fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Þau fundu ástina á árinu

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 31. desember 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðrómur um samband Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, og borgarfulltrúans, Hildi Sverrisdóttur, hefur verið hávær undanfarin ár. Parið hefur ekki opinberað samband sitt formlega og sem dæmi má nefna að Ólafur er ennþá skráður einhleypur á Facebook. Um jólin birtu þau bæði myndir af sér í boði hjá fjölskyldu Ólafs og staðfestingar verða ekki skýrari en það. Ástin blómstrar.
Hildur og Ólafur á góðri stund Orðrómur um samband Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, og borgarfulltrúans, Hildi Sverrisdóttur, hefur verið hávær undanfarin ár. Parið hefur ekki opinberað samband sitt formlega og sem dæmi má nefna að Ólafur er ennþá skráður einhleypur á Facebook. Um jólin birtu þau bæði myndir af sér í boði hjá fjölskyldu Ólafs og staðfestingar verða ekki skýrari en það. Ástin blómstrar.

Árið 2016 er orðið alræmt fyrir þann mikla fjölda frægra og dáðra einstaklinga sem yfirgáfu þetta jarðlíf. Fjölmargt gleðilegt átti sér þó stað á árinu og eitt af því er þegar tveir einstaklingar fella hugi saman. DV rifjar upp ástarsambönd sex þjóðþekktra para sem tilkynntu um sambönd sín á árinu.

Það vakti verðskuldaða athygli á árinu þegar handboltakappinn Aron Pálmarsson og söng-og  leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir sviptu hulunni af sambandi sínu. Aron spilar með stórliðinu Veszprém í Ungverjandi og ferðast heimshornanna á milli út af handboltanum en Ágústa Eva býr í Hveragerði. Turtildúfurnar nýta hverja lausa stund til að hittast og hafa stórauknar flugsamgöngur til Íslands undanfarin misseri eflaust komið sér vel. Aron er tilefndur sem íþróttamaður ársins fyrir vasklega framgöngu sína á árinu og Ágústa Eva lék meðal annars lítið hlutverk í stórmyndinni Justice League sem tekin var upp að hluta á Ströndum.
Ástin spyr ekki um landamæri Það vakti verðskuldaða athygli á árinu þegar handboltakappinn Aron Pálmarsson og söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir sviptu hulunni af sambandi sínu. Aron spilar með stórliðinu Veszprém í Ungverjandi og ferðast heimshornanna á milli út af handboltanum en Ágústa Eva býr í Hveragerði. Turtildúfurnar nýta hverja lausa stund til að hittast og hafa stórauknar flugsamgöngur til Íslands undanfarin misseri eflaust komið sér vel. Aron er tilefndur sem íþróttamaður ársins fyrir vasklega framgöngu sína á árinu og Ágústa Eva lék meðal annars lítið hlutverk í stórmyndinni Justice League sem tekin var upp að hluta á Ströndum.
Allt gengur Skúla Mogensen í haginn. Margir héldu að hann væri orðinn galinn þegar hann stofnaði flugfélagið WOW á sínum tíma en eftir erfiða byrjun er fyrirtækið byrjað að mala gull. Hann var nýlega kjörinn viðskiptamaður ársins af miðlum 365. Það gengur ekki síður vel í einkalífinu hjá Skúla en á árinu tók hann saman við fitnessdrottninguna Írisi Örnu Geirsdóttur. Þau skötuhjúin eru dugleg að ferðast og njóta lífsins saman.
Í fljúgandi gír Allt gengur Skúla Mogensen í haginn. Margir héldu að hann væri orðinn galinn þegar hann stofnaði flugfélagið WOW á sínum tíma en eftir erfiða byrjun er fyrirtækið byrjað að mala gull. Hann var nýlega kjörinn viðskiptamaður ársins af miðlum 365. Það gengur ekki síður vel í einkalífinu hjá Skúla en á árinu tók hann saman við fitnessdrottninguna Írisi Örnu Geirsdóttur. Þau skötuhjúin eru dugleg að ferðast og njóta lífsins saman.
Sjónvarpskonan Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Haraldur Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða og einn þekktasti útivistarmaður landsins, opinberuðu samband sitt á árinu. Með nýfundnu ástinni má sannarlega fullyrða að þetta hafi verið ár breytinga hjá Rikku, sem hætti störfum eftir áratug á 365 og fór að takast á við nýjar áskoranir. Haraldur Örn vann það sér til frægðar á árum áður að ganga á báða pólana sem og að klífa sjö hæstu tinda heims. Hann kynnti kærustunni fyrir helstu raun útvistarmanna þegar skötuhjúin skelltu sér í ferð til Nepal og skoðuðu grunnbúðir Everestfjalls.
Á vængjum ástarinnar til Nepal Sjónvarpskonan Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Haraldur Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða og einn þekktasti útivistarmaður landsins, opinberuðu samband sitt á árinu. Með nýfundnu ástinni má sannarlega fullyrða að þetta hafi verið ár breytinga hjá Rikku, sem hætti störfum eftir áratug á 365 og fór að takast á við nýjar áskoranir. Haraldur Örn vann það sér til frægðar á árum áður að ganga á báða pólana sem og að klífa sjö hæstu tinda heims. Hann kynnti kærustunni fyrir helstu raun útvistarmanna þegar skötuhjúin skelltu sér í ferð til Nepal og skoðuðu grunnbúðir Everestfjalls.
Orðrómur um samband Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, og borgarfulltrúans, Hildi Sverrisdóttur, hefur verið hávær undanfarin ár. Parið hefur ekki opinberað samband sitt formlega og sem dæmi má nefna að Ólafur er ennþá skráður einhleypur á Facebook. Um jólin birtu þau bæði myndir af sér í boði hjá fjölskyldu Ólafs og staðfestingar verða ekki skýrari en það. Ástin blómstrar.
Hildur og Ólafur á góðri stund Orðrómur um samband Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, og borgarfulltrúans, Hildi Sverrisdóttur, hefur verið hávær undanfarin ár. Parið hefur ekki opinberað samband sitt formlega og sem dæmi má nefna að Ólafur er ennþá skráður einhleypur á Facebook. Um jólin birtu þau bæði myndir af sér í boði hjá fjölskyldu Ólafs og staðfestingar verða ekki skýrari en það. Ástin blómstrar.
Sólmundur Hólm og Viktoría Hermannsdóttir byrjuðu að skjóta saman nefjum í sumar. Örlögin höguðu því þannig að Viktoría hóf störf hjá RÚV á seinni part ársins og starfa því turtildúfurnar nú undir sama þaki í Efstaleiti. Viktoría í sjónvarpsfréttum en Sólmundur á Rás 2.
Turtildúfur í Efstaleiti Sólmundur Hólm og Viktoría Hermannsdóttir byrjuðu að skjóta saman nefjum í sumar. Örlögin höguðu því þannig að Viktoría hóf störf hjá RÚV á seinni part ársins og starfa því turtildúfurnar nú undir sama þaki í Efstaleiti. Viktoría í sjónvarpsfréttum en Sólmundur á Rás 2.

Mynd: Þoregeir Ólafs

Ástarblossar kviknuðu á árinu milli fjölmiðlamannsins Hjörvars Hafliðasonar og lögfræðingsins Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur. Það var nóg að gera á öllum vígstöðvum hjá Heiðrúnu Lind  en hún landaði eftirsóttri en krefjandi stöðu framkvæmdastjóra SFS síðla árs. Á meðan hefur Hjörvar skemmt hlustendum Brennslunnar alla morgna á FM957 auk þess að halda um taumana á umfjöllun 365 um enska boltann í sjónvarpsþættinum Messunni.
Hjörvar Hafliðason Ástarblossar kviknuðu á árinu milli fjölmiðlamannsins Hjörvars Hafliðasonar og lögfræðingsins Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur. Það var nóg að gera á öllum vígstöðvum hjá Heiðrúnu Lind en hún landaði eftirsóttri en krefjandi stöðu framkvæmdastjóra SFS síðla árs. Á meðan hefur Hjörvar skemmt hlustendum Brennslunnar alla morgna á FM957 auk þess að halda um taumana á umfjöllun 365 um enska boltann í sjónvarpsþættinum Messunni.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Í gær

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Fókus
Í gær

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell