fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Andri Snær fagnaði útgáfu Lególands

Hans persónulegasta saga til þessa – Gefin út á fullu tungli

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. apríl 2016 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsetaframbjóðandinn og skáldið Andri Snær Magnason fagnaði útgáfu nýjustu bókar sinnar Lególands, með dálitlu teiti á Loft Hostel á föstudagskvöldið.

Það er Tunglið Forlag sem gefur út bókina, en hún er hluti af ritröð bóka sem koma út á fullu tungli, og hver þeirra aðeins í 69 eintökum sem eru aðeins seld á útgáfukvöldinu.

Andri Snær segir á Facebook-síðu sinni að bókin sé persónulegasta saga hans til þessa. Hún fjallar um fyrstu ferð hans í Lególand í Danmörku þegar hann var 26 ára, í skugga sjálfsvígs í vinahópi hans úr Árbænum.

Margt var um manninn á Loft Hosteli þetta kvöld.
Bókelskir gestir Margt var um manninn á Loft Hosteli þetta kvöld.
Andri Snær var hress og frambjóðandalegur á Loftinu.
Frambjóðandinn Andri Snær var hress og frambjóðandalegur á Loftinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar