fbpx
Fókus

Midgard hefst í Laugardalshöll á laugardag

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 14. september 2018 14:44

Á laugardaginn hefst viðburður sem á sér ekki fordæmi á Íslandi, ráðstefna fyrir „nördisma“ af öllu tagi. Ber hún nafnið Midgard og er samstarfsverkefni ýmissa aðila. Slíkar ráðstefnur þekkjast víða um heim og nú gefst Íslendingum tækifæri á að sjá alls kyns viðburði og taka þátt í keppnum. Ráðstefnunni lýkur á sunnudag.

Þekktir erlendir gestir munu koma fram. Má meðal annars nefna Youtube stjörnurnar Tom Vasel og Zee Garcia frá rásinni The Dice Tower sem fjalla um borðspil. Munu þeir einnig grípa í nokkur spil með aðdáendum.

Einnig má nefna myndhöggvarann Brian Muir, sem hannaði búning Darth Vader og fleiri úr Star Wars seríunni, Friðrik Þór Friðriksson leikstjóra og raddleikarann Nick Jameson sem hefur talaði inn á fjölda teiknimynda og tölvuleikja.

Það verður einnig margt annað fyrir ráðstefnugesti að gera og sjá. Til dæmis víkingabardagar, borðspilamót, listasýningar, kennsla og cosplay-keppni. Hugleikur Dagsson lýkur ráðstefnunni á sunnudagskvöld með uppistandi. Það ættu því allir sem hafa eitthvað „nördaáhugamál“ að finna eitthvað við sitt hæfi á Midgard.

Kristinn H. Guðnason
Kristinn Haukur Guðnason er blaðamaður og sagnfræðingur sem starfað hefur hjá DV síðan 2017 en áður skrifaði hann fyrir Kjarnann.
Kristinn skrifar almennar fréttir, mannlífsviðtöl, um söguleg málefni og menningu.
Hann er ólæknanlegur nörd sem eyðir laugardagskvöldum í að spila við sjálfan sig og leggja höfuðborgir heimsins á minnið.

netfang: kristinn@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Hlustaðu á ábreiðu Cher af lagi ABBA One of Us

Hlustaðu á ábreiðu Cher af lagi ABBA One of Us
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Helgi lærði skósmíði hjá skóhönnuðinum Dominic Ciambrone – Skór Helga keppa um að komast í framleiðslu

Helgi lærði skósmíði hjá skóhönnuðinum Dominic Ciambrone – Skór Helga keppa um að komast í framleiðslu
Fókus
Í gær

Linda P. tók atriði af bucketlistanum og fór í loftbelg – „Eltu drauma þína vinur. Lífið er til að lifa því, í dag“

Linda P. tók atriði af bucketlistanum og fór í loftbelg – „Eltu drauma þína vinur. Lífið er til að lifa því, í dag“
Fókus
Í gær

Graði karlinn í strætisvagninum sem þreifar á kvenmannsrössum – „Hvað í fjandanum ertu að gera, helvítið þitt?“

Graði karlinn í strætisvagninum sem þreifar á kvenmannsrössum – „Hvað í fjandanum ertu að gera, helvítið þitt?“
Fókus
Í gær

Sigurður vill komast aftur út í atvinnulífið en hann fær ekki vinnu: „Upplifi þetta eins og einelti“

Sigurður vill komast aftur út í atvinnulífið en hann fær ekki vinnu: „Upplifi þetta eins og einelti“
Fókus
Í gær

Valgeir ólst upp hjá vanhæfri móður – Leikrit sett á svið fyrir barnavernd

Valgeir ólst upp hjá vanhæfri móður – Leikrit sett á svið fyrir barnavernd
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sænsk gúmmístígvél er síðasta meistarastykki Mankells

Sænsk gúmmístígvél er síðasta meistarastykki Mankells
Fókus
Fyrir 2 dögum

Myndir þú borða heiladeig með skjaldbökubróður? – Uppskriftir frá 1916

Myndir þú borða heiladeig með skjaldbökubróður? – Uppskriftir frá 1916