fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Íris upplifði örlagaríkan dag fyrir fimm árum

Ofbeldi í æsku leiddi til langvarandi streituástands – „Ég sit uppi með ofboðslega mikið af krónískum sjúkdómum af því að ég gerði aldrei neitt í þessu“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 28. september 2016 21:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hafði enga orku, og ég var algjörlega búin á því á hádegi. Ég var mjög þreytt og allir mínir kvillar í botni. Ég var orðin óstarfhæf af því að ég hafði enga orku til að gera nokkurn skapaðan hlut og ég var alltaf lasin,“ segir Íris Guðmundsdóttir söngkona sem upplifði örlagaríkan dag fyrir fimm árum. Var hún stödd upp í sumarbústað þegar hún hreinlega hrundi saman, bæði andlega og líkamlega. Seinna átti eftir að koma í ljós að þarna voru á ferð síðbúin viðbrögð líkamans við langvarandi streituástandi, en upphaf þess má rekja til ofbeldis sem Íris varð fyrir sem barn. Hún segir mikilvægt að fólk hunsi ekki einkenni streitu enda sé um að ræða alvarlegan vanda. Sjálf situr hún uppi með ýmsa króníska sjúkdóma sökum þess að hún ákvað að hrista einkennin af sér í stað þess að leita sér hjálpar.

Í samtali við Mannlega þáttinn á RÚV segir Íris að það hafi ekki verið fyrr en hún lenti á vegg fyrir fimm árum að hún gerði sér grein fyrir hversu alvarlegt vandamál streita er.

„Eins og flestir hef ég alltaf litið á streitu sem minniháttar vandamál, eins og maður fær bara smá kvef þá hristir maður það bara af sér. Þannig að ég ýtti þessi bara svona til hliðar en í dag veit ég betur,“ segir hún og bætir við að áður en hún lenti á vegg hafi hún í mörg ár hunsað einkenni streitunnar.

„Ég var búin að fá alls konar greiningar í gengum tíðina. Ég var búin að fara nokkrum sinnum inn á hjartadeild með óútskýrt hjartaflök og brjóstverki. Ég var komin á þrenns konar blóðþrýstingslyf og ég var komin á magalyf við vélindabakflæði.“

Hún segir áföll í bernsku hafa leitt til þess að streita byrjaði að byggjast upp í líkama hennar. Það vatt síðan upp á sig.

„Á þessum árum var ekki til neitt sem heitir áfallateymi. Það var engin úrvinnsla á áföllum. Þetta var bara eitthvað sem maður gróf einhvers staðar lengst niðri í fylgsnum hugans og hélt svo áfram lífinu,“ segir hún og bætir við: „Það sem ég vissi ekki þá, og veit í dag, er að líkaminn geymir áföll.“

Í kjölfar atviksins í sumarbústaðnum leitaði Íris til sjúkraþjálfara og gekkst undir segulómun. Var það þá sem að sjúkraþjálfarinn spurði hana hreint út hvort hún hefði orðið fyrir ofbeldi; í ljós kom að líkaminn var frosinn af ótta. Í kjölfarið hafði sjúkraþjálfarinn samband við heimilislækni Írisar sem staðfesti það að ástand hennar var tilkomið vegna áfalls í bernsku. Sjúkraþjálfarinn og heimilislækniriinn mynduðu teymi til að vinna í sameiningu að bata Írisar og seinna áttu eftir að bætast þar við samtalsmeðferðaraðili og fulltrúi hjá VIRK.

Segir Íris það hafa skipt sköpum að meðferðaraðilarnir hafi upp á sitt einsdæmi tekið upp á því að vinna saman enda þekkt að samhengi er á milli hugar og líkama. Mynduðu aðilarnir þannig heildstæða meðferð og endurhæfingu fyrir Írisi sem vann í því í nær tvö ár að byggja sig upp andlega og líkamlega.

Glímir við margvíslegar afleiðingar

Hún segist þó enn í dag glíma við ýmsa fylgikvilla langvarandi streituástands, svosem sykursýki, vefjagigt, of háan blóðþrýsting og stoðkerfisvandamál.

„Ég sit uppi með ofboðslega mikið af krónískum sjúkdómum af því að ég gerði aldrei neitt í þessu. Það var sagt við mig að ég þyrfti að breyta um lífstíl og vinna í mínum málum en ég heyrði alltaf: „Þú ert bara með smá kvef, harkaðu af þér!“, segir hún og þá brýnir hún fyrir fólki að vera á varðbergi.

„Það sem ég vil koma til skila er að streita er ekki kvef. Þetta er alvarlegur vandi og það verður að takast á við hann strax. Annars endar maður sem óvinnfær sjúklngur með allskonar greiningar. Streita getur auðvitað leitt til dauða að þessu leyti.“

Hér má hlusta á viðtalið við Írisi í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta