fbpx
Fókus

Jóhannes Haukur leikur illmenni í nýjustu mynd Vin Diesel

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 30. júní 2018 12:00

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson hefur verið ráðinn í hlutverk þorpara í yfirnáttúrulegu ofurhetjumyndinni Bloodshot, en þar mun hann berjast við stórstjörnuna Vin Diesel.

Bloodshot er byggð á samnefndri teiknimyndasögu sem segir frá fyrrum hermanni, leikinn af Diesel, sem er gæddur yfirnáttúrulegum kröftum. Líklegt þykir að myndin einblíni á upphafssögu Bloodshot, þar sem hann leitar hefnda á þeim sem gerðu hann að því sem hann er. Samkvæmt fréttavefnum ScreenRant er ekki um dæmigerða ofurhetjumynd að ræða, heldur verður hún stíluð meira á fullorðna, í líkingu við Deadpool og Logan.

Það er Dave Wilson sem leikstýrir myndinni en hann hefur áður unnið mestmegnis við tæknibrellur og er þetta því hans fyrsta kvikmynd í fullri lengd. Með önnur hlutverk í myndinni fara Toby Kebbell og Eiza González. Jóhannes mun fara með hlutverk persónunnar Nick Baris, sem er sagður vera annað illmenni myndarinnar ásamt Kebbell.

Þess má geta að Jóhannes mun einnig bregða fyrir á næsta ári í kvikmyndinni The Good Liar með Ian McKellen og Helen Mirren í aðalhlutverkum. Seinna á þessu ári má síðan búast við Jóhannesi í vestranum The Sisters Brothers en þar er leikarinn í kominn í hóp með fagmönnum á borð við Jake Gyllenhaal, John C. Reilly og Joaquin Phoenix.

Áætlað er að tökur á Bloodshot hefjist í júlí.

Tómas Valgeirsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Petrína: „Það skiptir miklu máli fyrir þann veika að finna stuðning“

Petrína: „Það skiptir miklu máli fyrir þann veika að finna stuðning“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Mál­þing um brjósta­krabba­mein – Doktor Google & Google Maps

Mál­þing um brjósta­krabba­mein – Doktor Google & Google Maps
Fókus
Í gær

Þraut: Kettir eru víða – finnur þú köttinn á þessum myndum?

Þraut: Kettir eru víða – finnur þú köttinn á þessum myndum?
Fókus
Í gær

Markvissar aðgerðir í Hafnarfirði gegn hrakandi málþroska íslenskra barna

Markvissar aðgerðir í Hafnarfirði gegn hrakandi málþroska íslenskra barna
Fókus
Í gær

Hlemmur & Grandi mathöll efna til opinnar umræðu um götubitann

Hlemmur & Grandi mathöll efna til opinnar umræðu um götubitann
Fókus
Í gær

Julia Roberts falleg í bleiku – „Það erfiðasta sem ég hef gert er að treysta á sjálfa mig“

Julia Roberts falleg í bleiku – „Það erfiðasta sem ég hef gert er að treysta á sjálfa mig“