fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Fyrsta myndlistarsýning Katrinar á Íslandi

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 27. júní 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú stendur yfir myndlistarsýning Katrin Hahner í Gallerý Porti, en henni lýkur sunnudaginn 1. júlí næstkomandi og lokahóf er laugardaginn 30. júní kl. 16.

Katrin Hahner er myndlistarmaður sem starfar í Berlín. Hún er fjöllistamaður í eðli sínu og vinnur verk sín með mörgum hætti. Hún notar sjónlist, tónlist, ljóðlist, gjörninga og hljóð í verkum sínum. SUCHNESS er fyrsta myndlistarsýning hennar á Íslandi.

Katrin var í gestavinnustofu á vegum SÍM í Reykjavík part úr síðasta vetri, auk þess stjórnaði hún tónlistinni fyrir leiksýninguna Guð blessi Ísland í Borgarleikhúsinu, 2017, ásamt Þorleifi Erni Arnarsyni. Hún er með meistaragráðu í myndlist frá listaháskólanum í Stuttgart og Berlin Weissensee.

Katrin hefur unnið með kvikmyndaleikstjórum, listamönnum og tónskáldum, til dæmis Marcus Fjellström, Uta Eisenreich, Rosie Heinrich, Eva Meyer-Keller, Irene von Alberti og mörgum fleiri.

Verk sín vinnur hún upp úr rannsóknum sínum á goðafræði, frumbyggjatónlist, dulfræði, götulist, teiknimyndasögum, skúlptúrum og kvikmyndum. Rannsókn hennar getur auðveldlega rúmað bæði nútímatónlist og ljóðlist á móti listasögunni og fornum bókmenntum, þess vegna eru verndargripirnir sem hún gerir og málverkin öflugt verkfæri fyrir nýjan tíma.

Listaverk Katrinar sameina hið liðna og hið ókomna, hún skapar sérstaklega umvefjandi umhverfi þar sem goðafræði og dulfræði, götulist og málarahefðin mætast.

Verndargripir (amulet) eiga sér langa sögu í dulrænum efnum. Að ganga með verndargrip og umkringja sig hinu ritaða orði / galdraþulum er öflugt töfraverkfæri sem hefur verið notað um heim allan um þúsundir ára. Verndargripirnir hjálpa okkur að að muna, þeir hjálpa okkur að móta og geirnegla drauma okkar og þrár inn í undirmeðvitundina.

Katrin Hahner byggir brýr milli fortíðar og framtíðar, götulistar og hálistar, hún skapar umvefjandi umhverfi sem er fullt af töfrandi ljósi og er kynngimagnað.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“