fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Sylviane fylgdi manni sínum Steinari í gegnum líknardauða: „Við gátum undirbúið dauðann fyrir mann sem vildi deyja“

Ritaði kveðjubréf til vina og vandamanna – „Hann dó með bros á vör“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 4. febrúar 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef fullan skilning á því ef fólk vill ekki deyja á þennan hátt. En okkur leið vel þegar þetta var afstaðið. Ég fékk sömu tilfinninguna eins og þegar ég fékk nýfædd börnin mín í fangið, en þarna var ég að sleppa einhverju sem ég elskaði. Þetta hafði eitthvað með lífið að gera, lífið sem kemur og fer,“ segir Sylviane Pétursson Lecoultre en hún á baki þá lífsreynslu að hafa fylgt manni sínum, Steinari Péturssyni, í gegnum líknardauða eftir að hafa horft upp á hann tapa heilsunni vegna illkynja æxlis í heila.

„Förum til Sviss“

Sylviane segir frá reynslu sinni í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði Fréttatímans. Hún kemur frá borginni Lausanne við Genfarvatn en kynntist Steinari undir lok áttunda áratugarins. Fluttust þau í kjölfarið til Íslands og eignuðust þrjú börn. Árið 2012 byrjaði Steinar að kenna sér meins í fótum og í kjölfarið fór hann að missa allan mátt í líkamanum. Í ljós kom að risaæxli í höfðinu orsakaði skerðingu á hreyfigetu og ekki leið á löngu þar til fjölskyldan fékk þær fréttir að æxlið væri illkynja. „Viðbrögð Steinars voru afdráttarlaus: „Förum til Sviss“ Við fjölskyldan höfðum rætt líknardauða eins og svo mörg önnur málefni,“ segir Sylviane.

Samdi kveðjubréf til vina

Hún segir að þrátt fyrir að reynt hafi verið við geislameðferð og endurhæfingu þá hafi heilsu Steinar einungis hrakað og ljóst var í hvað stefndi. Þann 24. janúar 2013 kom í ljós að krabbinn hafði dreift sér og var næsta skref líknardeild Landspítalans. „Læknirinn taldi að Steinar ætti örfáa mánuði eftir en ég upplifði þarna að baráttan væri töpuð. Þetta væri bara búið,“ segir Sylviane sem í kjölfarið hafði samband við samtökin Dignitas í Sviss og hófst um leið langt og strangt umsóknarferli. Febrúarmánuður fór í undirbúning fyrir viðskilnaðinn. „Steinar undirbjó brottför sína og samdi ótal kveðjubréf til vina og ættinga þar sem hann þakkaði þeim fyrir samveruna og verk. Hann dró fram það sem þau höfðu gefið lífi hans og rifjaði upp eitthvað sérstakt hjá hverjum og einum,“ rifjar Sylviane upp.

Undirbjuggu dauðann fyrir mann sem vildi deyja

Hún segir fjölskylduna hafa verið sameinaða í undirbúningnum. „Mér fannst við vera að vinna saman að einhverju sem var hans markmið og það skilaði okkur valdeflingu. Við vorum ekki passíf að bíða eftir dauðanum. Við gátum undirbúið dauðann fyrir mann sem vildi deyja.“

Dó með bros á vör

Sylviane og Steinar héldu í lok febrúar til Zurich og hittu þar eldri son sinn, tengdadóttur og tengdaforeldra. Hún rifjar upp stundina þegar Steinar kvaddi þennan heim. „Okkur var sagt að við ættum að tala við hann og hann gæti jafnvel heyrt í okkur í dáinu. Ég heyrði börnin mín segja hvað þau væru stolt af honum og að við elskuðum hann. Þarna fauk heilt kíló af servíettum. Hann dó með bros á vör. Ef hann hefði dáið á líknardeild úrvinda og meðvitundarlaus eftir langan tíma þá hefði þetta aldrei orðið svona kveðjustund. Við hefðum aldrei getað sameinast á svona stund sem við gátum sjálf undirbúið.“

Viðtalið við Sylviane má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Fréttatímans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð