fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Alexandra náði markmiði sínu: Ætlar að raka af sér allt hárið

Hefur sjálft glímt við kvíða og þunglyndi – Atburður í Toronto breytti öllu – „Fólk má ekki skammast sín fyrir að líða illa“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 12. október 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er eðlilegt að líða illa, og það er mikilvægt að tala um það. Ég hefði viljað vita það sjálf þegar ég var 11 ára, að það væri algengt að fólki liði eins illa og mér leið. En í staðinn þáskammaðist ég mín,“ segir Alexandra Sif Herleifsdóttir en fyrir rúmum mánuði hét hún því að hún myndi raka af sér allt hárið ef henni tækist að safna 300 þúsund krónum fyrir Útmeða, samvinnuverkefni Geðhjálpar og Rauða kross Íslands fyrir fólk sem upplifir sjálfsskaða- og sjálfsvígshugsanir. Hún hefur nú náð markmiðinu og munu lokkarnir fj úka á næstu dögum. Hún vonast um leið til þess að opna augu fólks fyrir geðheilbrigðismálum sem enn í dag eru tabú í samfélaginu.

Eftir að hafa opnað sig um reynslu sína af andlegum veikindum á Snapchat birti Alexandra Sif afar persónulega færslu á facebook þann 15.september síðastliðinn:

„Mig langar að styrkja málefni sem liggur mjög nálægt mínu hjarta. Þannig er mál með vexti að ég var á síðasta ári mjög þungt haldin af kvíða og þunglyndi. Við bjuggum á 18. hæð í blokk í Toronto en ég þorði ekki út á svalir því það læddist að mér hræðileg tilfinning um að mig langaði til að hoppa fram af. Jú mikið rétt, brosmilda ég var með sjálfsvígshugsanir og mér leið eins og það eina í stöðunni væri hreinlega að enda þetta líf,“

ritaði Alexandra og bætti við að hún hefði í kjölfarið unnið í sínum málum og væri á mun betri stað í dag. Atvik sem átti sér stað fyrir nokkrum mánuðum átti þó eftir að hafa djúpstæð áhrif á hana og fékk það hana til að tjá sig um málefnið á Snapchat rás sinni sem ber heitið lexaheilsa.

„Það sem ég síðan upplifði núna þegar ég var úti í Toronto í lok sumars setti stórt strik í reikninginn. Einstaklingur sem bjó í blokkinni þar sem við bjuggum lét verða af þessari hugsun sem ég var með svo sterka fyrir ári síðan en hann stökk fram af og batt enda á sitt líf.“

Ótrúleg viðbrögð

„Þetta var stressandi fyrst og það læddist að mér sú hugsun að ég myndi ekki fá neina athygli út á þetta og ég væri ekki nógu merkileg. Viðbrögðin eru hins vegar búin að vera ótrúleg,“ segir Alexandra í samtali við DV.is.

„Það eru rosalega margir búnir að hafa samband við mig í kjölfarið á því að ég birti þetta, bæði fólk sem ég þekki og ókunnugir. Fólk hefur þakkað mér fyrir að ræða þetta og deilt með mér eigin reynslu, Það er ótrúlega margir sem hafa verið á þessum sama stað, eða þekkja einhverja sem hafa verið þar og hafa jafnvel upplifað missi. Mínir nánustu hafa einnig haft samband og sagt mér að þeir hafi ekki haft hugmynd um hvað ég er búin að ganga í gegnum, kanski skiljanlega þar sem maður er ekki vanur að tjá sig um þetta.“

Alexandra hafði lengi langað að prófa að snoða sig og var það fyrir tilstilli samstarfskonu að hugmyndin að áheitasöfnunni varð til.

„Fjögurra ára dóttir vinkonu minnar er greind með sjálfsofnæmissjúkdóminn alopecia og byrjaði að missa hárið þegar hún var tveggja og hálfs árs. Það var ein helsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að láta verða af þessu,“ segir Alexandra og bætir við að þar að auki þekki hún tvær stelpur sem hafi látið verða af því að raka af sér allt hárið og borið því vel söguna.

„Ég var búin að ganga með þá hugmynd í maganum lengi að starta einhvers konar söfnun og ræddi þetta við nokkrar stelpur í vinnunni hjá mér,“ heldur hún áfram en samstarfskona hennar kom með þá hugmynd að hún myndi slá tvær flugur í einu höggi: safna áheitum og láta hárið fjúka í leiðinni.

„Þá small þetta allt saman og ég ákvað að drífa í þessu bara strax þar sem að ég var hrædd um að ég myndi annars hætta við. Ég vissi að ef ég myndi ekki láta verða af þessu þá myndi ég endalaust hugsa „hvað ef?“

Nú þegar þrír dagar eru eftir af söfnunni hefur Alexandra náð markmiði sínu og safnað 300 þúsund krónum. Hún tekur undir með því að það margborgi sig að kýla á hlutina í stað þess að ofhugsa þá.

Henni er sömuleiðis mikið í mun um að vekja athygli á geðheilbrigðismálum og koma þar á vitundarvakningu. Sérstaklega hvað varðar tengslin milli andlegrar og líkamlegrar heilsu.

„Ég er menntaður íþróttafræðingur og ég hef séð hvað hreyfing er mikilvæg þegar kemur að vellíðan. Hreyfing er ótrúlega kröftugt meðal og það er mikilvægt að fólk viti að það eru fleiri úrræði en bara lyf.

Fólk má ekki skammast sín fyrir að líða illa. Þú skammast þín ekki fyrir að fá krabbamein, þannig að af hverju ætti annað að gilda um andlega sjúkdóma? Það hjálpar ekki að byrgja allt inni og vera með gervibros, eins og er svo algengt. Við erum náttúrulega undir svo rosalega mikilli pressu um að vera hamingjusöm og með allt fullkomið í kringum okkur en við hættum að taka þátt í þessari glansmynd og látum ekki undan þessum þrýstingi þá sjáum við að við erum öll mannleg og eðlileg.“

Þeir sem vilja styðja við framtak Alexöndru er bent á meðfylgjandi reikningsupplýsingar:

Reikningsnúmer : 0130-05-063080

Kt. 021089-2069

Kass númer : 6625892

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar