilbrigð börn. Hún segir glansmyndina birtast meðal annars á samfélagsmiðlum og á svokölluðum lífstíls og mömmubloggum. „Ég get ekki ímyndað mér hvað það fer mikill tími og orka í þetta hjá þeim sem ná síðan að halda þessari glansmynd uppi, það fer nánast meiri tími í það heldur en það raunverulega tekur að þrífa heimilið!“

Í umræddum pistli sem birtist á vefsíðunni Króm lýsir Erna þeim óraunhæfu væntingum sem hún hafði til sjálfrar sín í móðurhlutverkinu, og hvernig sú glansmynd brotnaði í raun saman eftir að sonur hennar, Leon Bassi kom í heiminn. Hún lýsir dæmigerðum degi þar sem verkefnin hrannast upp, ýmist tengd vinnu, heimili eða barnauppeldi, og birtir meðfylgjandi myndir af syni sínum í fullu fjöri.

„Ég horfi á skítugt gólfið, þvottahrúguna, uppvaskið, dótið, krotið á veggjunum, hundinn sem er í spreng & andvarpa. Þetta er allt að ske akkúrat núna, á meðan ég skrifa þetta. Ég er með óteljandi verkefni hangandi yfir mér sem koma úr öllum áttum. Skólinn, vinnan, fyrirtækið & húsverkin. Ég er að reyna að byrja koma mér í ræktina, þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig það er að ganga,“

ritar Erna og bætir við á öðrum stað:

„Ég ætlaði að verða mamman sem væri komin í form fyrir 1 árs afmælið hjá syninum…ég er enn að reyna, hann er að verða 3 ára. Ég ætlaði að vera mamman sem væri alltaf með hollan ( helst vegan ) mat í kvöldmatinn. Ég ætlaði að vera mamman sem maukaði sjálf. Ég ætlaði að vera taubleyjumamma. Ég ætlaði að vera mamman sem myndi ekki leyfa mat uppí sófa & kinderegg í morgunmatinn.“

Erna segir lítið hafa verið um hvíld síðan sonur hennar kom í heiminn, en Erna og unnusti hennar tóku sér hvorugt hlé frá skóla og vinnu. Erna kveðst halda mörgum boltum á lofi auk þess að vera móðir tveggja ára orkubolta en hún stundar fullt háskólanám og recur eigið fyrirtæki. Hún hvetur aðrar mæður til þess að slaka á óraunhæfum kröfum og dvelja frekar í núinu.

„Gefum okkur smá hrós, hættum að setja þessar kröfur á okkur sem foreldrar. Hættum að brjóta okkur niður fyrir að “mistakast” eða hafa ekki orku í að elda, taka til eða finna samstæða sokka. Hættum að setja óraunhæfa glansmynd á heimilið, uppeldið, sambandið, lífið, sem mun síðan brotna og við með. Reynum frekar að einblína á það góða sem við höfum,“

ritar Erna jafnframt og bætir við að heimurinn farist ekki þó að húsverkin sitji stundum á hakanum og heimilið líti ekki út fyrir að vera eins og klippt út úr tímariti.

„Ég er glöð að ég varð ekki mamman sem ég ætlaði mér að verða, því mamman sem ég er í dag er miklu slakari, raunhæfari og flottari mamma en ég þorði að vona að ég yrði.“

Málið snýst um forgangsröðun

Erna heldur úti vinsælli rás á Snapchat, Ernuland, þar sem hún gefur fylgjendum innsýn inn í sitt daglega líf. Hún kveðst vera meðvituð um þá ábyrgð sem fylgir því að hafa rödd á samfélagsmiðlum. Hún ákvað því að bakka aðeins og sýna fylgjendum sínum að hún væri svo sannarlega ekki fullkomin. „Ég vildi ekki fara sjálf að setja þessa pressu á aðra. Það er svo auðvelt að brotna niður undan þessa gríðarlegu kröfum,“ segir hún og bætir við að málið snúist um forgangsröðun,“ segir hún jafnframt í samtali við blaðamann.

„Stundum er það einfaldlega mikilvægara að láta draslið bíða og þess í stað setjast niður með börnunum sínum og leika sér og spjalla og einfaldlega njóta.“

Hægt er að lesa pistil Ernu í heild sinni á Króm.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar