fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Fókus

Hitafundur Arnar Bárðar og Magnúsar vegna Eðvaldsmálsins: „Ég hef aldrei átt þetta netfang“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 11. nóvember 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2011 urðu mikil innanhússátök innan kirkjunnar vegna nafnlausra hótunarbréfa sem bárust til þriggja presta. Voru þau send úr netfangi sem eignað var huldumanninum Eðvaldi Eðvaldssyni. Ljóst var að sendandinn þekkti vel til innviða kirkjunnar og var að öllum líkindum prestur. Málið var kært til lögreglunnar á sínum tíma en fór ekki lengra vegna þess að það var ekki talið vera nógu alvarleg hótun til að rannsaka frekar. Þolandanum sem kærði fannst það mjög miður enda pósturinn mjög rætinn.

Þessi bréf hafa verið sett í samhengi við kjör til biskups en Karl Sigurbjörnsson var á þessum tíma að hætta eftir mikla gagnrýni vegna meðhöndlunar á máli forvera síns, Ólafs Skúlasonar. Prestarnir þrír höfðu allir gagnrýnt yfirvöld kirkjunnar fyrir það hvernig tekið var á málinu. Tveir af þeim voru sterklega orðaðir við embætti biskups og fóru loks í framboð árið 2012.

Þegar prestar voru farnir að kalla aðra til ábyrgðar fyrir póstinn sendi Karl boð um að sakbendingu yrði hætt og var málið þaggað niður, mörgum til ama. Hvorugur frambjóðandinn sem fékk bréf frá Eðvaldi Eðvaldssyni náði í aðra umferð biskupskjörs. Allir þrír búa nú erlendis.

Þetta er brot úr stórri grein í helgarblaði DV.

Örn og Magnús hittast

„Eðvaldsmálið“ var mikið rætt á meðal presta og var það tekið fyrir hjá prófasti og vinnuhópi. Örn Bárður skrifaði bréf þar sem honum hafði brugðið við að sjá nafn Magnúsar Eðvalds Kristjánssonar á lista yfir kirkjuþingsmenn. Magnús er núverandi forseti kirkjuþings og þáverandi varaforseti. Faðir hans er Kristján Eðvald Halldórsson. „Þarna var þá kominn Eðvald Eðvaldsson sjálfur að því er ætla mætti,“ skrifaði Örn Bárður.

Magnús hafði samband við Örn Bárð og sagðist þurfa að tala við hann „og horfa í augu“ hans. Hittust þeir fyrir utan Suðurlandsbraut 20 og ræddu málin á fundi, og samkvæmt heimildum DV var mönnum heitt í hamsi. Hafnaði Magnús þá alfarið að hafa skrifað tölvupóstinn og sagðist Örn Bárður verða að trúa því.

Það segir einnig ónefndur prófastur sem var einn af þeim sem rannsökuðu málið í samtali við DV og spurði Magnús út í tölvupóstinn:

„Við héldum fund með þeim sem okkur þótti líklegir. Við fengum engan til að játa það að hafa sent þessi bréf. Niðurstaðan var einfaldlega sú að einhver hefði notað þetta netfang án þess að eigandi þess hefði verið á nokkurn hátt viðriðinn þetta mál. Það var í sjálfu sér ekkert leyndarmál að Magnús ætti netfangið, það benti allt til þess. En okkur fannst það ólíklegt að hann hefði komið nálægt þessu sjálfur. Maður veit ekki hvað gerist og hvernig vinskapur er á milli manna. Það kom aldrei nein niðurstaða í þetta mál.“

Í samtali við DV segist Magnús kannast við málið af því að það hafi hlotið umræðu á sínum tíma.

Kannast þú við fund sem var haldinn út af þessu máli, þar sem þú varst spurður út í það mál?

„Nei, ég man ekki eftir því. Ég var spurður um þetta vegna þess að ég er Eðvaldsson, en ég man ekki eftir neinum fundi.“

Magnús viðurkennir að prestur hefði borið þetta upp á hann.

„Hann var eini maðurinn sem hafði raunverulega, sem ég vissi, ætlað mér að standa í bréfaskriftum.“

Átt þú þetta netfang?

„Nei, ég hef aldrei viðurkennt það því að ég hef aldrei átt þetta netfang. Það var aldrei gengið frá því, ég hefði aldrei verið kosinn forseti kirkjuþings árið 2012 ef að ég hefði verið í þeirri stöðu.“

Kristinn H. Guðnason
Kristinn Haukur Guðnason er blaðamaður og sagnfræðingur sem starfað hefur hjá DV síðan 2017 en áður skrifaði hann fyrir Kjarnann.
Kristinn skrifar almennar fréttir, mannlífsviðtöl, um söguleg málefni og menningu.
Hann er ólæknanlegur nörd sem eyðir laugardagskvöldum í að spila við sjálfan sig og leggja höfuðborgir heimsins á minnið.

netfang: kristinn@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Alda Karen gengin út
Fókus
Í gær

Helga Möller sviptir hulunni af sínu vinsælasta lagi: „Þetta er náttúrulega bara klámtexti“

Helga Möller sviptir hulunni af sínu vinsælasta lagi: „Þetta er náttúrulega bara klámtexti“
Fókus
Í gær

Rosana er Bom Dia-konan – Varð ástfangin af Íslandi út af Nígeríusvindlara – Reyndi að vara Jón Gnarr við

Rosana er Bom Dia-konan – Varð ástfangin af Íslandi út af Nígeríusvindlara – Reyndi að vara Jón Gnarr við
Fókus
Í gær

Vinsælasta YouTube-stjarna heims gerist Íslandsvinur: „Vá hvað þetta er flott útsýni… nei, gleymið þessu“ – Sjáðu myndbandið

Vinsælasta YouTube-stjarna heims gerist Íslandsvinur: „Vá hvað þetta er flott útsýni… nei, gleymið þessu“ – Sjáðu myndbandið
Fókus
Í gær

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur