fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Frosti biðst afsökunar á misheppnuðu gríni: „Óraði ekki fyrir þeirri vitleysu sem átti eftir að fylgja“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2016 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsmaðurinn Frosti Logason sendi frá sér einlæga afsökunarbeiðni í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 977 í morgun.

Ástæðan er sú að Frosti skrifaði vafasama Facebook-færslu í nafni kollega síns og vinnufélaga, Helga Más Bjarnasonar, sem stýrir útvarpsþættinum Partyzone ásamt Kristjáni Helga Stefánssyni á laugardagskvöldum. Frosti sagði frá því sem hann gerði í þættinum í morgun.

„Áður en lengra er haldið þarf ég persónulega að leggja hér fram einlæga afsökunarbeiðni. Ég ætla ekki að fara lengra fyrr en ég er búinn að koma þessu frá mér,“ sagði Frosti sem rifjaði forsöguna upp fyrir hlustendur. Hann sagði að á mánudagsmorgnum, þegar hann mætti til vinnu, væri venjan sú að Facebook-síða Helga væri opin í vinnutölvunni.

„Púkinn kemur stundum upp í manni um að fara í stöðuhupl, sem kallað var Facerape í gamla daga. Þá leggur maður viðkomandi orð í munn og skrifar status í hans nafni,“ sagði Frosti sem benti á að yfirleitt væri um góðlátlegt grín að ræða. „Það hefur verið vinsælt að setja fram glannalegar yfirlýsingar um stuðning við Sigmund Davíð. Helgi hefur aldrei farið í grafgötur með það í honum er hægri slagsíða, hann er blár í gegn og kýs reglulega Sjálfstæðisflokkinn.“

En Frosti ákvað að fara aðra leið þegar hann skrifaði færsluna í gærmorgun. „Í gærmorgun mætti ég til vinnu og viti menn, Facebook-síðan hans Helga var opin og púkinn í manni fór auðvitað á flug. Nema í þetta skiptið tók ég þetta grín skrefinu lengra og það má segja að ég hafi farið rækilega fram úr sjálfum mér. Ég ákvað í hita leiksins að taka einhverja frétt af hryðjuverkum í Evrópu og skellti við hana þessum orðum hérna:

Nú er nóg komið. Ég held að nú sé runnin upp sú stund þegar leiðtogar Evrópu ættu að koma sér saman um þá ákvörðun um að vísa öllum múslimum úr álfunni og skella svo í lás á eftir. Þetta getur ekki gengið áfram svona.

Frosti sagði að þetta hefði honum þótt óskaplega fyndið. „Mig óraði ekki fyrir þeirri vitleysu sem átti í kjölfarið eftir að fylgja. Það var auðvitað fullt af fólki sem réðst gegn Helga Má, algjörlega grandalaus og þvílíkur sómapiltur. Algjör ljúflingur sem myndi aldrei segja neitt þessu líkt – ég fullyrði það, ég er búinn að þekkja hann lengi.“ Svo virðist vera sem margir hafi talið að Helgi væri að tala frá hjartanu en svo var sannarlega ekki.

„Mig óraði ekki fyrir því að fólk myndi trúa þessu og þess vegna var þetta grín mjög óviðeigandi. Ég vil biðja Helga Má, fjölskyldu hans og vinnufélaga og alla sem að málinu komu, innilegrar afsökunar á þessu misheppnaða gríni mínu. Ég lofaði Helga Má í gær að það yrðu ekki fleiri stöðuhupl á hans kostnað hér á mánudagsmorgnun. En nema hvað, afsökunarbeiðnin er sett hér fram og hún er einlæg. Ég meina það frá rótum hjarta míns að mér þykir þetta mjög leiðinlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar