fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

„Vil ekki bíða eftir að þetta gerist aftur“

Hróp gerð að einhverfum manni á Akureyri og hann eltur – Biður fólk um að setja sig í spor fatlaðra

Auður Ösp
Föstudaginn 24. febrúar 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér hefur alltaf fundist magnað að búa í samfélagi þar sem strákurinn minn, svona viðkvæmur og opinn fyrir stríðni eins og hann er, getur farið út um allt óáreittur,“ segir Sigríður Aðalsteinsdóttir, móðir hins þrítuga Christians Bjarka en Christian glímir við fæðingargalla auk þess sem hann er greindur með einhverfu. Í kjölfar þess að Christian Bjarki varð fyrir aðkasti og stríðni af hálfu ókunnugra ritaði Sigríður hugvekju á Facebook-síðu sína þar sem hún hvatti fólk til að sýna nærgætni í samskiptum sínum við þá sem eru minni máttar.

Christian Bjarki er mörgum kunnur í litla samfélaginu á Akureyri. Hann býr í dag á íbúðarsambýli og fer flestra sinna ferða án aðstoðar annarra. Í samtali við blaðamann segir Sigríður að undanfarið hafi nokkur atvik átt sér stað þar sem einstaklingar hafi kallað og hrópað á eftir syni hennar úti á götu, og jafnvel tekið upp á því að elta hann á bíl. Sumir flokka þetta kannski sem fíflagang eða stríðni, líkt og Sigríður bendir á, en svo er ekki í augum Christians Bjarka sem tekur hlutina oft afar bókstaflega.

„Þessi hegðun hjá fólki getur sett allt úr skorðum hjá honum og valdið því að hann verður afskaplega órólegur og kvíðinn og spennist allur upp.“

Sigríður sá sig knúna til að tjá sig um málið og vekja fólk til umhugsunar.

„Ég vissi að ef ég myndi vekja athygli á þessu á Facebook þá myndi boðskapurinn ná til réttra aðila. Þó svo að þetta sé kannski einangrað tilvik þá vil ég ekki bíða eftir því að þetta gerist aftur,“ segir hún og bætir við að henni hafi hreinlega vöknað um augu þegar hún sá hversu gífurlega jákvæð og góð viðbrögð færsla hennar fékk. Í athugasemdum er Christian Bjarka meðal annars lýst sem yndislegum og brosmildum ungum manni og „algjörum demanti“.

Sigríður segir Christian vissulega sérstakan í framkomu en það hafi sjaldnast valdið nokkrum vandræðum. Þvert á móti sé hann hvers manns hugljúfi.

„Ég fer til dæmis aldrei með hann út í búð án þess að hann fari að heilsa öllum í kringum sig. Það þykir öllum vænt um hann. Christian er mikill húmoristi og bara dásamlegur strákur sem vill öllum vel, en getur verið mikill prakkari þegar þannig liggur á honum.“

Margir ljósir punktar

Sigríður bendir á að það ekki megi hunsa það jákvæða sem hefur átt sér stað í málefnum fatlaðra á undanförnum árum. Hún nefnir sem dæmi umboðsmenn fatlaðra í hverjum landsfjórðungi, auk þess sem rödd fólks með þroskahömlun heyrist nú betur en áður, meðal annars í gegnum sjónvarpsþættina „Með okkar augum“.

Hún vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem sent hafa hlýlegar kveðjur undanfarna daga:

„Við drengina sem óku framhjá honum og hrópuðu að honum vil ég segja þetta: „Sumir fatlaðir eru með þroska á við lítil börn þó að þeir gangi um götur og líti út fyrir að vera bara dálítið „skrýtnir“. Þessir aðilar eru berskjaldaðir og varnarlausir gagnvart fullheilbrigðum einstaklingum. Flest höfum við einhvern tímann á lífsleiðinni strítt og kannski sært fólk ómeðvitað á yngri árum. Refsingin fyrir það er sú að maður gleymir ekki eigin framkomu. Það besta sem þið gerið ef þið hafið hugsað ykkur að stríða fötluðu fólki til að hræða það: reynið að setja ykkur í þeirra spor. Verum góð hvert við annað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar