Tók Bono lagið á Laugaveginum? Vilhjálmur segir það – Sjáðu myndbandið

Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir tók upp athyglisvert myndband á Laugaveginum rétt í þessu en svo virðist sem Bono sjálfur hafi tekið lagið One með götulistamanni. Líkt og hefur komið fram áður er Bono staddur hér á landi.

Í samtali við DV segir Vilhjálmur að það sé engin spurning um að þetta hafi verið hinn eini sanni Bono. Sumir hafa velt vöngum um hvort þetta sé írski söngvarinn en óhætt er að segja líkindi séu með mönnunum. Vilhjálmur er í það minnsta sannfærður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.