„Fyrsta verkið var að klippa upp lásana af sjúkrahúsinu“

Áslaug og Hólmfríður störfuðu á átakasvæði í Suður-Súdan - Íslenskir hjúkrunarfræðingar á vegum Rauða krossins starfa víða um heim

Hefur starfað á vegum Rauða krossins víðs vegar um heim í 20 ár.
Áslaug Arnoldsdóttir hjúkrunarfræðingur í Suður-Súdan Hefur starfað á vegum Rauða krossins víðs vegar um heim í 20 ár.

„Þarna alast heilu kynslóðirnar upp sem þekkja ekkert annað en stríð,“ segir Áslaug Arnoldsdóttir hjúkrunarfræðingur um ástandið í Suður-Súdan. Í áraraðir hafa íslenskir sendifulltrúar Rauða krossins starfað á stríðshrjáðum svæðum víða um heim. Í Suður-Súdan hefur stríðsástand staðið yfir í áratugi en frá því borgarastyrjöld hófst þar árið 2013 hafa um 300 þúsund manns látið lífið og 2,2 milljónir eru á flótta. Áslaug hefur starfað sem sendifulltrúi á vegum Rauða kross Íslands í um 20 ár og á þeim tíma farið í tvær sendiferðir til Suður-Súdan. Blaðamaður DV ræddi við Áslaugu, ásamt Hólmfríði Garðarsdóttur, eftir málstofu á vegum Rauða kross Íslands um störf þeirra í Suður-Súdan. Þar unnu þær myrkranna á milli og bjuggu við frumstæðar aðstæður. Í samtali við DV segja þær Áslaug og Hólmfríður frá reynslu sinni í Suður-Súdan og þann menningarlega mismun sem þær þurftu að yfirstíga.

Opnuðu sjúkrahús eftir að olíubíll sprakk

„Hápunkturinn var þegar við keyptum okkur geit, slátruðum henni og fengum okkur kannski einn kaldan með. Annars var lítið um að vera félagslega og við unnum á spítalanum tólf tíma, sjö daga vikunnar,“ segir Áslaug um dvöl sína í Suður-Súdan árið 2015. Teymi Áslaugar var sent á vettvang eftir að olíubíll sprakk og tók með sér 200 mannslíf og skildi 170 eftir alvarlega slasaða. Teymið samanstóð af fjölþjóðlegum hóp heilbrigðisstarfsfólks sem dvaldi og starfaði í bænum í um þrjá mánuði. „Við áttum heima í hefðbundnum afrískum kofa og bjuggum við mjög frumstæðar aðstæður. Það var ekki mikið um að vera félagslega og ekki rafmagn nema í um tvo tíma á dag. Ég hef aldrei lesið jafnmikið af bókum, sem ég las með vasaljós á enninu. Þar var því auðvitað enginn ísskápur og við borðuðum baunir og grjón í hvert mál, við töldumst heppin ef við fengum ávexti. Ég held það sé mjög hollt fyrir alla að prófa að lifa við þessar aðstæður. Það er ólíkt því sem gerist hér þar sem við lifum við stöðugt áreiti, þetta var mjög hollt.“

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.