fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Sveinn Ingi kvaddi alltof snemma: „Skiljið aldrei ósátt eða reið við börnin ykkar“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 10. nóvember 2016 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég bjó í blokkaríbúð á þessum tíma og klukkan 11 um morguninn hringdi dyrabjallan. Dyrasíminn var bilaður svo ég ýtti bara á takkann og opnaði útidyrnar hjá mér til að sjá hver væri að koma upp. Þegar ég sá að þetta var prestur datt mér strax í hug að eitthvað hefði komið fyrir foreldra mína eða manninn minn sem hafði farið á fund um morguninn. Ég var svo föst á því að Sveinn Ingi væri á öruggum stað að mér kom ekki til hugar að um hann væri að ræða. Enda fékk ég taugaáfall þegar presturinn sagði mér hvað hafði gerst.“

Sigríður Sveinsdóttir í samtali við Akureyri vikublað. 20 október voru fjögur ár liðin frá því að einkasonur hennar Sveinn Ingi Hrafnkelsson svipti sig lífi inni á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri. Sigríður vill opna á umræðu um sjálfsvíg. Áður hefur Jack Hrafnkell opnað sig um sáran missi en hann sagði í samtali við Pressuna: „Skiljið aldrei ósátt eða reið við börnin ykkar“

Sveinn Ingi var 19 ára þegar hann lést en hann hafði barist við eiturlyfjafíkn og geðræn vandamál. Sigríður lýsir deginum þegar Sveinn lést á þessa leið:

„Á miðvikudegi átti að útskrifa hann en mér tókst að fá það í gegn að hann fengi að vera inni þar til hann færi í meðferð næsta þriðjudag. Á föstudeginum sótti ég hann til að versla. Morguninn eftir var hann dáinn. Við aðstandendur héldum að hann væri loksins öruggur, inni á geðdeild, og okkur finnst undarlegt að drengur í miklum sjálfsmorðshugleiðingum fái að hafa reimarnar í skónum og beltið inni hjá sér.“

Kerfið brást

Mynd: © DV ehf / Stefán Karlsson

Sigríður segir kerfið hafa brugðist. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir sjálfsmorðið með því að veita honum hjálp, og sú hjálp hefði átt að koma fyrr.

„Æska hans var erfið. Hann var ofvirkur með athyglisbrest og lesblindur. Hann var alltaf að flýta sér og var farinn að ganga þegar hann var bara sjö mánaða. Ég segi stundum að ég hafi fengið eitt barn á við tíu. Hann var aldrei kyrr – nema þegar hann svaf,“

„Hann hafði farið í meðferð áður og vildi ekki fara aftur en samþykkti það og sóttist sjálfur eftir því að komast inn á geðdeild. Föstudaginn áður en hann lést hafði hann verið ánægður og glaður. Við fórum með afa hans og ömmu í bæinn að kaupa dót fyrir meðferðina og hann hringdi í vini og kunningja. Eftir á að hyggja held ég að hann hafi verið að kveðja. Ég held að hann hafi viljað að fólk myndi eftir honum svona en ekki í neyslu. Ég held að hann hafi planað þetta. Hann vissi að hann gæti ekki haldið áfram í neyslu en hann gat ekki heldur verið edrú og hvar átti hann þá að vera? Í dag er hann kominn á betri stað, ég hugga mig við það.“

Sigríður ákvað að segja frá þessari sáru lífsreynslu til að opna á umræðu um sjálfsvíg.

„Sjálfsvíg mega ekki vera tabú. Þetta er raunveruleikinn; fólk er að svipta sig lífi af því að það fær ekki lausn sinna mála. Við sem samfélag þurfum að fara að vakna […] Ég sakna hans á hverjum degi. Það mun aldrei breytast.“

Ráðlegging til foreldra

Viðtal sem vakti athygli fyrir mikilvæg skilaboð
Viðtal sem vakti athygli fyrir mikilvæg skilaboð

Faðir Sveins Inga, Jack Hrafnkell Daníelsson tjáði sig um missinn við Pressuna fyrir tveimur árum. Þar sagði hann mikilvægt að ræða þessi erfiðu mál. Þá hafi tekið á að hafa ekki náð að sættast og leysa ágreiningsmál sem voru þeirra á milli. Það hefði haft djúpstæð á hrif á hann og eitrað líf hans.

Hann segir jafnframt erfiðast að hafa ekki náð að sættast og leysa ágreiningsmál sem voru þeirra á milli og hafi það haft djúpstæð áhrif á hann og eitrað líf hans hvern einasta dag.

„Það eru margar hugsanir og minningar sem þjóta um hugann en sterkasta minningin er um brosmilda og lífsglaða drenginn sem öllum vildi vel hvað sem á gekk þó svo vissulega ætti hann sínar erfiðu stundir“.

Þá sagði Jack Hrafnkell einnig:

„Því vil ég ráðleggja öllum foreldrum eitt. Skiljið aldrei ósátt eða reið við börnin ykkar, foreldra eða nánustu ættingja því það er aldrei að vita hvenær dauðinn knýr dyra og þá er of seint að gera neitt í málunum. Hafið það hugfast“.

Viðtalið má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun