fbpx

Ha-ha á ljósmyndaheiminn

Hundruð leikskólabarna fengu einnota ljósmyndavél að gjöf frá Hálfdani Pedersen, 11 árum síðar er komin út ljósmyndabók með listaverkunum

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 26. desember 2017 21:00

„Á tímabili fannst mér þetta vera hálfgert ha-ha á ljósmyndaheiminn, þar sem þetta var algjörlega ófagmenntað fólk að gera eitthvað alveg út í bláinn,“ segir Hálfdan Pedersen sem gaf á dögunum út ljósmyndabókina Fimm, sem inniheldur ljósmyndir eftir rúmlega hundrað fimm ára aldamótabörn. Bernsk og tilgerðarlaus nálgunin og hið óhefðbundna sjónarhorn er meðal þess sem gerir myndirnar að sannkölluðum listaverkum, að mati Hálfdans.

Eins og það besta í Hollywood

Hálfdan Pedersen hóf verkefnið fyrir ellefu árum og hefur nú loksins gefið út bók með ljósmyndum eftir meira en hundrað fimm ára leikskólabörn af öllu landinu.
Hugsjónaverkefni Hálfdan Pedersen hóf verkefnið fyrir ellefu árum og hefur nú loksins gefið út bók með ljósmyndum eftir meira en hundrað fimm ára leikskólabörn af öllu landinu.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Verkefnið á sér langan aðdraganda en hugmyndin kviknaði um miðjan síðasta áratug þegar Hálfdan starfaði sem leikmyndahönnuður við kvikmyndir og tískuljósmyndir í Los Angeles. „Ég var aðallega í kvikmyndagerð en á einhverjum tímapunkti þegar það var svolítil lægð í framleiðslu auglýsingamyndbanda, þá flæktist ég inn í heim tískuljósmynda. Í eitt og hálft ár var ég að vinna við að gera leikmyndir fyrir mörg frægustu nöfnin í þeim bransa.“

„Á svipuðum tíma gaf ég fimm ára frænku minni Polaroid-myndavél, sem prentar myndirnar á límmiða. Þegar ég var á Íslandi hálfu ári seinna sá ég myndirnar sem hún hafði tekið á ísskápnum heima hjá henni. Ég var yfir mig hrifinn. Mér fannst þetta eiginlega vera það sama og var að gerast í Hollywood með miklum tilkostnaði og mikilli tilgerð. Ég hafði verið að vinna með ljósmyndurum sem voru þeir þekktustu sem uppi hafa verið í þessum tískuljósmyndaheimi og var því á mjög góðum stað til að verða fyrir smá hughrifum.“

Mynd: Lilja – Kópavogur

Túristar stela myndunum

Eftir nokkrar smærri tilraunir með börnum kunningja sinna ákvað Hálfdan að kaupa upp lagerinn af einnota myndavélum hjá íslenskri ljósmyndavöruverslun og senda á fimm ára leikskólabörn um allt land. „Ég var svo heillaður af þessari saklausu nálgun,“ segir hann. Í heildina voru þetta um 1.200 börn í öllum bæjar- og sveitarfélögum á Íslandi sem fengu vélar og voru beðin um að taka myndir af því sem fyrir augu bar á einni viku, og foreldrar voru vinsamlegast beðnir um að skipta sér sem allra minnst af.

Þegar myndavélarnar komu til baka tók svo við ærið verkefni, að framkalla stafrænt og fara í gegnum einhverjar 35 þúsund myndir og sigta út það besta. „Myndirnar eru alls konar, það er allur skalinn i tilfinningum, þær geta verið abstrakt eða ætlað að fanga tiltekið augnablik, margar þeirra eru listrænar og allar lausar við tilgerð. Með því að fletta í gegnum þetta fær maður að upplifa sjónarhorn barnanna, enda sjaldnast teknar úr meira en 90 sentimetra hæð. Það er mikið verið að horfa upp á heiminn eins og við þekkjum hann. Gæludýrin, leikföngin, náttúran og fjölskyldan var hvað helst fyrir valinu sem myndefni,“ segir Hálfdan og tekur undir með blaðamanni þegar hann nefnir að fagurfræðin sem þarna birtist sé svolítið svipuð þeirri sem hefur verið áberandi að undanförnu, áhersla á hið hversdagslega, hráa og viðvangingslega – yfirlýstar ljósmyndir, fókusinn óákveðinn og innrömmunin óvenjuleg.

Hálfdan segst ekki eiga sér neina uppáhaldsmynd en sé tengdur mörgum þeirra sterkum böndum „Ég á mikið af uppáhaldsmyndum, þær eru allar sérstakar á sinn hátt. Þetta er þar að auki einhver besti heimildabanki sem um getur um íslensk heimili. Ég hef verið inni á þeim ansi mörgum þegar ég hef farið í gegnum þessar myndir,“ segir hann.

Myndirnar hafa verið sýndar við nokkur tilefni frá því að verkefnið fór fram, úrval þeirra hefur birst á ljósmyndasýningum á Menningarnótt og Listahátíð í Reykjavík, og hafa hangið uppi í gistiherbergjum á KEX Hostel, en þar segir Hálfdan að þær hafi kannski notið örlítið of mikilla vinsælda: „Það hefur verið mjög mikið um það að myndirnar séu skrúfaðar niður af veggjunum, annaðhvort teknar úr römmunum eða ramminn allur tekinn. En þetta var kannski bara staðfesting á því að þessar myndir lögðust vel í erlenda aðila.“

Mynd: Njörður – Reykjavík

Vonast til að kynnast ljósmyndurunum

Nú birtist hluti myndanna í fyrsta skipti á bók sem Hálfdan gefur út sjálfur, 215 blaðsíðna listræna ljósmyndabók með verkum eftir 107 ljósmyndara.

En hafa ljósmyndararnir sjálfir eitthvað haft um notkun myndanna að segja, fá þau eitthvað út úr þessu?

„Á hvaða veg? Fjárhagslega?

Til dæmis.

„Það fær nú enginn neitt út úr þessu fjárhagslega, kostnaðurinn er miklu meiri en það. Hverri myndavél fylgdi bréf þar sem foreldrar afsöluðu réttinum til mín – ég framkallaði ekki filmur sem ekki fylgdi slíkt bréf – og það var alltaf ljóst að verkefninu var ætlað að verða að bók að lokum. Fjárhagslega er þetta mínusmál og bara
hugsjónadrifið.“

Veistu til þess að einhver barnanna hafi fylgst með ferlinu áfram?

„Nei, en núna þegar þetta var loksins í höfn var haft samband við öll börnin sem eiga mynd í bókinni og mikil spenna að fá að sjá útkomuna. Ég veit ósköp lítið um ljósmyndarana en vonast til að kynnast einhverjum þeirra í útgáfuhófinu.“

Mynd: Hrund – Húsavík

Fimm er fáanleg á KEX hostel, í verslunum Geysis, í Bókabúð Máls og menningar og í verslunum Eymundsson, en 500 krónur af hverri seldri bók rennur til Barnaspítala Hringsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 1 klukkutíma

Shoreditch í London er perla sem allir verða að heimsækja

Shoreditch í London er perla sem allir verða að heimsækja
Lífsstíll
Fyrir 1 klukkutíma

Flest sem lýtur að smíði og garðvinnu

Flest sem lýtur að smíði og garðvinnu
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Hálka á Reykjanesbraut í morgun

Hálka á Reykjanesbraut í morgun
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Rotaði einn og nefbraut líklega annan

Rotaði einn og nefbraut líklega annan
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Kennedy var veikur og kvalinn

Kennedy var veikur og kvalinn
Lífsstíll
Fyrir 4 klukkutímum

Vöruflutningar, búslóðaflutningar og aðstöðubílar fyrir kvikmyndabransann

Vöruflutningar, búslóðaflutningar og aðstöðubílar fyrir kvikmyndabransann
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

„Austur verður ekki opnaður aftur fyrr en að loknum fundi með eiganda, þar sem ég mun hafa hagsmuni starfsfólksins í fyrirrúmi“

„Austur verður ekki opnaður aftur fyrr en að loknum fundi með eiganda, þar sem ég mun hafa hagsmuni starfsfólksins í fyrirrúmi“
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Friends eru 24 ára í dag – Hver er uppáhalds þátturinn þinn?

Friends eru 24 ára í dag – Hver er uppáhalds þátturinn þinn?
433
Fyrir 16 klukkutímum

,,Við gátum ekki fengið meira fyrir Ronaldo“

,,Við gátum ekki fengið meira fyrir Ronaldo“
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Valgeir átti þá ósk heitasta að eignast pabba – Þegar þeir hittust varð hann fyrir vonbrigðum – Síðan lágu leiðir þeirra aftur saman fyrir einskæra tilviljun

Valgeir átti þá ósk heitasta að eignast pabba – Þegar þeir hittust varð hann fyrir vonbrigðum – Síðan lágu leiðir þeirra aftur saman fyrir einskæra tilviljun