fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

„Ég var öskrandi og grátandi úr hræðslu og sársauka“

Góa var hætt komin eftir að hafa innbyrt sýrutöflu í gleðskap – Höfuðið fylltist af ranghugmyndum – „Sá þyrlur og leifturljós úti um allt“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 30. nóvember 2016 20:00

Góa var hætt komin eftir að hafa innbyrt sýrutöflu í gleðskap - Höfuðið fylltist af ranghugmyndum - „Sá þyrlur og leifturljós úti um allt“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Allt í einu varð ég sjúklega hrædd og ég sagði við strákana sem voru með mér inni í herberginu að veggirnir væri farnir að hreyfast. Þeir fóru að skellihlæja og sögðu mér að ég væri að trippa, þetta væri sýra sem við værum að taka. Ég sá tvær manneskjur úr partíinu koma inn í herbergið, andlit þeirra voru orðin risastór og augun pínulítil og þær litu út eins og álfar.“ Þannig lýsir hin 18 ára gamla Guðbjörg Elín Góa Gunnarsdóttir, sem ávallt er kölluð Góa, upplifun sinni þann 29. október 2015 þegar hún fór í partí í Laugardalnum og innbyrti hálfa svarta töflu, með hakakrossi framan á. Umrætt efni er sýrutafla sem fengið hefur viðurnefnið nasistasýra, eða „hakakrossinn.“ Góa ákvað í kjölfar atvikisins að snerta ekki vímuefni framar og einbeitir sér að því í dag að byggja sig upp andlega og líkamlega.

„Gjörsamlega út úr heiminum og stórhættulegir“

„Gjörsamlega út úr heiminum og stórhættulegir“

Í frétt DV frá 6. nóvember kom fram að ný tegund af sýrutöflum væri komin í umferð hér á landi. Svo virðist sem að taflan sé stundum markaðssett sem e-tafla með virka efninu MDMA en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er ekkert MDMA í töflunni – aðeins LSD eða sýra. Hægt er að greina þessa töflu frá öðrum töflum því búið er að stimpla mynd af hakakrossinum á hana.

Fram kom að lögreglumenn væru varaðir við að handleika töflurnar og þá kom fram að lögreglumenn í Reykjavík hefðu séð afleiðingar á neyslu töflunnar á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Þá var greint frá því að fjölmargir hefðu verið fluttir á sjúkrahús í kjölfar neyslu á töflunni.

„Taflan veldur miklum áhrifum, komið hafa upp mörg mál hjá lögreglu þar sem einstaklingar sem hafa neytt töflunnar eru gjörsamlega út úr heiminum og stórhættulegir sjálfum sér og öðrum. Lögreglumenn sem og aðrir eru varaðir við því að koma við töfluna með berum höndum líkt og önnur fíkniefni en hættan felst í því að ef LSD er handleikið með berum höndum þá getur efnið smitast í gegnum húðina og viðkomandi getur fundið til áhrifa,“

sagði í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem benti jafnframt á að einstaklingar undir áhrifum töflunnar gætu verið mjög varasamir með brenglað sársaukaskyn.

Þá var nokkrum dögum síðar greint frá afskiptum lögreglunnar á Suðurnesjum af pilti sem veiktist illa eftir að hafa neytt hinnar svokölluðu nasistasýru en í tilkynningu kom fram að sá piltur hefði verið „gjörsamlega út úr heiminum, ofsafenginn og til alls vís.“ Hann hefði beitt annan einstakling ofbeldi og að lokum dottið í gólfið og froðufellt.

„Skömmu síðar hófst hamagangurinn aftur og var þá gripið til þess ráðs að kalla lögreglu til og biðja um að hann yrði fjarlægður. Við húsleit í herbergi hans fundust tvær töflur með hakakrossmerki og lögðu lögreglumenn hald á þær,“

sagði jafnframt í umræddri tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Góa ræðir þessa hryllilegu lífsreynslu við helgarblað DV en brot úr greininni má finna hér fyrir neðan.

Góa líkir áhrifunum af efninu við það að vera stödd í hroðalegri martröð og geta ómögulega vaknað. Höfuðið fylltist af ranghugmyndum og allt sem vekur með henni hræðslu varð að veruleika.

Kvöldið 29. október 2015 var örlagaríkt í lífi Góu. Hún fór ásamt þáverandi kærasta í partí heima hjá sameiginlegum vini þeirra, þar sem ætlunin var að neyta sveppa. Góa hafði aldrei prófað að taka inn ofskynjunarlyf en innbyrti töflu sem var svört með hakakrossi framan á.

„Ég sá þyrlur og leitarljós úti um allt og var sannfærð um að heimurinn væri að farast og þriðja heimsstyrjöldin byrjuð“

„Ég hafði aldrei séð svona töflur áður en var sagt að þetta væri MDMA. Að lokum samþykkti ég að taka hálfa svona töflu.“

Sá þyrlur og leifturljós úti um allt

„Allt í einu varð ég sjúklega hrædd og ég sagði við strákana sem voru með mér inni í herberginu að veggirnir væri farnir að hreyfast. Þeir fóru að skellihlæja og sögðu mér að ég væri að trippa, þetta væri sýra sem við værum að taka. Ég sá tvær manneskjur úr partíinu koma inn í herbergið, andlit þeirra voru orðin risastór og augun pínulítil og þær litu út eins og álfar.

Vinur minn, sem sat við hliðina á mér, byrjaði að æla og ég sá snáka, lirfur og köngulær koma út úr ælunni. Ég hugsaði þá að þetta hlyti að vera raunverulegt en ekki ímyndun, því ég fann fyrir pöddunum skríðandi á mér og ég varð logandi hrædd. Ég hugsaði með mér að ég þyrfti að komast út úr úr húsinu, strax.“

Afleiðingarnar af neyslu efnisins reyndust Góu erfiðar: „Ég gat ekki hætt að gráta, var titrandi og fékk sífellt kvíðaköst.“
Erfið eftirköst Afleiðingarnar af neyslu efnisins reyndust Góu erfiðar: „Ég gat ekki hætt að gráta, var titrandi og fékk sífellt kvíðaköst.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Það sem Góa man næst eru brot sem hún hefur sjálf sett saman, úr frásögnum annarra og eigin minni. Hún hljóp um í Laugardalnum á nærfötunum einum fata, á ísköldu nóvemberkvöldi.

„Ég sá þyrlur og leitarljós úti um allt og var sannfærð um að heimurinn væri að farast og þriðja heimsstyrjöldin byrjuð.“

Hún man einnig eftir að hafa fundið fyrir óbærilegum líkamlegum kvölum.

„Ég var allt í einu orðin viss um að ég væri ólétt. Mér var sjúklega illt, með sáran sting. Ég horfði niður eftir líkama mínum og sá að ég var heilmikinn skurð á maganum. Ég prófaði að setja höndina inn í skurðinn og náði að draga líffæri úr mér. Ég var öskrandi og grátandi úr hræðslu og sársauka.“

Góa ákvað því næst að hún yrði að deyja, og binda endi á sársaukann. „Ég ætlaði að enda þessa martröð af því að hún var veruleiki fyrir mér. Ég sá bíl nálgast á götunni og ákvað að hlaupa fyrir hann því ég ætlaði að láta hann keyra fyrir mig. Sem betur fer var lítill hraði á bílnum og því lenti hann ekki á mér.“

Fyrir ótrúlega tilviljun var umræddur bíll lögreglubíll og undir stýri sat lögreglumaðurinn Guðmundur, „Gummi lögga“ sem undanfarin ár hefur sérhæft sig í að leita að hinum svokölluðu týndu börnum. Einhver hafði þá heyrt skaðræðisvein Góu og haft samband við lögreglu. Góa var í kjölfarið flutt á sjúkrahús, en erfitt reyndist fyrir sjúkraflutningamenn og lögreglu að ná sambandi við hana. Hún gat því ekki sagt þeim deili á sér, enda vissi hún ekki hvað hún heitir eða hver hún var.

„Ég vakna því næst upp á spítalanum og sé fjölda manns standandi yfir mér. Einn læknirinn er með andlitið af afa mínum og segir að þetta sé allt saman bara djók og það sé verið að gera sjónvarpsþátt um mig. Ég er sífellt að detta út og vakna aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar