Hilda bjargaði Alenu: „Foreldrar mínir verða eflaust reiðir [...] var bara viðbjóður“

„Alena var bara fjögurra ára þegar ég sá hana fyrst,“ segir Hilda í þættinum Fósturbörn. Hún tók Alenu Elisu að sér. Alena og Hilda segja sögu sína í þættinum, en birt er brot úr honum á Vísi. Alena kveðst gera sér grein fyrir að kynforeldrum hennar kunni að finnast erfitt að sjá hana stíga fram. Í kynningu á þættinum segir að henni sé nákvæmlega sama um hvað þeim finnst um að hún segi sögu sína opinberlega. Í þættinum segir Alena:

„Ef ég ætti að lýsa þessu í einu orði, þá var þetta bara viðbjóður.“

„Foreldrar mínir verða eflaust reiðir en þetta var viðbjóður, ég vildi bara komast burt og ég vissi að hjá Hildu fengi ég gott heimili.“

Þá reyndi Alena sjálf að fá skólayfirvöld og barnavernd til að skerast í leikinn. Var það hennar ósk að hún yrði fjarlægð af heimilinu.

„Ég var vannærð. Ég var komin með marbletti á fæturna út af næringarskorti,“ segir Alena en það tók nokkurn tíma að komast frá heimilinu.

Hilda sem tók Alenu að sér gagnrýnir seinagang kerfisins:

„Hversu marga sénsa geta foreldrarnir fengið út frá barninu.“

Alena lýsir erfiðum aðstæðum sem höfðu djúpstæð áhrif:

„Hann kom blindfullur heim. Setti háa tónlist í gang. Þetta síðasta skipti sem við vorum sendar heim, var vegna þess að hann átti kærustu, þá átti bara allt að vera ókei,“ segir Alena í þættinum sem er sýndur er í kvöld:

„Ef ég ætti að lýsa þessu í einu orði, þá var þetta bara viðbjóður.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.