fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Auður er búin að léttast um 35 kíló: „Ég var týpan sem horfði á Biggest Loser og át snakk á meðan“

Þarf ekki lengur að fara í Stórar stelpur til að kaupa föt

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. apríl 2016 14:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er mikið að einblína á fituprósentuna og vera duglegri að hreyfa mig, ná meira þoli. Ég var fyrst að horfa á kílóafjöldann en á bak við hann er ótrúlega mikið,“ segir Auður Ýr Guðjónsdóttir sem ákvað að taka lífsstíl sinn rækilega í gegn eftir að hafa þyngst óhóflega mikið.

Gaf hlustendum góð ráð

Þegar Auður var sem þyngst vó hún 124 kíló, en í viðtali við Brennsluna á FM957 í morgun sagði Auður að síðan þá væri hún búin að léttast um 35 kíló. Hún gaf hlustendum góð ráð í þættinum í morgun.

Auður hefur áður komið fram opinberlega og tjáð sig um baráttuna við aukakílóin. Það gerði hún í Brennslunni í febrúar síðastliðnum, og fjallaði DV.is meðal annars um málið.

Borðaði aldrei morgunmat

„Ég borðaði aldrei morgunmat. Ég setti aldrei mat inn fyrir mínar varir fyrr en eftir tvo, þrjá tíma. Ég fór oftast í Bakarameistarann og kallaði mig alltaf Auði aspasstykki, hún þekkti mig ábyggilega í Bakarameistaranum. Aspastykki og kók og svo tók ég kleinuhring með. Ég var alltaf að kaupa mat á hlaupum og náði aldrei að undirbúa daginn minn,“ sagði Auður í viðtali í Brennslunni í febrúar.

Þegar hún var spurð í morgun hvernig mataræði hennar er háttað nú til dags, sagði Auður að hún fengi sér næringarríkan morgunverð. „Ég læt aldrei líða meira en þrjá tíma milli máltíða. Þá fæ ég mér eitthvað gott og hollt millibál, gríska jógúrt, ávexti, prótínstykki. Í hádeginu passa ég upp á að borða nóg af prótínum, fæ mér kjúklingasalat, eða hvað sem er sem inniheldur nóg af prótínum og lítið af kolvetnum,“ sagði Auður sem bætti við að hún fengi sér hollt millimál á kvöldin, til dæmis ávaxti.

Borðaði snakk og horfði á Biggest Loser

Hún segir að það hafi verið vani hjá sér að borða um leið og hún kom heim á daginn. „Ég var týpan sem horfði á Biggest Loser og át snakk á meðan. Og vildi alltaf missa 10 kíló á viku, en það er ekki heilbrigt,“ segir Auður sem eins og fyrr segir er búin að léttast um 35 kíló. Hún segist í dag ekki einblína mikið á þyngdina heldur horfi hún miklu frekar á fituprósentuna sem hefur lækkað mikið á undanförnum mánuðum. Þá er hún dugleg í ræktinni og reynir að fara alla daga vikunnar.

„Ég lyfti alveg þrisvar í viku og tek svo brennsluæfingar á móti. En ég er meira í að lyfta, mér finnst það skemmtilegra.“

Þegar hún var spurð hvað væri það helsta sem hún hefði grætt á því að léttast og taka lífsstíl sinn í gegn, sagði hún: „Ég er með meira sjálfstraust og líður bara miklu betur. Ég get núna farið í Smáralind og farið í venjulegar búðir en ekki í Stórar stelpur eða á saumastofu,“ sagði hún og bætti við að hún ætlaði sér að vera eins góð fyrirmynd fyrir börnin sín og hún mögulega getur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar