Einn virtasti furðusagnahöfundur heims látinn

Ursula K Le Guin er látin 88 ára að aldri

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 24. janúar 2018 15:00

Bandaríski vísindaskáldsagna- og fantasíuhöfundurinn Ursula K. Le Guin er látin, 88 ára að aldri. Hún lést á heimili sínu í Portland á mánudag.

Le Guin var einn þekktasti fantasíuhöfundur heims og gríðarlega virt meðal bókmenntafólks og náðu vinsældir hennar langt út fyrir raðir hefðbundinna aðdáenda vísindaskáldsagna.

Le Guin sendi frá sér ljóð, ritgerðir og meira en 20 skáldsögur, en er hvað þekktust fyrir Earthsea-þríleikinn og vísindaskáldsögurnar The Left hand of darkness og The Disposessed. Aðeins ein bók eftir Le Guin hefur verið íslenskuð en það er fyrsti hluti Earthsea-seríunnar, The Wizard of Earthsea. Bókin nefnist Galdramaðurinn í þýðingu Guðrúnar Bachmann og Peter Cahill, en bókin kom út hjá Iðunni árið 1977.

Le Guin var hápólitískur höfundur sem notaði fantasíuformið meðal annars til að velta fyrir sér skipulagi heimsins og möguleikum á annars konar samfélagi. Þegar hún hlaut heiðursviðurkenningu Bandarísku bókmenntaverðlaunanna árið 2014 lagði hún áherslu á mikilvægi vísindaskáldskapar og furðusagna, sem hún sagði allt of lengi hafa verið álitnar barnabókmenntir.

„Mér sýnist við stefna inn í erfiða tíma þar sem við munum kalla eftir röddum rithöfunda sem geta eygt aðra valmöguleika við það hvernig við lifum núna og geta séð í gegnum okkar óttablandna samfélag,“ sagði hún meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Óskaskrín í jólapakkann
Bleikt
Fyrir 2 klukkutímum

Kristbjörg og Aron komu á óvart með opinberun nafnsins

Kristbjörg og Aron komu á óvart með opinberun nafnsins
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Ógnarstórar öldur lögðu svalirnar í rúst – Ekkert sólbaðsveður á Tenerife

Ógnarstórar öldur lögðu svalirnar í rúst – Ekkert sólbaðsveður á Tenerife
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

„Ananasbændur geta loksins haldið áfram með líf sitt“

„Ananasbændur geta loksins haldið áfram með líf sitt“
Bleikt
Fyrir 2 klukkutímum

Tíu spurningar sem þú átt aldrei að spyrja á fyrsta stefnumóti

Tíu spurningar sem þú átt aldrei að spyrja á fyrsta stefnumóti
Lífsstíll
Fyrir 3 klukkutímum
Óskaskrín í jólapakkann