fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Júlíus fór í ísbíltúr með mömmu á Akureyri: Augnabliki síðar var hann að spila körfubolta við NBA-stjörnuna Jeremy Lin

Júlíus Orri hitti NBA-stjörnuna Jeremy Lin á Akureyri – Tók leik heima hjá Júlíusi

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 22. maí 2016 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn fjórtán ára gamli Júlíus Orri Ágústsson sem búsettur er á Akureyri grunaði ekki þegar hann fór í Brynju til að fá sér ís í gærkvöldi að nokkrum andartökum síðar ætti hann eftir að vera spila körfubolta við einn þekktasta leikmann NBA-deildarinnar í körfubolta.

Var ekki alveg viss

„Ég spurði mömmu fyrst hvort að þetta væri hann en hún sagðist ekki vera viss,“ segir Júlíus um augnablikið þegar hann sá umræddan leikmann, Jeremy Lin, sem spilar með Charlotte Horntes í NBA-deildinni. Hann ákvað því að ganga til hans og spyrja hvort hann væri umræddur leikmaður og hann játti því.

Jeremy lenti 4-1 undir. Hann hafði að lokum betur, 7-5.
Einn á einn Jeremy lenti 4-1 undir. Hann hafði að lokum betur, 7-5.

Í samtali við DV segir Júlíus að hann hafi því næst spurt um eiginhandaráritun og það hafi verið lítið mál. Þegar þau voru að gera sig tilbúin til að fara heim ákváðu þau að spyrja Lin hvort hann væri ekki tilbúinn til að taka einn leik heima hjá Júlíusi, en lítill körfuboltavöllur er í garðinum við heimili hans á Akureyri.

„Hann sagði að það væri lítið mál. Hann spurði hvort ég gæti beðið því hann langaði að fá sér annan ís. Ég sagði honum að það væri lítið mál, ég væri tilbúinn að bíða í marga daga,“ segir hann. Lin var á ferð með tveimur vinum sínum og vinkonu og var hinn almennilegasti við Júlíus. Úr varð að Jeremy og vinir hans eltu Júlíus og móður hans, Guðrúnu Gísladóttur, heim og þeir spiluðu leik, einn á móti einum.

Það er ekki á hverjum degi sem maður hittir NBA-stjörnu í Brynju á Akureyri.
Magnað Það er ekki á hverjum degi sem maður hittir NBA-stjörnu í Brynju á Akureyri.

Góður körfuboltamaður

„Ég komst í 4-1 en þá gaf hann í og vann mig 7-5,“ segir Júlíus sem er í hópi efnilegustu körfuboltamanna landsins. Hann spilar með Þór á Akureyri og er einn fimm leikmanna liðsins sem valinn var í 12 leikmanna lokahóp í U15 ára landsliðsins sem tekur þátt í Copenhagen Invitational í júní næstkomandi. Og í febrúar síðastliðnum var Júlíus valinn maður leiksins í bikarúrslitaleik Þórs og Stjörnunnar sem Þórsarar unnu. Júlíus skoraði 25 stig, tók 9 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal boltanum 4 sinnum. Sannarlega efnilegur leikmaður hér á ferð.

Jeremy Lin sló rækilega í gegn

Júlíus segist hafa fylgst lengi með körfubolta og það fór ekki framhjá honum – né nokkrum öðrum áhugamanni um NBA-deildina – þegar Jeremy Lin braust fram á sjónarsviðið. „Hann er mjög góður leikmaður og sá besti sem ég hef spilað á móti. Það er alveg klárt,“ segir Júlíus.

Jeremy Lin, sem er 27 ára, leikur sem fyrr segir með Charlotte Hornets í NBA-deildinni en hann gerði sló rækilega í gegn með New York Knicks tímabilið 2011 til 2012.

Má segja að hálfgert æði hafi gripið um sig, svonefnd Linsanity, því fáir vissu hver þessi leikmaður var, sem er af kínversku bergi brotinn. Hann skoraði 38 stig í sigri Knicks á Los Angeles Lakers í febrúar 2012 og féll Kobe Bryant, einn besti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar, í skuggann af Lin þetta kvöld. Í kjölfarið var Lin kjörinn leikmaður vikunnar í Austurdeildinni þar sem hann skoraði 27,3 stig og gaf 8,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Eftir að hafa slegið í gegn hjá Knicks fór Lin til Houston Rockets, þaðan til Lakers og svo til Charlotte þar sem hann lék veigamikið hlutverk í vetur.

Júlíus vonast einn daginn til að feta í fótspor Lin og spila í NBA-deildinni. Hann heldur með Boston Celtics í NBA-deildinni og fyrirmyndin hans er Tim Duncan, leikmaður San Antonio Spurs. Júlíus setur markið hátt, vill komast í háskóla í Bandaríkjunum á skólastyrk og hver veit hvað gerist eftir það.

Hér má sjá myndband sem móðir Júlíusar birti á Facebook-síðu sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar